Flóttaviðbragðið
8.5.2009 | 11:20
kemur enn sterkt inn. Ég hef verið á flótta undan áliti annarra undanfarna daga, það hefur verið nánast sama hvert litið hefur verið. Ljót ásjóna dómhörkunnar hefur verið allsráðandi. Ég er ekki talsmaður þess að ekki eigi að refsa fyrir brot en húfan verður þó að hæfa tilefninu. Í mínum huga er ekkert það brot til sem passar við vistun í brasilísku fangelsi, ekki neitt. Þar er Brasilía ekki eina landið en tekið sem dæmi nú þegar augun hafa beinst þangað.
Fangelsin hér eru ekki þær sumarbúðir sem sumir halda, langt í frá.
Þetta er alveg týpískt samt með bloggheim, oftar en ekki er fólk gapandi ofan í rassgat um eitthvað sem það hefur ekki hundsvit á.
Og áður en einhver kemur með yfirlýsingu um að ég myndi segja annað væri mitt barn ánetjað fíkniefnum.....ég er nákvæmlega þannig mamma, ég á barn sem hefur þvælst um þann heim en hann lagast ekkert þó einhverrar annarar móðursonur sitji af sér í viðbjóðslegu brassa fangelsi....
Hann lagaðist bara vegna þess að hann vildi það en hans bíður barátta alla æfi til að halda sér á beinni braut eins og allra annarra fíkla.
Ég ætlaði að skrifa inn á blogg Heiðu í gær en óþverrinn sem lak um skilaboðakerfið hjá henni var þannig að ég hrökklaðist burt.
Ekki þýðir að vonast til þess að ekkert komi fyrir hjá þeim sem svo illa þjást af dómhörku, það kemst enginn í gegnum lífið áfallalaust. Ég held samt og af fenginni reynslu að barsmíðar lífsins séu léttbærari ef maður hleypir út hjartahlýjunni og skilningnum, umburðarlyndinu og ástinni og ekki síst fyrirgefningunni. Dómharka, hatur og illmennska skilar bara vanlíðan hjá manni sjálfum.
Mitt í öllu fann ég vefsíðu sem ég sökkti mér ofan í að skoða myndir og lesa texta. Ég setti slóð hér til hliðar, sveitablogg. Frábærlega skemmtilegt efni. Sko manni leggst alltaf eitthvað til krakkar...bara og opna augun og sjá það.
Ég held að öll f séu kyrr á sínum stað í textanum, f takkinn hefur greinilega orðið hinni biluðu kanilsnúðakonu að bráð....
Já já Jenný, ekki éta ofan í tölvuna....dæs
Farin
Athugasemdir
Hehe, veistu að maður verður að brynja sig gagnvart fíflunum.
Þau eru á meðal okkar, hvort sem okkur finnst það gott eða slæmt.
Ég er hamingjusamt fífl í dag, hvað sem verður á morgun.
OG HÆTTU AÐ ÉTA OFAN Í TÖLVUNA KERLINGARFÍBBBBL.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2009 kl. 12:00
Ég held að ég sé alveg búin að læra að brynja mig fyrir fíflunum, en þið eruð flottar og er ég bara góð að þekkja ykkur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2009 kl. 12:06
Mikið rétt Ragnheiður.
Við Íslendingar virðumst vera samansafn af dómurum. Og mörgum virðist fyrirmunað að setja sig í annarra manna spor. Það hlýtur að vera nógu slæmt að vita af barninu sínu í fangelsi en að vita af því í brasilísku fangelsi er hreinasta martröð. Og ekki hafa foreldrarnir gert neitt rangt. Þeirra vegna, þó ekki væri annað, á að flytja þennan dreng heim í íslenskt fangelsi um leið og hægt er.
Þessi setning þín er gulls ígildi;
"Ég held samt og af fenginni reynslu að barsmíðar lífsins séu léttbærari ef maður hleypir út hjartahlýjunni og skilningnum, umburðarlyndinu og ástinni og ekki síst fyrirgefningunni. "
Anna Einarsdóttir, 8.5.2009 kl. 12:24
Það er eins og venjulega með þig Ragga mín,þú kemur til dyranna eins og þú ert,hrein og bein.
Ég haf orðið vitni að sumum þeim höggum sem þú hefur fengið gegnum lífið og átökum þínum við tilveruna og verð að lýsa aðdáun minni á hvernig þú hefur tekið á þeim.
Ég er algjörlega sammála þér og hef litlu við að bæta,því við sem eigum börn sem hafa farið erfiðar leiðir vitum allt um dómhörku og grunnhyggni þeirra sem ekki þekkja til,en telja sig vita allt.
Ég vitna oft í vísu eftir Bólu-Hjálmar þegar mig finnst mig skorta orð og hún á svo sannarlega við í þínu tilviki.
Víða til þess vott ég fann/þó venjist oftast hinu.
Að guð á margan gimsteinn þann/sem glóir í mannsorpinu.
Sigurlaugur Þorsteinsson, 8.5.2009 kl. 14:04
Elsku Laugi minn aldavinur, kærar þakkir fyrir þetta
Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 14:25
Rófupistill í smíðum! Rófan þín ;) Annars þykir mér þú meira í ætt við perlu og er svo sammála henni Önnu - eins og stundum hefur komið fyrir áður - þessi setning: "Ég held samt og af fenginni reynslu að barsmíðar lífsins séu léttbærari ef maður hleypir út hjartahlýjunni og skilningnum, umburðarlyndinu og ástinni og ekki síst fyrirgefningunni. " er gull!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.5.2009 kl. 14:26
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 8.5.2009 kl. 14:30
Var búin að skrifa hérna mitt álit á þessu máli og sá að ég er ekki laus við dómhörkuna í garð fíklanna. Vona að það sé vegna þess að ég er skilin við fíkilinn minn en ekki að ég sé orðin svona köld í garð fíkla.
Þessi setning er gull og lýsir þér svo vel Ragga mín, þú ert gull
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 15:44
þú ert yndi Ragga mín og lika best
Guðrún unnur þórsdóttir, 8.5.2009 kl. 16:30
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.5.2009 kl. 20:43
Takk Hrönn mín fyrir hrós og ekki síður fyrir rófupistilinn
Kærar þakkir Sirrý, Kidda, Gunna og Linda fyrir innlitið ..knús og kossar og ómæld hjörtu til baka
Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 21:03
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.5.2009 kl. 22:27
Takk Rósa mín, yndisleg rós
Ragnheiður , 9.5.2009 kl. 00:58
Heyr, heyr Ragga, auðvitað á að fá hann Ragnar heim við fyrsta tækifæri.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2009 kl. 01:17
Gullfallegt Ragnheiður og þakka fyrir innlit og hlý orð.....við viljum Ragnar heim og já það er svakalegt um aðlítas á síðunni hennar Heiðu, ég slapp mun betur en fékk nú vænar gusur. En hef séð það svartara.....
Blessi þig
Einhver Ágúst, 9.5.2009 kl. 02:06
Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2009 kl. 07:11
Ragnar er góður strákur sem er með sjúkdóminn ljóta.Þetta er afleiðing þessa ljóta sjúkdóms.Heim með strákinn NÚNA og hann situr af sér hér á stofnun við HÆFI.Hafðu það gott Ragga mín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 08:50
Vildi að fleiri hugsuðu eins og þú
Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 10:17
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.5.2009 kl. 23:04
Frábær færsla hjá þér Ragnheiður mín og það væri gott fyrir dómstól götunnar að lesa þetta.
Kærleiksknús til þín og heim með Ragnar
Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.5.2009 kl. 01:38
Ég vil bara votta þér samúð mína og senda þer baráttukveðjur vegna hins sonarins og ég óska þess innilega að hann haldi áfram á beinu brautinni.
"Vertu ljós er lýsir blindum,
leggðu rós að hverjum barm.
Veittu að ósi unaðslindum,
efldu hrós en svæfðu harm."
TARA, 10.5.2009 kl. 12:40
Takk Tara mín - ég ætla að vera mamma hans, með góðu eða illu. Ég óska þess eins að þurfa aldrei að standa aftur við kistu barnsins míns né heldur þekki ég nokkurn mann sem mér fyndist eiga slíkt skilið.
Við fetum okkur, einn dag í einu.
Kær kveðja til mæðranna sem hér lesa, okkar dagur er í dag
Ragnheiður , 10.5.2009 kl. 13:02
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.5.2009 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.