þrettándinn 2009

og ég ætla ekki að stressa mig á að taka niður jólin, tréð fer bara niður einhvern næstu daga en eitthvað af ljósunum fær bara að vera áfram uppi við.

En það sem ég ætlaði mér að skrifa um var allt annað.

Ég sat í vinnunni í gær og horfði á kvöldfréttir. Sýndar voru myndir frá Gaza. Foreldrar með látin börn sín, hræðileg sorg og örvænting. Ég varð svo reið að ég missti eiginlega alveg málið, að þetta skuli vera látið viðgangast. Þjóðarmorð í beinni augsýn alþjóðasamfélagsins ! Enn og aftur...Þeir ráðast á skóla, þeir skjóta sína eigin menn í misgripum, þeir eru í raun að skjóta á allt sem hreyfist !!!

Þetta er alveg hörmulegt.

Svo kom eitthvað kjaftæði úr hvíta húsinu...eitthvað væl um að Ísraelar ættu að gæta hófs ...bla bla bla...Sko þessi Gazaströnd er bara mjó ræma, með öllum landamærum lokuðum og hvert á þá að flýja ?

Þvílíkt og annað eins rugl.

Ég geri mér alveg grein fyrir að hér á Íslandi eigum við í miklum erfiðleikum. Á mínu heimili er sagt hvern mánuð um leið og næst að greiða reikningana...einn mánuður enn, einn mánuður enn...og svo reynum við að klóra saman aura í næsta gjalddaga.

Á Gaza bíða þeir hinsvegar eftir matargjöfum sameinuðu þjóðanna, þær koma auðvitað ekki við þessar aðstæður. Fólkið er svangt, hrakið og núna á að sprengja það í tætlur. Þið hafið séð myndir af þessum fallegu börnum ? Stóreygð með fallega brún augu...Það var áberandi í kvöldfréttum í gær að þessi sem voru undir læknishendi særð, þau skældu ekki einusinni. Þau horfðu bara með stóru augunum sínum og sögðu ekki neitt. Fólk kom gangandi inn í anddyri sjúkrahúsanna með látin börn sín, fólkið svo slegið að það grét ekki heldur. Úti fyrir vældu sjúkrabílar og einhverskonar viðvörunarflautur....

Í dag kveiki ég ljós fyrir íbúana á Gaza.

Candlelight-497144


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æjá - þetta er skelfilegt! Ég ætla líka að kveikja ljós fyrir íbúa á Gaza.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2009 kl. 12:24

2 identicon

Hm, kveikti ekkert á því að 6.janúar væri þrettándinn líka.

Þegar eldri strákurinn minn fæddist var hann, með skarð í vör og góm, þá huggaði maður sig við að við gætum verið þakklát fyrir þennan fæðingagalla en ekki eins og hjá mörgum sem voru með honum á vökudeildinni.

Við getum þakkað fyrir að þó svo að við höfum það slæmt á næstu mánuðum og árum að við munum aldrei hafa það eins slæmt og fólkið á Gaza.

Ég ætla að kveikja á kerti fyrir fólkið á Gaza.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2009 kl. 13:25

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ástandið er skelfilegt.... og ég ætla alveg að láta það vera að sýna ykkur myndband sem ég var að fá sent!

Ég var farin að skæla hástöfum áður en það var hálfnað... og ég er ekki þekkt fyrir að vera væluskjóða.
Viss um að ég verð með martraðir næstu nætur.

Heiða B. Heiðars, 6.1.2009 kl. 14:27

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er vægast sagt ömurlegt ástand.

Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 15:55

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er svo sorglegt að maður á eiginlega ekki til orð

Sigrún Óskars, 6.1.2009 kl. 16:26

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er eiginlega of vont til að maður geti hugsað það til enda.    Þótt Ísraelsmenn eigi eitthvað sökótt við Hamas, er með öllu óréttlætanlegt að þeir taki það út á heilli þjóð.  Ég botna ekkert í þessu svokallaða alþjóðasamfélagi sem þykist ekki leyfa þjóðarmorð en gerir ekkert nú.  Er umhyggja fyrir náunganum fyrirbæri sem hefur liðið undir lok, eða hvað ?

Anna Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 17:09

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér finnst þetta líka alveg hræðilegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.1.2009 kl. 20:13

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er ekki heldur að ganga frá ljósunum nú en með Gasa er hræðileg.

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.1.2009 kl. 21:54

10 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

já þetta er meira en skelfilegt. Að hugsa sér að maður sitji og barmi sér yfir smá auraleysi og atvinnuleysi hjá okkur á íslandi á meðan menn ganga um og drepa saklaus smábörn annars staðar á kúlunni sem við búum á. Ég er virkileg slegi eftir að hafa horft á Kastljósið og hef kannski bara mjög gott af því.  Að horfa á þessu litlu börn sem ekki einu sinni grétu yfir sársaukanum heldur horfðu bara tómum augum út í loftið.

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 6.1.2009 kl. 22:43

11 Smámynd: Ragnheiður

Það var hræðilegt að horfa á þessi tómu augnaráð...ég gæti öskrað og ég er alls ekki sú týpa

Kíkið á www.skessa.blog.is

Sendið email, reynum reynum að gera eitthvað

Ragnheiður , 6.1.2009 kl. 23:00

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað á stjórnin að fordæma Ísraelsmenn fyrir þjóðarmorð. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2009 kl. 01:20

13 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Sæl vinkona. Vildi bara láta vita af mér, er ekki nógu dugleg að kommenta hjá öðrum. En ég var að hugsa, hvort þú og Margrét ættuð ekki að hittast. Hún var að tala um það um daginn að hún hefði ekki getað komist almennilega yfir sorgina vegna Himma, því henni vantar einhvern til að tala við sem þekkti hann.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 7.1.2009 kl. 12:26

14 Smámynd: Ragnheiður

Já Margrét má alveg koma og hitta mig þegar hún vill...það er ekkert mál.

Ragnheiður , 7.1.2009 kl. 12:40

15 Smámynd: Hulla Dan

Ég er þegar búin að bæta við kerti.

Hulla Dan, 8.1.2009 kl. 08:36

16 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl vinkona, er svo sammála þér með allt sem að þú ritar hér að ofan,,,,, jólatréið mitt er enn í fullum ljóma, hvað þá annað jólaskraut ...........

en þessar hörmungar á Gasa svæðinu,,,,,,,,,,, hvað er að heiminum ????      Og svo er maður með kvíðahnút yfir næsta reikning af því að ég tel að Ríkisstjórnin sé bara sofandi enþá ......... fyrir utan Jóhönnu Sigurðard.......

Bestu kveðjur á þig

Erna Friðriksdóttir, 8.1.2009 kl. 11:33

17 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég er stein hætt að hlusta á þessar fréttir og allar stíðsfréttir yfir höfuð, þetta er ömurlegt.

kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 9.1.2009 kl. 03:00

18 Smámynd: Linda litla

Ástandið á Gasa svæðinu er hörmulegt. Það er alveg grátlegt hvernig það er. Það verður eitthvað að gera, allt þetta saklausa fólk sem er myrt.....

Elsku bloggvinkona gleðielgt ár.

Linda litla, 9.1.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband