Fyrst að ég sit hvorteðer hér

og bíð eftir bilanagreiningu eðalvagnsins þá ákvað ég að pressa peysurnar og vestin sem biðu þess. Ekki veitir af, næsti skammtur á leiðinni og þar á meðal lopakjóll sem mér leist afar takmarkað á meðan hann var á prjónunum en þegar hann er sloppinn af þá varð hann þrælflottur, snilld í vetur í kuldanum. Næsti kjóll verður samt ermalaus og ögn léttari.

Pressaði síðu peysuna með spes ermununum og er búin að ákveða að eiga hana sjálf. Það er þessi sem Aníta tengdadóttir er að módelast í hér í albúminu. Þetta er eiginlega lopakápa frekar en peysa...

en jæja...

hérna koma myndirnar af þessum þremur vestum

vesti í maí 09 001

Þetta er þunnt vesti, sítt (niður f rass) og með bæði röndum og mynstri með brugðnum lykkjum.

vesti í maí 09 002

Þetta er lítið vesti, svart. Ég setti lopapeysumynstur á það í rauðu og hvítu.

vesti í maí 09 003

Þetta vesti er mun stærra..líklega L eða XL.

vesti í maí 09 004

Hérna sést mynstrið betur á síðasta vestinu.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Húsbóndinn búinn að hringja, viðgerðarmaður finnur ekkert að bílnum mínum og ég trúi því bara vel. Þegar bílar þjást af hljóðum sem koma stundum og við mismunandi aðstæður þá er fjandanum verra að finna út úr þessu. Þá þarf maður í raun að bíða eftir að dæmið bili bara.

Með kveðju til ykkar í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var einmitt að skoða mlyndirnar á facebook. Er alltaf á leiðinni til þín, það verður fljótlega, ertu ekki með sama símanúmer?? sendi mér númerið til öryggis í pósti svo ég geti hringt þegar ég verð á ferðinni bella@simnet.is

Eigðu ljúfa helgi elskan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef haft sama númerið í áraraðir, í símaskránni og allt..heimasíminn er hinsvegar inn í skáp hehe

Knús á þig Ásdís mín

Ragnheiður , 29.5.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Marta smarta

Húrra, er hann tilbúinn...... hlakka svo til að sjá hann, heyrumst og knús knús.

Marta smarta, 29.5.2009 kl. 17:40

4 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Flottar myndirnar hjá þér knús og kram til þín Ragga mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 29.5.2009 kl. 21:02

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Rosalega er þetta flott hjá þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.5.2009 kl. 23:59

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ert greinilega mjög flink prjónakona. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.5.2009 kl. 03:42

7 identicon

Mér sýndist þetta svarta vera dökkblátt, einn daginn mun ég ganga í peysu sem þú hefur prjónað

Er Bonzó ekki bara að reyna að ræða málin við þig þegar þessi ljóð heyrast :D

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 08:59

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá þér og mikið vildi ég að ég þyldi að ganga í ull.
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2009 kl. 09:52

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já það vantar ekki myndarskapinn í þér frú Ragga mín...bara flottar peysurnar og flottir litir...ég kann ekki að prjóna en Mamma mín prjónaði endalaust fallegar peysur og eftir hennar dag þá tók litla ljúfa systir mín hún Perla Svandís við og prjónar hún þessar fallegu peysur....eins og þú.....:)

knús knús og stór faðmur af hlýju og kærleik til þín fagra kona....:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.5.2009 kl. 23:25

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Væri alveg til í svona vesti Ragga.  Hef e.t.v. samband við þig þegar ég kem heim næst.  Svo bara vildi ég senda þér hlýjar kveðjur héðan frá Störnusteini. 

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 10:59

11 Smámynd: Ragnheiður

Knús til baka Marta mín

Gunna mín kær kveðja

Takk Vallý, Jórunn og Jóna

Kidda það gæti verið hehe..en þetta fannst, þetta er fóðring og má bíða. Smurt í þetta og hann er mun skárri

Milla mín, það þola ekki allir..ég ætla að gera prufu úr ákveðinni tegund garns en gera alveg eins og lopapeysu samt

Endalaust knús til baka elsku Linda mín..

Ía mín endilega og hlý kveðja héðan úr Garðshorni til baka

Ragnheiður , 31.5.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband