Blöðin lesin með hryllingi þennan morguninn
22.1.2009 | 11:10
Fólk kastaði gangstéttarhellum að lögreglunni. Ég var hinsvegar ekki á staðnum og vísa ykkur áfram á www.skessa.blog.is . Hún var þarna og veit hvað var í gangi. Hún hefur staðið friðsama mótmælavakt og það er henni að þakka ásamt fleirum friðsömum mótmælendum að breytingar virðast vera í farvatninu, sem betur fer.
Dagurinn hér byrjaði hinsvegar á morði. Við myrtum ekki lögreglumann né mótmælanda. Músarræfillinn var kominn á límborðann og henni var fyrirkomið snyrtilega, en ekki með neinu nema óbragði í munni. Við erum ekki morðóð hér. Líkinu var skutlað í tunnuna og ruslakallar komu stundvíslega hálftíma síðar og fjarlægðu glæpinn.
Athugasemdir
Til hamingju með þetta. Kisa mun vonandi sjá til þess að ekki komi fleiri óvelkomnir gestir í húsið.
Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 11:14
Jæks! Ef það er eitthvað ógeðslegra en mús í húsi þá er það dauð mús í húsi.....
Til lukku með að vera laus við músarskömmina.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 11:17
Fékk svona heimsókn í fyrra en hundurinn fann hana þar sem hún hékk aftan á borðstofuskápnum. Jessús, langar ekkert í svona heimsókn aftur.
Ía Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 12:13
Þá er músarræfillinn allur. Það hlýtur að vera fagnaðarefni á heimilinu, ég vona að Trítla myndi afgreiða málið ef við fengjum svona gest.
Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 12:28
Ég er ekki svo heppin Helga, þessi var lítil og svört. Það er greinilega greið leið inn fyrir mýs hjá mér og við því verður brugðist í sumar. Þær komast greinilega upp með klæðningunni og inn í gamla þvottahúsið.
Rats !
Ragnheiður , 22.1.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.