Já hérna

Annasamur dagur að baki sem innihélt vinnu, dýraspítalaheimsókn og lopakaup. Þetta er kannski ekki mikið fyrir venjulegt fólk en fyrir heimavant fólk þá er þetta dagskrá, kúpling !

Byrjuðum á lopanum, var með sérpöntun á mórauðri herrapeysu og vantaði efnið. Peysan er amk komin á prjónana.

Lappi fór til læknisins en hitti ekki sinn eigin dýralækni, hún var upptekin við að laga hvuttaframfót sem hafði brotnað. Við fyrirgáfum það auðvitað og fengum annan ágætan dýralækni.

Hún tók blóð úr framfæti ..Lappi æmti ekki né skrækti. Hann fékk lifrarkæfu úr dós í verðlaun og það var sko veisla, aldrei fengið svoleiðis fyrr ...vúhú...svo átti að sækja smá blóðdropa úr eyranu fyrir blóðsykurmælinguna..en smáæðin í eyranu fannst ekkert. Þá var tekið úr hinni framlöppinni....minn sagði enn ekkert en góndi með eftirvæntingarsvip upp í loftið eftir lifrarkæfunni.

Jenný Anna, þú ert fallin á dýralæknaprófinu en þú ert áreiðanlega betri fjármálaráðherra en þú veist hver.

Blóðsykur Lappa er í fínum málum.

Þá er eftir að mæla skjaldkirtilshormón og til þess þarf að senda blóð til rannsóknar erlendis...það kostar, það kostar helling.

Reikningurinn hjá Dýró hljóðaði upp á tæpar 25.000 krónur..*hóst*

Ég sagði við Lappa þegar við bökkuðum frá húsinu að hann þyrfti að klappa fyrir mig í staðinn. Hann lofaði því. Næst skruppum við í vinnuna og hann fékk að koma inn, hann elskar að koma í vinnuna mína. Honum finnst leigubílsstjórar BSR skemmtilegustu kallar í heiminum.

En ég sótti um tryggingu fyrir Kelann..það er of seint fyrir Lappann.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Mál málanna.

Bjarni endurgreiðir kássu að peningum til Glitnis....ég hefði viljað fá þennan pening í ríkissjóð frekar, það er hann (semsagt við ) sem greiðir ruglreikningana  fyrir þessa bankabéusa...

Ja svei attan bara. Ég hlustaði á Bjarna í Kastljósi og það sem ég náði að hlusta þá kenndi hann ekki neinum um...nema sér sjálfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er hræðilega dýrt að heimsækja dýralækna   Ég virði það við hann Bjarna Ármanns að hann kom þó og borgaði fyrstu afborgun af því sem hann tók sér    Vonandi koma greiðslur frá fleiri svona köllum, þá alvöru greiðslur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.1.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yfirklór hjá Bjarna.

Ég var alveg viss um að ég væri með þetta hjá Lappa.  Sykursýki.  Vona að minnsta kosti að það sé hægt að kippa stjóninni í liðinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2009 kl. 00:55

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Vonandi gera fleirri það sama og Bjarni.

já það er sko dýrt að fara með dýrin til læknis ég er sko búin að finna fyrir því.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 00:56

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

ég held að Bjarni sé bara að reyna að gera einhvern dýrling úr sjálfum sér.

Dýralækniskostnaður er bara skelfing margborgar sig að vera með gæludýratryggingu, vonandi verður eitthvað hægt að gera fyrir krúttið

Huld S. Ringsted, 6.1.2009 kl. 09:13

5 Smámynd: Sigrún Óskars

elsku kallinn hann Lappi  vona að það verði hægt að gera eitthvað fyrir hann.

Sigrún Óskars, 6.1.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband