ekki ein einasta
13.5.2009 | 21:09
lykkja legið eftir mig í dag.
Leiðinlegur dagur.
Stundum safnast allt saman til að ergja mann, svoleiðis dagur.
Leiðin hans var ekki svo galin, suma daga er hún áreiðanlega best enda hvað er svosem eftir ?
Ég nenni ekki þessarri kreppu, þessum stjórnmálum, þessum fullyrðingum, engu af þessu sem fyllir forsíður netmiðlanna. Ég nenni heldur ekki sjálfri mér né neinu mér tengdu.
ég ætla hinsvegar snemma að sofa og þá meina ég núna, búin að slökkva á sjónvarpinu - ef það væri ekki svona hvasst þá færi ég hring með Kelann.
Athugasemdir
Leiðin hans var ekki svo galin, suma daga er hún áreiðanlega best enda hvað er svosem eftir ? !!!!!
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 21:32
Þú ert þreytt og döpur! Þá lítur allt svo illa út. Á morgun kemur nýr dagur - vona að þér líði betur þá
Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2009 kl. 22:02
Alveg sammála þér vinkona...... hundleiðinlegur dagur hjá mér líka. Sá versti í mjög langan tíma.
Reynum að eiga skárri dag á morgun.
Anna Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 23:11
Sæl og blessuð
Vona að við eigum báðar góðan dag á morgunn.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2009 kl. 01:04
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 14.5.2009 kl. 01:52
Hlý kveðja inn í betri dag héðan úr sveitinni.
Ía Jóhannsdóttir, 14.5.2009 kl. 07:08
Það eru ótrúlega margir sem hafa kvartað yfir gærdeginum, ætli það hafi komið eitthvað með svifrykinu frá Evrópu í gær sem við þolum ekki.
Vona að þú hafir eins og ég vaknað úthvíld og með aðeins bjartari huga
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:00
Sorgin er einmitt svona.En dagurinn í dag er betri vertu viss.Ég er svo veik að ég hef ekki komist út á svalir.Verð í sambandi ,góð spá og heilsan batnar svo ,bein verður sett í hjólatösku fljótlega og brunað til þín í mátun.Ég prjónað 2 ermar og einn bol í gær.Á ca 6 mánaða svo það var fljótgert.Barnið sem fær peysuna er í þessum töluðu orðum að koma í heiminn.Mamman var að fara á fæðingadeildina
.Guð blessi þig Ragga mín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:38
Takk elskurnar.
Þarna komstu með það Kidda, Evrópueitrun!
Ég veit hinsvegar alveg hvað er að, alltaf þegar eitthvað klárast þá kemur tómarúm og þau höndla ég illa og þá gengur ekkert upp hjá mér .
Birna mín, láttu þér batna. Okkur liggur ekki á hehe. Blessað barnið, vonandi gengur allt vel. Guð geymi þig og takk fyrir að skilja alltaf allt
Ragnheiður , 14.5.2009 kl. 11:01
Guð hvað ég skil svona daga hjá þér, þeir eru mjög erfiðir og oft erfitt að útskýra þá, en svona bara getur manni stundum liðið :( Knús á þig Ragga mín..... farðu vel með þig
Erna Friðriksdóttir, 14.5.2009 kl. 21:41
Guðrún unnur þórsdóttir, 14.5.2009 kl. 23:02
Sigrún Jónsdóttir, 15.5.2009 kl. 06:52
Knús til þín elsku Ragga mín....:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.5.2009 kl. 18:27
*Knús* Ragga mín. Ekki þjást of mikið af því sem þú kallar Evrópueitrun, en er kannski bara tvær lægðir að berjast á í vindakerfinu, og feykja til öllu sem hægt er að feykja til. Það eru vissir dagar svona... eigum við að kalla þá ... leiðinda-pirringsdagar. Svo eru aðrir dagar ... bara Miklu betri!
Dæmi um dag sem er Miklu betri, amk fyrir mig, er Júródagurinn! Þar blandaðist saman... GOTT veður, sól, blíða, nánast logn, hægt að grilla um kvöldið, júró-stemmingin frá A til Ö, Þjóðhátíðardagur Norsara í dag, 17. maí. Og við urðum í 2. sætinu. Dúndur, Æði eins og krakkarnir segja.
Þannig er það nú .... Skál! (Fyrir sveskjusteinana, t.d.?)
Einar Indriðason, 17.5.2009 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.