Svo má brýna

Það er orðið bara tímaspursmál hvenær ég -friðsemismaurinn- stilli mér upp með mótmælendum. Það krafsast sífellt ofan af meiri skít, lyktin er að verða óbærileg.

Ég hef nægan tíma til að hugsa, er lasin heima og fer ekki neitt. Hlusta á þingmenn ræða fjárlagafrumvarpið- þvílíkt og annað eins niðurskurðarfrumvarp hef ég aldrei séð. Auðvitað þarf að draga saman, það sér hver maður. En hvar er peningurinn sem hefur ausist inn í ríkissjóð á góðæristímanum ? Hvert fór hann?

Linda Linnet birtir merkilegan póst í dag. Ég las hann og hugsaði með mér ; það skyldi þó ekki vera? Hversu langt inn í alþingi nær viðbjóðurinn ?  Fyrir nokkrum tíma hefði ég örugglega hlegið að öllum þessum samsæriskenningum en mér er alls ekki hlátur í hug í dag né í gær og áreiðanlega ekki heldur á morgun.

En í dag er alls ekki alslæmur dagur þó að lasleiki minn í dag komi í veg fyrir að ég geti hitt hana Öldu mína á morgun. Það er ótækt fyrir hana með sitt bilaða ónæmiskerfi að hitta pestargemling.

Hann Siggi "minn" á afmæli í dag. Fyrir nærri áratug þegar við pabbi hans fórum að búa saman þá fylgdi þessi feimni rauðhærði strákur með. Það var yndislegt. Hann er stórkostleg viðbót við gaurana mína, hægur og prúður strákur sem ég elska eins og ég ætti hann sjálf. Hann og Himmi urðu miklir vinir og ef maður sá annan þá var nokkuð öruggt að hinn var ekki langt frá.

Til hamingju með daginn elsku Siggi.

Haukur,Siggi og ThelmaHér er hann Siggi minn í miðjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega Ragnheiður skítalyktin er orðin svo megn að erfitt er um andardrátt!

Til hamingju með strákinn !

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 17:22

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn

Annars er ég líka veik heima í dag.......hósta eins og mæðuveik rolla! Við ættum kannski að sameinast?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 17:23

3 Smámynd: Ragnheiður

Takk Skutla, ég held þegar fyrir nefið !

Já Hrönn, við ættum að gera það...hvor okkar á að skakklappast yfir heiðina?

Ragnheiður , 16.12.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju

Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2008 kl. 18:04

5 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 16.12.2008 kl. 19:29

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 19:46

7 identicon

Las greinina sem ég var víst búin að lesa áður. Hvort maður eigi að trúa þesu eða ekki þá segi ég JÁ. Af þeirri einni ástæðu að ef farið væri í gagnagrunna bnakanna og þá kæmi ennþá meiri skítur í ljós.

Ég á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af húsinu mínu, hvort ég komist til útlanda eða hafi í mig og á. Þeir sem fremja glæpinn eiga að taka við refsingunni en ekki við hin sem saklaus eru.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 20:41

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með Sigga.

Já, mér líst ekki á það sem er að gerast í þjóðfélaginu okkar. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.12.2008 kl. 20:50

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Batakveðjur til þín og hamingjuóskir til Sigga

Sigrún Jónsdóttir, 16.12.2008 kl. 20:58

10 Smámynd: Einar Indriðason

Hvernig er það með þig og Hrönnsluna?  Þið skiptist á heilum, og nú eruð þið að skiptast á mæðiveikum lungum!  Hvað næst!

(Og.. hvers vegna sér maður ykkur aldrei tvær saman?  Hvor ykkar er Súperman og hvor ykkar er hmm... hvað heitir hann?  Peter Parker?)

Einar Indriðason, 16.12.2008 kl. 21:05

11 Smámynd: Ragnheiður

Hrönn er supermann, með takmarkaða flughæfileika eins og fram koma á hennar bloggi. Það er öflug flugumferðarstjórn á hennar búsvæði..

En ...við erum með sama heilann og þess vegna erum við svona asnalegar...hefðurðu annars séð hana Önnu ? Hún er með þriðja heilahlutann ...

Úff..

Ragnheiður , 16.12.2008 kl. 22:01

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Til hamingju með Sigga og knús á þig og góða ljúfa nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:30

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkomin í mótmælahópinn   Oft var þörf, nú er nauðsyn að láta heyra í sér.  Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.12.2008 kl. 01:52

14 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með Sigga hann er bara flottur og skilaður afmælis kveðju til hans frá okkur hér.

Varðandi þennan niður skurð brrrrr ég ver svo reyð að ég reyni efir fremsta megni að hugsa ekki um það...

Kveðja og knús til ykkar og bata kveðja til þín.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 17.12.2008 kl. 09:20

15 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Til hamingju með strákinn og láttu þér batna.  Með allan þennan niðurskurð. hm því eru þeir heilagir fyrir því ???? sko launin þeirra hmm   og hví á ekki að ná í rassgatið á þeim sem að komu okkur í þetta?  Ég trúi  orðið næstum því öllu upp á þetta siðblinda kerfi okkar hér í þessu landi......

Erna Friðriksdóttir, 17.12.2008 kl. 12:05

16 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Til hamingju með Sigga, og láttu þér nú batna...

Svanhildur Karlsdóttir, 17.12.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband