Kosningar boðaðar en
23.1.2009 | 12:43
blendnar tilfinningar. Það skyggir heilmikið á gleðina að komast að veikindum Geirs Haarde. Ég vakti mótmælandann og sagði honum fyrst að það yrði kosið 9 maí. Það kom eitthvað sigurvímutaut undan sænginni. Svo sagði ég honum frá veikindum Geirs, hann reis upp og horfði á mig, ég sá í augunum að þetta var ekki eitthvað sem hann hefði óskað sér.
Við Bjössi höfum misst okkar fólk úr slíkum veikindum og þess óskum við engum og þá meinum við engum.
Af þessu tilefni viljum við koma á framfæri ósk okkar um að Geir H. Haarde batni að fullu svo hann megi eiga áfram ánægjustundir með sinni fjölskyldu.
Athugasemdir
Sammála þér elsku Ragga, þetta voru vondar fréttir. Hafðu góða helgi og við vonum það besta fyrir land og þjóð. Geir og hans fólk á alla mína samúð.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 12:50
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 13:20
Ía Jóhannsdóttir, 23.1.2009 kl. 14:28
Þetta eru sorgarfréttir,vonandi nær hann fullum bata.
Anna Margrét Bragadóttir, 23.1.2009 kl. 15:58
Ég er svo innilega sammála þér Ragga mín
Auður Proppé, 23.1.2009 kl. 21:01
Huld S. Ringsted, 23.1.2009 kl. 21:54
Vitaskuld er það leitt að Geir skuli vera svona veikur.
Mér finnst að þau eigi bæði að stíga skref til baka. Segja af sér. Slíta stjórnarsamstarfi og einbeita sér að því að ná heilsu á ný!
Heilsan er dýrmæt.
Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 22:27
Samúðin með Geir og Ingibjörgu má samt ekki skyggja á mótmælin, lifi eldhúsáhaldabyltingin.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.