Hlustað í gegnum heiftina

og það var sko ekki einfalt mál. Mér hefur tekist á undanförnum mánuðum að ávinna mér mikið óþol gagnvart Davíð Oddssyni og mörgum, mörgum fleirum.

Í kvöld kom D.O. í Kastljósið til Sigmars.

Margt athyglisvert kom fram þegar mér tókst að hlusta í gegnum heiftina og reiðina. Mig grunaði að stórfelldir fjármagnsflutningar hefðu orðið til þess að á okkur var skellt hryðjuverkalögum. Davíð studdi það. Það er langt síðan ég orðaði það hér á blogginu.

Davíð kom mér fyrir sjónir sem reiður maður, særður og ögn bitur. Hann náði að ýfa á mér fjaðrirnar þegar hann greip til hrokans. Ég þoli hvorki hann né Geir Haarde þegar þeir taka upp þennan helvítis hroka, útúrsnúninga og sjálfsupphafningu.

Þið með Davíðsóþolið, hlustið aftur á manninn og hlustið í gegnum heiftina.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Hér komu "bræður" í mat. Siggi kom með Hjalta og Anítu með sér í baunasúpu og svo kom bollukvöld þegar pláss var orðið í mögunum. Hjalti hefur svo góða nærveru, mér finnst frábært að umgangast hann. Aníta er kyrfilega hluti af okkur hérna og er frábær persóna, yndisleg stúlka. Ég er heppin með þau. Hjalti labbaði með mér með þennan blinda. Þegar við komum til baka þá heilsaði Lappi Hjalta með virktum í forstofunni. Hafði greinilega ekkert áttað sig á að hann var með alla leiðina. En við Hjalti spjölluðum saman þegar rokið leyfði. Ég sagði honum frá draumi, í grunn sá sami og áður, hann kannaðist við slíkan draum og skildi pirring minn yfir þessu. Það er þegar mig dreymir að Himmi sé lifandi, þetta hafi bara verið stór misskilningur. Ég ætla ekki að reyna að segja ykkur hversu sárt er að vakna eftir slíkan draum.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

verð að hætta..kisi truflar og ég er mest á feisbúkk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 25.2.2009 kl. 21:49

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég þoli heldur ekki hroka.

En baunasúpu þoli ég vel.... snæddi hana í kvöldmat í gær, í miðnætursnarl í gær og aftur í hádeginu í dag.  Ég er að verða baunasúpa ! 

Bestu kveðjur til þín. 

Anna Einarsdóttir, 25.2.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband