Þið sem eruð með flensu
12.2.2009 | 12:56
og langar til að halda sambandi við hana eftir að ykkur batnar, þið getið sent henni bréf á heimilisfangið mitt. Ég skal lesa fyrir hana.
En að öllu gamni slepptu þá held ég að flensan sé flutt inn hjá mér, endanlega. Þetta er ekkert að lagast og þó, hóstinn er að minnka.
Ég hef líka hóstað á mig herðakistil. Ég fékk mikinn hálsríg fljótlega þegar flensan skellti mér. Ég gat ekki snúið hausnum og bara asnaleg. Svo var ég að kvarta við Steinar (þið skiljið núna afhverju hann býr í vinnunni LOL ) og strauk yfir öxlina og þá var stór kúla á öxlinni. Ég botna nú ekki í þessu.
En þetta hlýtur að lagast, einhverntímann.
Hætt að pæla í þessu, fer að snýta mér
Athugasemdir
Hér ríkir flensan endalausa. Kannski er mín systir þinnar?
Láttu þér batna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2009 kl. 13:45
Hmm? síðum lokað? Alveg farið fram hjá mér. Enda er ég afkastamikill blogg-lesari... eða þannig.
Hvaða síður, og hvers vegna?
En, já... flensan. Ullabjakk flensa! Hentu henni út, og sparkaðu í hana! Sigaðu henni út á útsjó, eða... jafnvel kannski á pólitíkusa og seðlabankastjóra?
Einar Indriðason, 12.2.2009 kl. 14:34
hehehe "halda sambandi við flensuna" kona..........
Hrönn Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 15:58
Jenný þær eru allavega frænkur !
Einar, það er ekkert varið í að spá í þetta bloggvesen, ég er búin að reyna að skutla kvikindinu út en hún fer ekkert. Stendur bara geðvond út í garði þar til ég opna næst. Ekki sendi ég hana á nágrannana ? Það gengur ekki, á góða nágranna.
Hrönn : ég er sko bestasti vinur hennar
Ragnheiður , 12.2.2009 kl. 16:08
Láttu þér batna.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.2.2009 kl. 17:19
Ég er vizz um það þezzi flenza smitast með bloggi.
Nú nem ég smitberana greinilegar.
Steingrímur Helgason, 12.2.2009 kl. 19:03
Ég má nú ekki við frú flensu núna, lá í desember og verð að vera frísk til að komast á hælið. Farðu extra vel með þig
Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 20:19
Allir hjá mér hafa losnað við flensuna enn sem komið er, 7 9 13, ekki einu sinni kötturinn hefur hóstað.
Helga Magnúsdóttir, 12.2.2009 kl. 20:23
Segi eins og Helga 7-9-13 hef ekki fengið þessa flensu. Vona bara að flensan þín hunskist út á sjó og það fljótlega
Það er einmitt búið að loka á eina bloggvinkonu mína
Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 21:48
prentaðu flensuna út, settu í umslag, og sendu sem ábyrgðarpóst til Hr.Seðlabankastjóri. Skrifaðu "frá aðdáenda". Ef við erum heppin, þá fer flensan.
Bloggið já.... fyrr eða síðar dett ég af bloggamogginu. (kominn bloggleiði í mig að einhverju leyti (hvort sem það er moggabloggsleiði, eða bloggleiði yfirhöfuð).)
Einar Indriðason, 13.2.2009 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.