snilldaráætlanir
10.1.2009 | 13:38
fara orðið oftast í vaskinn. Ég ætlaði að "krepputækla" þessa helgina en nei...lasin og treysti mér ekki til neins.
Ég ætlaði að vera búin að máta músina með gáfum mínum en nei....hún er klárari en ég ! hversu ömurlegt er það ? Og hún faldi sig bakvið það allra heilagasta á heimilinu..skápinn hans Himma míns. Í honum geymi ég myndir af Himma, gjafir og kort sem bárust okkur eftir andlát hans. Skápinn festum við við vegginn og það er ekkert hlaupið að því að komast bakvið hann.
Janúar hefur alltaf verið sá mánuður sem mér leiðist mest, hann er dimmur og hann er langur og ekkert skemmtilegt í augsýn. Svo kemur febrúar...hann er stuttur. Næsti er mars og þá eiga tvö barna minna afmæli og þá fer að styttast í vorið, sólina og sumarið.
Vinnustaðurinn minn er farinn að líkjast ættarmóti. Systa er farin að vinna þar líka, Solla og Jón eru þar sumar helgar og nú bættist nýjasti fjölskyldumeðlimurinn við, Siggi hans Steinars tók frumraun sína í akstrinum s.l. nótt. Amma passaði Libbu á meðan. Tíkinni finnst gaman að vera hérna, hún hittir þá vini sína Lappa og Kela og rökræðir við ömmu sína. Hún er ræðnasti hundur sem ég þekki hehe.
Ég hef verið að skreppa í heimsóknir niður á Landsspítala og hugleitt þegar ég geng upp á stofu sjúklingsins sparnaðaraðgerðir ráðherrans. Nú rukkar hann fyrir innlagnir. Mér sýnist að hann eigi ekkert eftir en að láta einhvern rukka heimsóknargesti um pening í hvert sinn sem einhver er heimsóttur. Það er nákvæmlega ekkert heilagt í þessu heilbrigðiskerfi ...
Mynd Halldórs í mogganum í dag er ljómandi. Fyrst skoðaði ég þessar myndir hálffúl, saknaði Sigmunds en Halldór teiknari er alveg ljómandi góður.
Lára Hanna skrifar ágætan pistil á síðuna sína og brýnir fólk til að mæta á mótmælafundina. Það er spurning hvort það skilar betri mætingu. Ég mun ekki hvetja fólk til að mæta fyrr en ég mæti sjálf, mér finnst svo álappalegt að ætlast til að aðrir mæti en ekki maður sjálfur.
Ég er ósátt við margt í þessu þjóðfélagi. Ég sé samt svosem engan tilgang með að pikka það hér inn á bloggsíðuna mína. Ég er Vog og þjáist af valkvíða og er ekki enn búin að finna alveg minn farveg í þessum málum. Það vill til að ég hef tíma, það er eina sem ég hef nóg af...eða þannig.
Til hvers er þetta líf ? Maður brasar við að eignast eitthvað drasl og eyðir æfinni í að borga það. Til hvers ? það er ekki eins og maður sé eilífur eða taki dótið með mér yfir hinumegin....til hvers er maður að berjast við þetta? Það eina sem ég sé í framtíð minni er að ég verð sett niður við hliðina á Himmanum mínum - í svolítilli brekku í Grafarvogskirkjugarði. Það er eina planið sem ég veit um og ég er sátt við það.
Ég sakna vinar míns Tigercoppers...
Athugasemdir
Við liggjum þá saman í flensuskratta Ragga mín....en þú hefur þó hundana til að spjalla við
Vona að þú vinnir þetta "taugastríð" við músargreyið. Þarna hlýtur málshátturinn; "margur er klár, þótt hann sé smár" að vera upprunnin
Við munum eiga fullt af "fulltrúum" á mótmælunum í dag þótt við komumst ekki og fyrir það er ég þakklát
Sigrún Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 13:58
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 15:11
Ég er að spá í hvort það sé ekki eitthvað meira á bakvið þessa músarheimsókn, einhver sem stjórnar því? vona að þér batni fljótt. Kærleikskveðja til þín elskan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 15:21
Þú segir bara til ef þú vilt fá Ljónið í heimsókn Ragga mín
Já þetta með mótmælin, held að þessi friðsömu hafi því miður ekkert gagn eða í það minnsta lítil.
Pistillinn hennar Láru Hönnu var sterkur og ég tók hann til mín.
Hérna er svo linkur ef einhver hefur áhuga: http://www.heimilin.is/petition/index.php
Vona að heilsan skáni um helgina, áður en grilljón stiga frostið kemur
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:10
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.1.2009 kl. 20:22
Ragga mín er þetta kom fyrir hjá mér, þær voru 5 st. þá var mér ráðlagt að setja spægipylsu í gildru þær eru vitlausar í það sem lyktar svona sterkt.
Skal segja þér annað Dóttir mín fékk inn til sín eina og hún gróf sig inn í stofuskápinn hennar og hún skildi nú ekkert í því þannig að þær eru til als vísar.
Ég sakna hans líka, Tigers.
Ljós til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2009 kl. 21:08
Já. Mús er nú bara mús og þarf að koma úr húsi eins fljótt og auðið er áður en hún nagar sig í gegnum allt!!
Gangi þér vel að losna við hana og ég kem í heimsókn um leið og hún er farin ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 21:31
Bíddu, bíddu, Ásdís heldurðu að einhver sé að planta músum hjá henni Röggu af eintómri illkvittni? Því trúi ég ekki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 21:40
Knús á þig elskulegust og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:03
Hehe já ég held nú að þær komi af sjálfsdáðum greyin, inn úr kuldanum og þess vegna er það bjargföst skoðun mín að veturinn verði nokkuð kaldur og þungur.
Þær hefði alveg komist inn í fyrravetur en gerðu það ekki.
Knús á þig Linda mín til baka
Ragnheiður , 10.1.2009 kl. 22:34
Himma skáp nei það má ekki..er bara að spá hvað er með þessar mýs hjá þér þú ert örugglega búin að ylja þeim nóg í vertur...uss ég væri hlaupin á brott af mínu heimili ef ég væri með þær svo lengi.
En knús til þín er búin að hugsa til þín um helgina þarf að slá til þín í síma geri það fljótlega.
Knús til ykkar Heiður
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.1.2009 kl. 23:25
Afi minn var líka vog og það er gott merki. Hún vinkona mín í Berlin sem er 104 ára á sama afmælisdag og afi, þau eru þó ekki líkir persónuleikar. En ég met vogir mikils. Janúar er mér kær mánuður. Þá fer að birta og eftir miðjan mánuð er birtan sérstök., Kannski finnst mér þetta af því að ég er fædd eftir miðjan janúar. þá sá ég dagsins ljós fyrst.
Ragga þrátt fyrir áföll af kreppunni erum við sérstök þjóð og ég held við stöndum saman. Já, það er margt sem okkur líkar ekki. En ég held að við höfum það í gegn.
Og svo ég vildi gjarnan sjá þennan ræðna hund.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.1.2009 kl. 00:38
Ég get lánað þér kisu, þær eru góðar í músaveiðum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.1.2009 kl. 00:47
Hmm.... ég er með uppástungu.... Ef Hrönn mætir ekki nema músin sé farin. Þá teygjum við lógikina örlítið, þú færð Hrönn á svæðið, og músin hlýtur að fara? Hmm... ekki?
Dem... Hvað skal þá til ráða? Er þetta bara ein mús? Hvar kemst hún inn? Kemst hún út, en ekki inn?
Annars er ég með uppástungu ef þér leiðist.......
Þú færð þér veiðistöng. Góðan og þægilegan stól. Krækir ostbita á öngulinn, og svo situr þú þolinmóð og dorgar fyrir mús, í stofunni.
Hmm? Góð uppástunga?
(Nei, ok... ég er hættur í bili :-)
En gangi þér vel að finna músina, og losna við hana.
Og ekki láta þér verða kalt!
Einar Indriðason, 11.1.2009 kl. 01:22
híhí Einar! Músum þykir nefnilega, eins og öðrum, vænt um mig Músum finnst ostur hinsvegar ekkert góður. Mýs eru hrifnari af súkkulaði en osti! Þannig að ég ráðlegg Röggu að setja súkkulaði á öngulinn, setjast í þægilegt sæti og borða afganginn af súkkulaðinu sjálf
Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2009 kl. 10:19
Ég hef bara séð mýs fyrir utan hjá mér - sem betur fer koma þær ekki inn. Kannski er bara hugmynd að fá sér kött.
Farðu vel með þig, þú ert svo dýrmæt gefur svo mikið hér á blogginu.
Sigrún Óskars, 11.1.2009 kl. 10:36
Vona að þér batni fljótt :) Já skil vel að þú sért bara með valkvíða . það er af svo mörgu að taka til að blogga um, er sammála þér að það kæmi manni ekki á óvært þó maður yrðu rukkaður fyrir að heimsækja sjúklinga á sjúkrahúsin.
Er að hugsa , maður er ekki rukkaður fyrir að fara í kirkju ( það er af því að oft eru messurnar með örfáum hræðum og prestar vilja fá fleira fólk) ef það væri alltaf sútfull kirkja , þá yrði farið að rukka í messur, er viss um það. Bara svona að pæla.... Bestu kveðjur í bæinn til þín...........Ég er farin að bíða eftir að' Janúar klárist pg 18 febrúar komi :)
Erna Friðriksdóttir, 11.1.2009 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.