Horft í austur
14.12.2008 | 12:39
og ég horfi í sólina, hún glitrar á hvítan snjóinn. Þetta nær þó ekki neinni almennilegri athygli, enda er ég að hugsa um mynd sem ég var að horfa á í gær. Mynd um mansal.
Fátækur filippískur bóndi selur unga dóttur sína, síðasta minning telpunnar að heiman eru sorgmædd augu móður hennar sem er þó algerlega ráðalaus að koma henni til bjargar.
Ung einstæð móðir, í Prag, kynnist algerum draumaprinsi, hann býður henni út í sveit, að heimili sínu. Þar bíða hennar kaupmenn og hún er tekin til fanga.
Ung og falleg rússnesk unglingsstúlka kemur í prufumyndatöku fyrir módelskrifstofu. Hún reynir að fá fararleyfi föður síns en það vill hann ekki heyra á minnst. Þau búa bara tvö ein saman, feðginin. Hún lætur sér ekki segjast og fer með modelskrifstofunni til bandaríkjanna...og er komin í barnaklámhring við komuna þangað.
Stúlkubarn er hrifsað af götu (man ekki landið, held að það hafi verið Ekvador) og seld í barnaklámhring. Þar gerðu ræningjarnir þó mistök því telpan er bandarísk og mikið vesen að koma henni óséðri milli landa.
Þarna er farið yfir þessa forsögu.
Það sem sló mig illa var þetta. Leiðirnar sem þeir nota til að halda stúlkunum í skefjum. Þeim er hótað að gengið verði að fjölskyldum þeirra ef þær reyna að leita sér hjálpar. Þeir hafa kynnt sér fjölskyldur viðkomandi stúlkna og hafa í hótunum.
Þessi mynd er líklega í 2 hlutum og ég þarf að reyna að sjá seinni partinn.
Svona myndir horfi ég á. Myndir sem vekja mig til umhugsunar.
Athugasemdir
Þetta er skelfilegt. Þessi heimur er svo grimmur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.12.2008 kl. 12:45
Hef séð svipaðar myndir, skelfilegt hvernig leikið er á elsku stúlkurnar sem þrá bara smá gleði og hamingju í líf sitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 13:19
Þetta er með því óhugnanlegra sem maður heyrir um. Meira hvað þessi blessuð mannskepna getur verið grimm.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 14.12.2008 kl. 14:34
Þessra myndir eru því miður allt of sannar.
knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 14:47
Þetta er skylduáhorfsefni. Skelfilegt en maður verður að vita um heiminn í kring um sig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 14:57
Segi eins og Jenný! Þetta er skelfilegt en maður verður að vita hvað gerist í kringum mann.
Er þetta á einhverri rás sem ég hugsanlega næ?
Hrönn Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 15:18
Þetta er algjör hryllingur, er ekki viss um að ég leggi í að horfa á svona þó svo maður eigi að gera það en ekki líta ekki bara undan og láta sem ekkert sé.
Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.