Þegar tærnar á mér krulluðust
9.7.2009 | 11:47
síðast þá var mánudagurinn 6 júlí. Síðan eru liðnir 3 dagar og tærnar eru enn í hönk. Þannig að það er best að fá álit annarra á þessu krullutásumáli.
Sko málið snýst um lesendabréf í MBL.
Viðkomandi sem skrifar, tekur svona til orða ;
Er aðstoð nauðsynleg ?
Ég var á gangi framhjá Eskihlíð á dögunum og fór framhjá húsnæði Fjölskylduhjálpar. Líklegast hefur úthlutun verið í gangi. Það var svolítið af fólki fyrir utan að bíða og flestir reykjandi. Á þeim tíma sem tók mig að ganga framhjá kveiktu flestir sér í fleiri en einni sígarettu. Mér er spurn ; ef þetta fólk er að bíða eftir matarhjálp væri ekki hægt að láta á móti sér að kaupa sígarettur og kaupa mat í staðinn ? Það er ábyggilega hægt að fá margt fyrir því sem samsvarar kostnaði við sígarettupakka.
Annað sem sló mig var að hinum megin við húsið stóð starfsfólk og reykti. Finnst fólki það réttlætanlegt að starfsfólk sé reykjandi og umgangist matvörur eftir það?
Mér finnst það ekki alveg passa.
Óánægður borgari
--------------------------------------------------------------
Þarna kemur nú bréfið frá þessum "borgara". Í hans heimi gerir þú annað af tvennu, reykir EÐA borðar. Ég losna ekki við ímyndina úr kollinum, ég sé hann skríða slefandi af forvitni og fordómum framhjá röðinni grandskoðandi hvern einstakling. Ég meina það, ég var um það bil heilar tíu mínútur með hverja sígarettu þegar ég reykti og ef fólk kveikti í MÖRGUM þá hefur "borgarinn " farið hægt framhjá.
Piff svona lið sko
Athugasemdir
veit uppá hár hvað þú átt við, það eru svo margir DÓMARAR í umferð.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 12:45
Þetta fólk er til og hefur alltaf verið til. Fólk sem lítur á Fjölskylduhjálpina og Mæðrastyrksnefnd sem einhverja aumingjaaðstoð, að eiga svo að gefa þessu sígarettur líka!! Og klappar sjálfu sér örugglega á axlirnar fyrir aumingjagæskuna. Þetta fólk á talsvert ólært.
Það er ekki skrýtið að margir eiga erfitt með að þiggja þessa aðstoð, í gamla daga missti fólk jafnvel kosningarétt við að þiggja fátækraaðstoð, aumingjastimpillinn var slíkur. En ég er nú hálf gáttuð á þessu lesendabréfi, ég hélt að fólk hefði vit á að fela fordóma sína betur.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.7.2009 kl. 16:32
Aumingja borgarinn hefur greinilega farið hægt framhjá og fólkið þurft að bíða lengi fyrst það hafði tíma til að reykja margar sígarettur. Svei svona hyski, ég á við borgarann sko.
Helga Magnúsdóttir, 9.7.2009 kl. 22:14
Það var nú ekki minni maður en DO sem sagði einhverntíma eitthvað á þá leið að þar sem eitthvað væri gefins þar væri röð...........
Sumir bara vita ekki betur og þeim er í raun vorkunn og svei mér ef ég mundi ekki sárvorkenna þeim bara ef ég hefði í mér þessa aumingjagæzku!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2009 kl. 23:33
Hrönn var það ekki Pétur Blöndal ? Æj það er nokkurn veginn það síðasta sem fólk þarf ofan á aðrar hörmungar og erfiðleika, dómharkan.
Ragnheiður , 9.7.2009 kl. 23:59
Segðu.....
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2009 kl. 23:09
Það er aldrei hægt að deila við dómarann en þeirri staðreynd er ekki hægt að neita að hægt er að gera allmarga hluti við þá peninga sem að það kostar fólk að reykja.
Ef mér skilst rétt þá kostar pakkinn af rettum í kringum 830kr í dag. Það gera 24.900kr á mánuði (um það bil) og heilar 302.950.- á ári!
Nú finnst mér alveg ágætt að fá mér eina og eina í góðra vina hóp, en aldrei gæti ég réttlætt þessi óheyrilegu fjárútlát í dag, í eins fánýtan hlut og reykingar. Þetta kallast ekki að dæma, þetta kallast að benda fólki á hversu óhugnalega dýrt þetta er...og kannski reykja tveir á heimilinu, og kannski meira á dag?
Það geta allir hætt.
Ellert Júlíusson, 15.7.2009 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.