Búin að finna mér

alveg nýja skemmtidagskrá í sjónvarpinu og ekki átti ég alveg von á því. Ég hef eytt sl klukkustund í að að horfa á alþingi, sjá þingmenn sjálfstæðisflokks reyna að fóta sig í stjórnarandstöðu. Það er ansi fyndið, ég sé fyrir mér kengsúr vínber ofan í kokinu á þeim.

Mæli með þessu sem dægrastyttingu og þetta hentar mér vel, ég er hundlasin og er heima og sit bara hér undir teppi og prjóna.

Ég er búin að ákveða tímamót þann 13 febrúar næstkomandi, meira um það síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Af hverju ertu alltaf að koma með einhver leyndarmál?

Segja.  Ég þoli ekki svona, langar að hrista þig vúman.

ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Einar Indriðason

Ég giska á ... Bein útsending frá Alþingi....

(Sér rás fyrir það á Breiðvarpinu, og sjónvarpi símans yfir ADSL)

Einar Indriðason, 4.2.2009 kl. 16:05

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég giska á ..... að þú tilkynnir þá framboð þitt. 

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Auður Proppé

Þú ætlar að hætta að prjóna með tannstönglum?   Láttu þér batna vinkona

Auður Proppé, 4.2.2009 kl. 16:25

5 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

hmmm.....tímamót þann 13 feb....*hugsi* *hugs* ætlarðu þá kannski að skipta um tug???? eða??? jæja ok ég verð bara að bíða eftir þeirri færslu og bíð spennt...

Láttu þér þér batna og farðu vel með þig.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er örugglega gaman að sjá Sjallana loksins í stjórnarandstöðu og þótt fyrr hefði verið. Nú bíð ég bara spennt eftir 13. febrúar.

Helga Magnúsdóttir, 4.2.2009 kl. 18:39

7 Smámynd: .

Var úr gulli þetta dót sem var sett í grámann greyið honum til heilsubótar......

., 4.2.2009 kl. 20:34

8 Smámynd: Ragnheiður

nei nei Halla mín, bara eitthvað álíka járnadrasl og hann er úr sjálfur..

Ragnheiður , 4.2.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband