Úr stjórnborðinu mínu...ég vissi það..hehe
30.12.2008 | 12:09
Nafnið sem þú gefur upp á blogginu þínu er ekki það sem sama og skráð er í Þjóðskrá. Í henni er skráð nafnið Ragnheiður Hilmarsdóttir. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru um áramótin á blog.is getur þú því ekki bloggað um fréttir mbl.is nema að þetta nafn sé birt sem nafn ábyrgðarmanns á blogginu þínu. Auk þess birtast bloggfærslur ekki á forsíðu blog.is nema nafnið sér birt.
Ef ábyrgðarmaður er birtur, má sjá hann með því að smella á mynd af höfundi, sem alla jafna má finna í dálkinum Um höfundinn á bloggi viðkomandi.
Ábyrgðarmann má einnig birta og fela að vild efst á síðunni Stjórnborð --> Stillingar --> Um höfund.
-----------------------------------
Takk fyrir innlegg við síðustu færslu
Athugasemdir
jamm - en er nokkuð að vinna? Þú bara c/p ef þú vilt tala um fréttir.....
ást og friður
Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 12:18
Gleðilegt ár, elsku Ragga mín. Vona að hugarangur og fortíðarmein verði víðs fjarri á nýja árinu og gæfa og gleði elti þig á röndum!
Hugarfluga, 30.12.2008 kl. 15:05
Ég er líka "nafnlaus" þar sem ég Sigrún Óskars heiti Sigrún Óskarsdóttir í þjóðskrá.
Kveðjur til þín
Sigrún Óskars, 30.12.2008 kl. 15:08
Ég held ég sé bara nokkuð rétt skráð. Kveðja til þín elskuleg
Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 16:23
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:28
Ég var einmitt að skrifa þeim Moggamönnum. Þeir heimta að ég noti millinafn sem ég annars aldrei nota. Nó Vei. Ég spurði þá.... en ef ég héti;
Anna Sigríður Guðrún Rebekka Líney Magndís Kristín Sif Jónína Soffía Íris Brynhildur Knútsdóttir ?? Hvað þá ?
Anna Einarsdóttir, 30.12.2008 kl. 19:23
Undarlegt system greinilega..en ég er ágætlega sett - hef ekkert millinafn. En þegar maður samþykkir þetta þá kemur nafnið bara bakvið myndina af manni (eða myndina ekki af manni eins og hjá mér )
Ruslana: Hvaða upplýsingar ?
Ragnheiður , 30.12.2008 kl. 19:29
Ég fékk líka svona skilaboð svo að ég ákvað að koma út úr skápnum og birta mitt rétta nafn
Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 19:50
Stórabrósýndróme ...
Steingrímur Helgason, 30.12.2008 kl. 21:16
En hver er ástæðan sem þeir moggamenn gefa upp? Af hverju þarf allt í einu að gefa upp fullt nafn?
Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 21:40
Jebb fékk svona líka. Samkvæmt því þá á ég að skrá mig sem Hjördís H. Guðlaugsdóttir. Má semsagt ekki skrá mig sem Hjördís Halldóra Guðlaugsdóttir (sem skýrir jú gælunafnið Dísa Dóra) og mætti alveg örugglega ekki heldur skrá mig sem Hjördís Guðlaugsdóttir.
Ég er nú svo þrjósk og verð eins og snúið roð í hundskinn (hefur komið með aldrinum sko) þegar mér er fyrirskipað svona og mun því sennilegast óhlýðnast þessi mjög svo vel
Dísa Dóra, 30.12.2008 kl. 21:40
Gleðilegt nýtt ár
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:58
Gleðilegt ár vona að þú eigir góð og ljúf áramót.
Takk fyrir bloggvináttuna.
Áramótakveðja. Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 31.12.2008 kl. 03:07
Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegs árs og þakka þér kærlega bloggvináttuna á árinu sem er að líða. Ég gat ekki skrifað athugasemd í gær vegna bilunar, ég vona að hundurinn þinn sé ekki blindur varanlega En ég hef lesið um það að hundar aðlagist blindu mjög vel og fljótt. Ps: heklaða músin var ótrúlega sæt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.12.2008 kl. 03:42
Ha!!!!! heitir þú ekki Horsí ? .. Ertu búin að leyna mig þínu rétta nafni allan tímann.. og ég sem hef gengist í fóstsystralag í beinum útsendingum sem náðu auðvitað hámarki þegar silfurdrengirnir komu sællar minningar.
Well - þar sem ég er mikill trúvillingur fyrirgef ég þér Horsí mín og kasta ekki fyrsta steininum né kíki framhjá bjálkanum í auga mínu! Ég er bláedrú þrátt fyrir bullið.
GLEÐILEGT ÁR 2009, ... knús og krams og allt það!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 12:38
Ég skrifaði færslu um þessa ritskoðun hérna og síðan sendi persónuvernd bréf um fyrirætlanir mbl.is. Það sem mér finnst stórkostlega undarlegt er að Morgunblaðið er stórskuldugt fyrirtæki og þarf á auglýsingartekjum að halda, fréttabloggið er STÓR partur af vinsældum mbl.is og þaðan hafa þeir tekjur af ýmiskonar auglýsingum, það er engu líkara en að stjórnendur Árvakurs vilji setja fyrirtækið á hausinn með þessum kjánalegum aðgerðum því þetta mun minnka vinsældir síðunnar til muna og leiða af sér minnkandi auglýsingartekjur.
Sævar Einarsson, 31.12.2008 kl. 13:27
Gleðilegt ár Ragnheiður, Steinar og fjölskylda.
Anna Einarsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.