Fyrir nokkrum dögum
13.4.2009 | 15:35
átti maður afmæli, hann varð fertugur. Hans minnisstæðasta gjöf var hugrekki og kjarkur eiginkonu hans, sem dauðveik reyndi sitt ítrasta til að gleðja hann þennan dag. Þetta var síðastliðinn skírdag.
Snemma að morgni föstudagsins langa fór hann með hana inn á sjúkrahúsið, þá gat hún ekki meira. Baráttan við krabbameinið hafði staðið síðan í maí á síðasta ári. En frá upphafi var við mikið ofurefli að etja. Í hennar huga var þó ekki til nokkur uppgjöf nú frekar en fyrr á hennar æfi.
Hún kannaðist aldrei við að geta ekki eitthvað.
Fólkið hennar kom í bæinn á laugardaginn, óku frá Höfn og frá Grenivík. Ég er ekki viss um að hún hafi orðið vör við þau með meðvitund en við sögðum henni að þau væru komin. Ég var á morgunvöktum þessa helgi í vinnunni.
Í gær fór ég heim áður en ég fór til hennar. Fólkið hennar birtist allt hér stuttu seinna, ég gaf þeim að borða og svo fórum við niður á spítala.
Breytingin til hins verra mjög afgerandi.
Við skiptumst á að vera hjá henni, ég náði að standa ein hjá henni nokkurn tíma og ég notaði hann til að rifja upp eitthvað sem við bara tvær vissum...svo láku tárin, á sængina hennar og fölu hendurnar.
Smátt og smátt fækkaði fólki. Þær á spítalanum gátu ekki alveg sagt til um hversu langan tíma þetta tæki. Um miðnætti vorum við Steinar og Bjössi ein eftir, auðvitað fyrir utan Lalla. Lalli orðinn svo þreyttur.
Við ákváðum að skreppa aðeins heim og sjá hvort Lalla tækist að sofa aðeins, við komum aftur eftir 2-3 tíma sögðum við. Bjössi beið aðeins hjá Öldu meðan Lalli skrapp aðeins....örstutt..innan við hálftíma.
Svo labbaði Björn heim.
Þá var klukkan um eitt....
Heima bylti ég mér...en hrökk upp rétt fyrir 3.
Var að hugsa um að ýta við Steinari til að keyra mig niðureftir..en þá hringdi Lalli.
Rétt fyrir 3 vöktu hjúkrunarkonurnar hann.
Alda var að fara
Hálfu öðru ári eftir að hún fylgdi Himma sínum til grafar þá deyr hún sjálf, 34 ára gömul..
Kærar þakkir þið- fyrir fyrirbænir og aðrar góðar hugsanir til hennar og hennar fjölskyldu.
Guð geymi hana Öldu mína
Athugasemdir
Æ elsku hjartans Ragga mín.
Mikið ofboðslega tekur það mig sárt að lesa þetta. Þannig að krabbameinið hafði þá betur í baráttu Öldu við það, skelfilegt bara.
Hugur minn núna er hjá manninum hennar og börnunum - og ykkur fólkinu, sem stóð henni nærri. Ég samhryggist ykkur innilega.
Góður Guð geymi Öldu og veiti ykkur öllum styrk til að takast á við missinn.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 16:04
Hvað getur maður sagt?
Ég samhryggist ykkur elsku stelpan mín
Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2009 kl. 16:14
Elsku Ragga mín, það er svo sárt að lesa þetta, þú skrifar af innri tilfinningu og kærleik sem ekki er öllum gefinn. Guð blessi Öldu ykkar og ykkur öll sem þjáist svo mikið núna og hafið þjáðst og munuð þjást áfram því miður. Sorgina tekur enginn á einu bretti það veist þú manna best, eina sem ég get boðið þér eru fyrirbænir og hlýr hugur. Ég held ég verði að kíkja fljótlega aftur á nesið til þín. Gangi ykkur vel á erfiðum dögum sem framundan eru, þú ert ávallt í hjarta mínu. Guð geymi ykkur.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.4.2009 kl. 16:14
Sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur Elsku Ragga mín og guð veri með ykkur á þessum erfiðu stundum ljós og kærleik til ykkar knús
Brynja skordal, 13.4.2009 kl. 16:18
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 16:23
ég sendi ykkur mínar innlegustu samúðarkveðjur .mínar hugsanir eru hjá ykkur
Guðrún unnur þórsdóttir, 13.4.2009 kl. 16:24
Mummi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 16:24
Patrekur Máni (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 16:24
Samhryggist innilega Ragga mín.
Kv.
Einar
ThoR-E, 13.4.2009 kl. 16:28
Innilegar samúðarkveðjur, elsku Ragga mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2009 kl. 16:34
Guð veri með ykkur og styrki Ragga mín.
Ía Jóhannsdóttir, 13.4.2009 kl. 16:35
æi hvað þetta er sárt ... knús í þinn bæ Ragga mín.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.4.2009 kl. 16:43
Sendi þér Ragga mín og þeim sem eiga um sárt að binda við fráfall Öldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma
Erna, 13.4.2009 kl. 16:55
Æ hvað þetta er sárt.
Elsku Ragga mín og Öldu fjölskylda. Mér er orðavant, heyrumst.
Marta
Marta smarta, 13.4.2009 kl. 17:10
fallega skrifað - en sárt að lesa. sendi þér samúðarkveðjur og vona að Guð verði með ykkur og veiti ykkur styrk til að takast á við sorgina.
Sigrún Óskars, 13.4.2009 kl. 17:11
Mín innilegasta samúðarkveðja. 34 ár eru alltof stuttur tími fyrir eina mannsævi...
Margrét Birna Auðunsdóttir, 13.4.2009 kl. 18:13
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Kæra Ragga
Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð.
Guð veri með ykkur á þessum erfiða tíma.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.4.2009 kl. 18:37
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra elsku Ragga
Sigrún Jónsdóttir, 13.4.2009 kl. 19:29
Ég votta ykkur mína dýpstu samúð, Guð verði með ykkur og veiti ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg.
Álfhildur (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 19:39
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra Ragga mín. Hugur minn er hjá ykkur.
Bergdís Rósantsdóttir, 13.4.2009 kl. 19:46
Orð eru fánýt á svona stundum. Mínar hlýjustu hugsanir elsku Ragga mín og samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar.
Anna Einarsdóttir, 13.4.2009 kl. 19:46
Elsku Ragga mín,ég samhryggist þér innilega. Guð veri með ykkur öllum og styrki
Huld S. Ringsted, 13.4.2009 kl. 20:08
Elsku Ragga mín ég samhryggist þér og fjölskyldu Öldu svo innilega.
34 ár er alltof stutt ævi.ég sendi þér áfram hlýjar hugsanir,og geymi þig í hjarta mínu
Knús á fjölskylduna alla
Anna Margrét Bragadóttir, 13.4.2009 kl. 20:54
get ekkert gert nema að senda þér og fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur
Daggardropinn, 13.4.2009 kl. 21:30
Samhugur, og *RISAKNUS*
Meira get ég ekki sagt núna
Einar Indriðason, 13.4.2009 kl. 21:32
Elsku Ragga mín.
Hugur minn hefur mikið verið hjá ykkur og fjölskyldu Öldu í dag ég áttaði mig á hvað hefði gerst.
Ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur og hugsa til ykkar og Lalla og stelpnana og fjölskyldu Öldu.
Guð geymi Öldu.
Kveðja Heiður Gísli og Börn.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.4.2009 kl. 21:42
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra
Auður Proppé (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 22:21
Innilegar samúðarkveðjur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2009 kl. 23:26
Elsku Ragga, sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi Guð gefa ykkur styrk.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.4.2009 kl. 00:32
Innilegar samúðarkveðjur, til ykkar allra sem nú eiga um sárt að binda.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2009 kl. 00:45
Stórt knús á þig Ragnheiður mín! Ég samhryggist þér og ykkur öllum!
Tiger, 14.4.2009 kl. 00:53
Hólmdís Hjartardóttir, 14.4.2009 kl. 01:39
Æi það er svo fátt hægt að segja.Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 03:39
Elsku besta vina mín, ég samhryggist þér og ykkur af öllu hjarta.
Sendi ljós og kærleik til ykkar.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.4.2009 kl. 15:10
Elsku Ragga, Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra,,,Það er erfitt að upplifa þetta, láttu mig vita það
Erna Friðriksdóttir, 15.4.2009 kl. 02:23
Elsku Ragga, ég samhryggist þér og aðstandendum innilega.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 15.4.2009 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.