Það er tilhlökkun á heimilinu
21.6.2009 | 12:14
nema náttlega ferfætlingarnir enda hef ég ekkert sagt þeim að þeir eigi að passa húsið í kvöld. Við ætlum að fara út að borða með strákana, þeir eru báðir búnir að eiga afmæli og þetta var niðurstaðan sem gjöf. Við ætlum ekki á Ruby, fórum þangað síðast. Förum annað núna.
En ég held að ég sé huglaus, ég þori ekki á www.island.is til að lesa Icesave skilmálana....langar samt voða að vita þá nákvæmlega af blaðinu en ekki matreidda ofan í mig af bloggara eða stjórnmálamanni. Ég vildi samt óska að drasl þeirra sem stóðu að þessu hruni öllu hefði verið fryst...í útvarpi í gær var talað við konu, þáttur heitir vikulokin, og hún sagði að það væri alls ekkert víst að við fengum eigur landsbankans erlendis....það yrðu sko hlaup kröfuhafa að þeim eigum. Það rann kalt vatn minni skinns og hörunds. Ég hef reynt að eiga bjartsýnina og hef horft til þessara eigna upp í þetta gríðarmikla Icesave lán. Ó boj..........
Núna hef ég verið hætt að reykja síðan 14 febrúar og þetta gengur ágætlega, sjaldnast sem að ég finn fyrir fráhvarfeinkennum. Ég þurfti líka heillengi í gær að reikna til að finna út hversu lengi ég hef verið hætt..hehe
En ég hef eignast nýtt problem. Ég er illa haldin af ofnæmi -líklega gróðurofnæmi. Ég get hvergi verið þar sem gróður er. Ég er að taka ofnæmislyf en þau virka ekki vel, svona lyfseðilslaust úr apóteki. Ætlaði að hitta læknirinn minn en hann er greinilega einn þeirra sérfræðinga sem kerfið rak inn á spítalann aftur og nú hef ég ekki grun um hvernig ég á að nálgast hann....ef einhver hefur ráð þá yrði ég þakklát.
Nú er þetta einmitt að plaga mig með tilheyrandi augnpirring sem veldur því að ég sé illa letur..
farin bæ
Athugasemdir
dugleg ertu - reyklaus
hvert á að fara að borða? góða skemmtun
Sigrún Óskars, 21.6.2009 kl. 13:56
Til lukku með reykleysið :-)
Með ofnæmið ... ég veit ekki... ég prófaði blómafræfla á sínum tíma, mörg ár síðan. Byrja á einum litlum blómafræfli, einu sinni á dag. Næsta dag, taka 2. Næsta dag taka 4. Næsta dag 8. Enda með annað hvort kúfaða teskeið, eða hálfa matskeið, circa.
Ef þú finnur einhver einkenni, hætta í 2-3 daga, og byrja aftur.
Ég ábyrgist ekki að þetta virki, en... þetta hjálpaði mér. (Hvort sem það er bara hausinn á mér sem segir þetta, eða ég allur... :-)
Einar Indriðason, 21.6.2009 kl. 14:12
Sigrún við förum á Grillhúsið - förum oftast þangað, fínn matur og veskið fer ekki alveg á rönguna af verðinu þar
Einar, þarf ég þá að bjálfast í heilsubúð ? ekki lagast það maður hehehe
Ragnheiður , 21.6.2009 kl. 14:39
Einhvern tímann gastu keypt blómafræflana í Hagkaupum.... En... það er *langt* síðan ég var í blómafræflunum... Í dag þá beiti ég jákvæðri hugsun: "Já, NEI! Kemur EKKI til GREINA að ég sé með ofnæmi, Bara Tek Það EKKI Í MÁL! Já, Nei, ekkert svona!"
Einar Indriðason, 21.6.2009 kl. 15:18
Haha já ef það dygði nú á mig hehe...er með bráðaofnæmi fyrir lyfjum og fékk þetta fríkeypis í fyrra en þá var það ekki svona slæmt og leiðinlegt...ég hætti að reykja til að geta verið úti og ég ÆTLA að vera úti þrátt fyrir þetta !!
Ragnheiður , 21.6.2009 kl. 15:39
Spurning að kíkja í Jurtaapótekið til Kollu á horni Laugavegar og Skólavörðustíg. Hún gæti átt eittthvað handa þér.
Góða skemmtun í kvöld í borðhaldinu.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.