Pollýanna sett í vinnu

Í gærkvöldi var ég ein heima, ein með hvuttum og mögulega mýslu þó að ég sæi hana hvergi í gær. Ég fann mér ekkert að horfa á og fékk eitthvað ofnæmisvesen í augun þannig að ég sá ekkert og varð að setja á mig kaldan bakstur. Þar með datt uppfyrir allur prjónaskapur og sjónvarpið mitt eina haldreipi. Ég fletti fram og til baka á flestum rásum og fann ekkert til að horfa á þannig að ég endaði á undankeppni Eurovision, nær dauða en lífi af einskærum leiðindum. Gott og vel, ég kíkti á það framundan bakstrinum og fannst lögin alveg skelfing...horfði líka síðast og hefði viljað öll fjögur lögin þar inn í staðinn fyrir þessa hörmung líka.

Mér tókst að skríða í bælið á skikkanlegum tíma og steinsvaf alla nóttina.

Í morgunbirtunni leit þetta betur út og ég fór í vinnuna. Eftir smáumhugsun varð ég rosalega glöð yfir leiðindum mínum kvöldið áður. Það er þvílíkur munur að geta þó amk leiðst. Ég hef setið, stjörf með tóm augu yfir sjónvarpinu, lömuð innra með mér af sorg, ekkert komist að nema Himmi minn, ég hef ekki skynjað neitt í kringum mig og hef bara einfaldlega ekki verið með í neinu. Í þau skipti sem bráð hefur af mér þá hef ég skrifað það sem ég sá í þokunni hingað inn...

Þannig að ég þakka fyrir að hafa getað leiðst.

Ég heyrði í bloggvinkonu í dag, það er snilld að geta tengt rödd við bloggarann. Ekki það að við höfum spjallað neitt lengi saman, þá hefði hún orðið of sein í vinnuna og allt farið í kerfi..

Haukur frændi þvoði fyrir mig 2 Benza í dag og það er þvílíkur munur ...ég hef bara sjaldan séð Steinar eins glaðan og í dag þegar ég renndi heim í hlað á hreinum Benz. Hann var nokkuð viss um að hafa sent mig á kolskítugum bíl í vinnuna í morgun. Hann gekk framhjá forstofunni og leit til hliðar, stoppaði og velti þessu fyrir sér, fór svo alveg fram í forstofuna og skyggndist út um gluggann. Þá kom þetta geislandi bros. Það hvarf ekki einu sinni þegar ég sagði honum að hann þyrfti að gauka smá aurum að frænda fyrir þetta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það getur verið lúxus að láta sér leiðast þegar enn þyngri hugsanir eru á bak við tjöldin. Gaman að heyra í þér í dag.

Helga Magnúsdóttir, 18.1.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 18.1.2009 kl. 18:47

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 18.1.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Brattur

... það er svo gaman að gleðja aðra... maður fær svo mikið út úr því sjálfur

Brattur, 18.1.2009 kl. 19:32

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.1.2009 kl. 21:35

6 identicon

 fyrir þig og Hilmar þinn!

Líði þér sem best, Ragga mín.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:28

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heppin líka að fá ofnæmi í augun verandi ein heima.... þá hefðirðu ekki séð músina þó hún hefði trítlað yfir gólfið fyrir framan þig ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 22:32

8 Smámynd: Ragnheiður

Hehe Hrönn, músin hefði þurft að stytta sér leið yfir nefið á mér ef ég hefði átt að sjá hana meðan ofnæmið hjaðnaði

Ragnheiður , 18.1.2009 kl. 23:27

9 Smámynd: Einar Indriðason

Ég er farinn að sjá fyrir mér þætti með Tomma og Jenna!

það endar með því að þið temjið músina til að borða ost, þegar þið hugsið um ost.  Að vísu... virðist þið þá hugsa ansi mikið um ost... því mýsla er dugleg að borða ost....

Einar Indriðason, 19.1.2009 kl. 00:39

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.1.2009 kl. 00:42

11 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 19.1.2009 kl. 06:04

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þessi mús fer að teljast ein af fjölskyldumeðlimunum

eigðu góðan dag

Huld S. Ringsted, 19.1.2009 kl. 07:43

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ragga mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2009 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband