Jæja

Upp er runninn konudagur.

Viltu blóm ? sagði minn elskulegi kall þegar hann ók mér heim undir morgun.

Nei nei ég vil bara knús sagði ég grútsyfjuð.

Þegar ég vaknaði þá stóð glaðlegur kall í eldhúsinu og bauð upp á knús.

Hann sagði ásakandi ; þú fékkst ekki knúsið!

Helgin hefur farið í þetta, endalausa vinnu og mikið að gera. Törnin byrjaði á fimmtudaginn og lauk í morgun, ég er fegin.

Við settum á bollur áðan og fengum okkur svoleiðis. Ég er farin að færa þennan bolludag yfir á sunnudaginn.

Við löbbuðum í gær með hundana og fundum 4 flöskur, við löbbuðum sömu leið í dag og fundum fimm flöskur hehe. Þær vaxa þarna bara.

Ég hafði nokkrar áhyggjur af kertasíðunni hans Himma, einhverra hluta vegna og fól Tiger vini mínum að passa hana fyrir mig. Tiger er hlýjastur allra og sá vel um sitt hlutverk. Mér þykir voða vænt um kertasíðuna og á erfitt með að sjá af henni. Hún var stofnuð í ágúst 07 og lifir enn með aðstoð ykkar, minna kæru lesenda.

Nú er ég farin að gera eitthvað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk þennan fína blómvönd í gærkvöldi.Ég kveiki alltaf á kerti þegar ég kem í heimsókn.Faðm á Kela og Lappa og þig auðvitað.Reyklaus?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

ég fekk líka knús frá mínum heitelskaða  ég kveikti á kerti hjá himma þínum .knús og kram þín Gunna

Guðrún unnur þórsdóttir, 22.2.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Auður Proppé

Skil vel að þú ert fegin að törnin er búin. Æ, það er svo gott að fá bara eitt gott risa knús á konudaginn, annars fór húsbandið út rétt áðan voða laumulegur.  Eina sem ég sagði er að ég vill ekki blóm takk  

Auðvitað höldum við kertasíðunni hans Himma gangandi, það er svo yndislegt að kveikja þar á kerti og eiga nokkrar mínútur og hugsa um fallegan dreng.  

Auður Proppé, 22.2.2009 kl. 16:49

4 Smámynd: Ragnheiður

Birna ;reyklaus :D

Takk Gunna mín og Auður

Ragnheiður , 22.2.2009 kl. 16:56

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur..:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.2.2009 kl. 19:28

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með daginn Ragga mín

Huld S. Ringsted, 22.2.2009 kl. 19:42

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.2.2009 kl. 01:30

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í góðan og bjartan dag

Ía Jóhannsdóttir, 23.2.2009 kl. 09:51

9 identicon

Til hamingju með daginn í gær, ég vildi bara kók og knús. Og fékk auðvitað óskina mína uppfyllta

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 10:43

10 Smámynd: Tiger

 Já Ragnheiður mín, stundum er óhemju mikið að gera hjá okkur og stundum sér maður varla út fyrir syfju, þreytu og bara elli haha ..  

Knús eru oft betri en blóm - þó blóm séu nú oft yndislega gleðjandi líka - ég gef blóm af og til, ekki bara á tyllidögum sko. Knúsin gef ég mörgum sinnum á dag sko! Þau eru ókeypis og það kostar lítið átak að afhenda þau - bara hlaupa að manneskjunni - kreista hana og kremja - og leyfa henni svo að hlaupa öskrandi í burtu ... *smile*.

Auðvitað reynum við öll að gæta síðunnar hans Hilmars - hún er orðin partur af manni og það mun ekki breytast á meðan maður mögulega getur haldið henni við. Knús á þig elskulegust og hafðu það gott í bollum í allan dag!

Tiger, 23.2.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband