Iss

bara klaufaskapurinn í umferðinni

Steinar þvoði fyrir mig bílinn í dag og ég fór upp á höfða til að sækja hann. Gljáandi glampandi hreinar og mig hlakkaði til að fara að vinna á honum.

En í Ártúnsbrekku hékk ógæfan. Bilaður bíll úti í kanti, sterk sól og menn hægðu mikið á sér. Ég hægði á mér líka og leit í spegilinn, enginn  bíll á eftir mér, ég í góðum málum. En þá kom mikið högg og hávaði og Bonzó hentist áfram. Ég leit aftur í spegilinn og sá húdd, stórt húdd ...Risastórt húdd. Aftan á mig hafði ekið stór RAM pickup, líklega svona þriggja tonna bíll.

Ég fékk mikið högg og hnakkinn á mér slóst í höfuðpúðann, ég sá stjörnur, sólir og blys og varð alveg skelfilega flökurt. Steinar mætti á staðinn, sem betur fer, og löggan og svo einhver tryggingabíll sem sá um myndatökur og skýrslugerð. Svo fórum við, á slysó. Þar hékk ég í 3 tíma og slapp heim með lyfseðil og þann úrskurð að ég væri tognuð í hálsi.

Hér hangi ég

Bíll fer á verkstæði á morgun og ég reyni að setja inn myndir á morgun af áverkum bíls. Ég veit ekki hvort ég verð til nokkurs gagns við að prjóna ....gott að peysan hennar Biddu var farin til síns heima.

Hérna eiga að vera lagaður linkur, held ég...það þarf nokkuð þungt högg til að skemma sterkan benz svona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Ömurlegt að heyra. Vonandi nærðu þér sem fyrst <3

M, 5.3.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æ, ferlegt er að heyra þetta. Ég vona að þú náir þér sem fyrst og sem betur fer ertu í 100% rétti þar sem þetta var aftanákeyrsla. Það að þér skyldi verða flökurt gæti bent til heilahristings svo þú skalt taka það rólega.

Ég er einmitt að fara að keyra niður Ártúnsbrekkuna þegar ég fer heim úr vinnunni á eftir. Best að fara varlega.

Helga Magnúsdóttir, 5.3.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi, þetta var leitt að heyra.  Vona að þú náir þér sem fyrst

Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Elsku vinkona ! 

Anna Einarsdóttir, 5.3.2009 kl. 23:11

5 identicon

Leiðinlegt að heyra þetta, vonandi batnar þér sem fyrst. Bíllinn er aukaatriði þó svo að hann heiti því virðulega nafni Bonzó þó svo að það sé erfitt að hann hafi líka meiðst.

Farðu vel með þig og endilega láttu vera að prjóna í nokkra daga. Þetta högg hefur ekki verið gott fyrir hálsinn eða hnakkann.

Sumir eiga bara ekki að vera undir stýri á bíl, hvað þá 3ja tonna flykki.

Hafðu það sem best í nótt mín kæra.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 00:35

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Tognun í hálsi er slæm, vonandi batnar þér fljótt og vel kæra bloggvinkona. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2009 kl. 01:24

7 identicon

En leiðinlegt að heyra :( Vona að þú jafnir þig fljótt og vel. Varstu búin að heyra hinar sorglegu fréttirnar fréttirnar?

Steinunn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 01:39

8 Smámynd: Auður Proppé

Farðu vel með þig elskan mín, eins gott að ekki fór ver þegar svona risa trukkur skellur aftan á bílinn. 

Auður Proppé, 6.3.2009 kl. 07:21

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

elsku stelpan.....

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 07:29

10 Smámynd: Einar Indriðason

úff, púff.... ég býð upp á strekkingu..... (sem auka pakka).

Og sendi *knús* á þig!

farðu vel með þig, og vonandi lagastu sem best og sem mest og sem fyrst.

Einar Indriðason, 6.3.2009 kl. 07:54

11 identicon

Vona að nóttin hafi verið þolanleg, en eins og segir fyrir ofan fylgstu með öllum einkennum.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:02

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Æ,æ,æ, ekki gott að heyra.  Farðu þér hægt í dag svona högg eru varhugaverð.  Batakveðjur héðan úr sveitinni.

Ía Jóhannsdóttir, 6.3.2009 kl. 10:07

13 Smámynd: Tína

Sjúuu hvað er að heyra!! Ég vona að þú jafnir þig nú flott og vel hjartans vinkona. Láttu dekra við þig eins og enginn væri morgundagurinn.

Vá er eiginlega í hálfgerðu sjokki hérna. Vonandi ertu nú samt búin að jafna þig á áfallinu sem hlýtur að hafa fylgt.

Knús á þig elskan mín og farðu alveg hrikalega vel með þig

Tína, 6.3.2009 kl. 10:11

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég þarf að vera hross til að geta skoðað linkinn þinn ljúfust! Og þó margt megi um mig segja er ég ekki hross ;)

Hann hlýtur að hafa verið á einhverri siglingu þessi Dodge.....

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 10:46

15 Smámynd: Tína

Ætlaði einmitt að tjá mig eins og Hrönn. En slóðinn leiðir mann að stjórnborðinu hjá þér.

Tína, 6.3.2009 kl. 11:02

16 Smámynd: Ragnheiður

já þá farið þið bara í albúmin hehe

Ragnheiður , 6.3.2009 kl. 12:35

17 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Æi þetta var leitt að heyra. Verst að það er ekkert hægt að gera við tognun annað en að vera til friðs og nota heita bakstra. Hann hefur verið illa blindaður þessi

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.3.2009 kl. 13:01

18 Smámynd: Ragnheiður

Steinunn, hvaða aðrar fréttir ?

Ragnheiður , 6.3.2009 kl. 13:17

19 Smámynd: ThoR-E

Vona að þér batni fljótt.

Þú ert náttúrulega í 100% rétti þannig að þau mál eru fín.. en samt... ekki gaman að fá 3tonna pallbíl aftan á sig á fullri ferð.

Bestu kveðjur

Einar yngri

ThoR-E, 6.3.2009 kl. 13:25

20 Smámynd: Ragnheiður

Nei ekki beint varið í það, enda ansi slæm í skrokknum

Ragnheiður , 6.3.2009 kl. 13:28

21 identicon

Æ elsku kerlingin . .

En ef þetta hefur verið stór RAM þá vegur hann yfir 5 tonn :/

Farðu rosalega vel með hálsinn  . . .

Knús Inda

Inda (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 16:36

22 identicon

Guði sé lof að ekki fór verr, Ragga mín! En þetta er nú alveg nógu slæmt, samt.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband