9 mars (08) 09
9.3.2009 | 22:38
í morgun þegar við fórum á fætur þá hafði ljósið fokið úr benzanum mínum og hékk eins og úrstungið auga á vírnum.
Nú er verið að panta í hann það sem þarf að skipta um. Einhverjir (í vinnunni minni)voru að bulla um það að hann yrði borgaður út en það er bara bull. Það þarf að toga hann út, gólfið í skottinu er í kúlu. Hann þarf nýjan skotthlera og nýjan stuðara og nýtt ljós, smá slettu af grænni málningu og voilla..tilbúinn aftur.
Nú er ég á leið í bólið og óska öllum friðsællar og góðrar nætur.
Athugasemdir
af hverju 08?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2009 kl. 22:40
08 hvað ?
Ragnheiður , 9.3.2009 kl. 22:44
9.mars (8) 9
Ertu í vafa hvaða ár er góða mín. Bonzó verður eins og nýr eftir viðgerðina, en það væri eftir öllu að tryggingafélagið vilji frekar borga bílinn upp á smánarlegu verði
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 09:33
Þú stendur föst á þínu og lætur gera við Bonzó, ekkert röfl um að borga upp bílinn. Vona að þú sért að jafna þig eftir ákeyrsluna.
Auður Proppé, 10.3.2009 kl. 10:30
Það er ekkert í boði annað en viðgerð, takk elskurnar
Ragnheiður , 10.3.2009 kl. 11:25
Uss.. gangi þér vel með viðgerðir Ragnheiður mín - bæði á bílnum og þér skottið mitt!
Tiger, 10.3.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.