Ýmsar hugleiðingar
6.5.2009 | 23:16
þegar maður vinnur við að þvælast útum allan bæ þá kemst maður ekki hjá því að aka um slóðir sem mann langar ekki endilega að fara. Undanfarið hef ég ekki verið hrifin af því að fara hjá Landsspítalanum, minningarnar um Ölduna mína hrúgast fram í hugann. Í kvöld fór ég framhjá dýralæknastofunni ...það sem ég skildi HundaLappann minn eftir um daginn....það var erfitt líka.
Ég sé enn öðruhvoru Himmalega stráka og langar að stökkva á þá og knúsa þá..ég get sagst vera með gjörning ef þeim bregður, já eða ég segist bara þekkja Hrönn.
Samt finnst mér ég vera bráðmerkilega góð, að óreyndu hefði ég haldið að móðir lifði ekki barnið sitt...maður legðist bara í rúmið, yrði bytta, yrði brjálaður....og bara allt sem hægt væri færi úrskeiðis.
Það fór hellingur úrskeiðis...og ég er enn ekki söm og áður en Himmi fór, verð það aldrei. Kletturinn minn hér heima hefur bjargað mestu, ástkær systa líka...allt þetta góða fólk sem hefur hjálpað...
Rómeó köttur er hér hjá mér, malar og brakar af lyst. Hann er fyndinn kisi, hann eltir mann hér heima og stundum er hann eins og skessan í fjallinu, voðalega hávær að reyna að ná manni á ganginum. Hann kemur inn og kallar og æpir, ekki sáttur fyrr en við svörum honum. Það eru hafðar allskonar tóntegundir á mjá-inu.
Kelmundur hefur það ágætt. Hann passar húsið ansi mikið núna enda erum við að reyna að ná í skottið á okkur, fjárhagslega séð. Oooo ég vona að Seðló lækki mikið stýrivexti á morgun...
Nú hætti ég og set punkt .
Athugasemdir
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:45
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð
Vona að Rómeó fari ekki í tölvuna hjá þér.
Guð gefi þér styrk á þessum erfiðu tímum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2009 kl. 23:51
hæ Ragga mín stórt ((((knús))) til þín

kv Gunna
Guðrún unnur þórsdóttir, 7.5.2009 kl. 00:54
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2009 kl. 00:59
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2009 kl. 01:10
Ía Jóhannsdóttir, 7.5.2009 kl. 06:31
heheh já! Knúsaðu þá bara og segðu þeim að þú þekkir mig ef þeir verða með eitthvað múður
Þú ert dúlla og mér þykir óskaplega vænt um þig!
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:03
Hvað getur maður sagt
Þú hefur gefið mikið af þér þessa undanfarna mánuði elsku Ragnheiður mín. Knús á þig. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 11:00
Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2009 kl. 12:39
Flott peysan hér til hliðar, vá
Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2009 kl. 12:41
Knús og kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 13:02
Kærleik til þín elsku Ragga mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 19:29
Kærar þakkir elskurnar, þetta er betra núna. Hviðurnar standa styttra yfir...ég hef átt bágt með að horfa á fréttir af Ragnari, unga manninum í Brasilíu. Ég finn svo til með fólkinu hans.
Sigrún, takk fyrir. Þessi peysa er einstök, fer bara á sérstakt heimili. Hönnuð og prjónuð við banabeð hennar Öldu minnar sem langaði í svona peysu ...ég gat útskýrt alveg hvernig hún ætti að líta út fullgerð. Hún er afar síð með stórri hettu...öðruvísi ermum sem eiga helst ekki að ná nema fram á miðja framhandleggi og með uppábroti þar. Með 4 tölum sem loka henni á brjóstinu en svo opin og á að flaksast um eigandann..
Kúl peysa
Ragnheiður , 7.5.2009 kl. 21:57
Peysan er "gegt kúl" og það ert þú líka yndislega kona
Sigrún Jónsdóttir, 8.5.2009 kl. 01:08
Ég þoli ekki ennþá að keyra framhjá gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar.
Ennþá síður framhjá Sundlaugum Reykjavíkur þar sem lífinu hans eiginlega lauk, ég er fegin að vera flutt úr bænum, þá er aðeins minna að takast á við.
Fyrirgefðu að ég er ekki mikil hjálp, en við höfum stuðning hvor af annarri held ég. Knús til ykkar.
Marta smarta, 8.5.2009 kl. 01:39
Er samt ekki búin að gleyma þessu með "lopapeysukjólinn" sem mig langar svo í .
Marta smarta, 8.5.2009 kl. 01:40
Marta mín ég skil þig alveg. Sumt er viðkvæmara en annað og yfir því örþunnt skæni.
Þú færð kjólinn, leggstu bara í að gúggla svo við fáum hugmyndir..
Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 09:43
Takk Sigrún og Vallý :D
Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 09:45
Þetta er vont en það venst, segir í einhverjum texta. Fór á Lansann í vetur með mömmu og það var pínu erfitt að labba niður ganginn í kringluna. Augun leituðu alltaf í gluggann á stofunni sem pabbi var í. Samt eru komin 6 ár.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:10
Já þetta lagast auðvitað...smátt og smátt
Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 11:24
Tiger, 8.5.2009 kl. 14:10
Knús til baka kæri Tiger
Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 14:41
Eitt það erfiðasta sem fólk gerir, er að horfa á eftir barninu sínu og maka í gröfina, á unga aldri....maður sættir sig við missir þegar maður er orðinn gamall og grár og saddur lífsdaga...annað er bara óskiljanlegt tilgangsleysi og erfitt að meðtaka og sætta sig við.
En við eigum ekki margra kosta völ....við verðum að halda áfram og læra að lifa með því sem gerðist og reyna að sættast við lífið og tilveruna og það sem komið er. það er ekkert annað í boði. Ég veit það og þekki sjálf.
Minningarnar fylgja manni alla tíð, engu skiptir hvert maður fer, maður getur ekki flúið eigin hugsanir.
Myndarlegi drengurinn þinn er nálægt þér og þú hittir hann síðar meir, vonandi þó ekki fyrr en eftir fjöldamörg ár og megi líf þitt verða langt og farsælt. kveðja.
TARA, 8.5.2009 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.