Febrúar að verða búinn
26.2.2009 | 21:15
og mér er alveg skelfilega kalt! Það er eitthvað bilað í ofnunum segir Steinar.
Talandi um Steinar...mér finnst hann alveg óheyrilega skemmtilegur..
Í dag fórum við upp í Álafoss að kaupa lopa.
Á leiðinni fer Álafossbíllinn framúr okkur
Steinar segir ; hann er að spana uppeftir með lopa handa þér gamla mín
Hann kallar mig þetta síðan fréttin kom í rúv um að lopapeysur væru bara prjónaðar af eldri konum.
En áfram með Álafossferðina....
við komum uppeftir og ég tíni til það sem ég ætla að kaupa ..bið Steinar að fara fram í afgreiðsluna og fá hvítan plötulopa..
Hann kemur glottandi til baka og segir að lopinn sé á leiðinni, hann sé nefnilega í bílnum...
Við biðum í smástund og þá kom bíllinn með fullan bíl af allskonar lopa.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Ég er byrjuð á peysu fyrir hana Biddu og á nokkrar peysur sem ég á eftir að þvo og mynda. Þetta kemur inn seinna.
Ég man ekki meira....
Takk fyrir innlegg hér að neðan
Athugasemdir
Vá, bara Formula 1 í lopakaupunum.
Helga Magnúsdóttir, 26.2.2009 kl. 23:54
Það er búið að vera skítkalt undanfarið. Verst að þú myndir ekki vilja Kiddukakó en það er besta hlýjunarmeðal forever.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 09:52
Dugnaðarkona ert þú Ragga mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.2.2009 kl. 11:01
Falleg lopapeysa er með því æðislegra sem ég klæðist. Er hægt að sjá myndir af þínum peysum vinkona? Þegar ég fæ aftur fyrra þrek þá er aldrei að vita nema ég setjist niður og geri tilraun með að prjóna eins og eina peysu
En satt segir þú að Steinar sé skemmtilegur. Fyndið þegar hittist svona á að ætla að stríða en hitta svo naglann á höfuðið.
Knús á þig elskan mín
Tína, 27.2.2009 kl. 11:01
Gætir þú ekki fengið "heimsendingarþjónustu"?
knús í bæinn þinn kveikti ljós hjá Himma til að hlýja þér
Sigrún Óskars, 27.2.2009 kl. 16:33
Hahaha, þeir vita það greiniega þarna á Álafossi að henni Biddu bráðliggur á þessari peysu
Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.2.2009 kl. 18:42
Haha Bidda mín, ég er búin með bolinn á henni og alveg á spani að klára hana
Sigrún mín ; knús og takk fyrir að setja Himmaljós, það er fátt sem gleður mig meira en kertasíðan hans
Ragnheiður , 27.2.2009 kl. 20:09
Þú ert ótrúlega snögg að prjóna þessar flottu peysur
Það er búið að vera ógeðslega kalt undanfarið,maður er hreinlega alltaf skjálfandi
Eigðu góða helgi Ragga mín
Anna Margrét Bragadóttir, 27.2.2009 kl. 23:36
Álafoss sagan er æðisleg
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2009 kl. 01:03
Steinar prakkari! (Hvað er þetta með okkur St.Einara?) (Og ég er að sjálfsögðu dýrlingur líka, páfinn á bara eftir að samþykkja mig.....)
Góða helgi :-)
Einar Indriðason, 28.2.2009 kl. 08:21
Haha .. sko Ragnheiður .. það er spurning um hvort þú þurfir ekki að fara að kenna kallinum að stíga fastar á bensíngjöfina sko - sko þegar stórir lopapeysufluttningabílar eru farnir að taka framúr manni þá verður maður bara að koma sér uppúr bakkgírnum og fara í allavega annann!
Knús á þig elskulegust og hafðu ljúfa helgina!
Tiger, 28.2.2009 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.