Afrek dagsins
11.12.2008 | 10:43
Í morgun þegar við Steinar skriðum á fætur þá stóð stóra tertuboxið mitt á hvolfi á eldhúsborðinu, skreytt með stórum miða sem á stóð M Ú S .
Boxið er hálfgegnsætt og ég skyggndist inn í það, jú það leyndi sér ekki. Þarna var sætur músarangi innilokaður.
Ég fór og vakti Björn til að fá að vita hvernig hann náði henni. Þá hafði hann verið á klóinu um 4 í nótt. Sá eitthvað skjótast og steinhætti við að spræna. Hann skutlaði handklæði yfir hana og þrælaði henni svo ofan í kökuboxið.
Við röltum áðan með boxið út að sjóvarnargarði, mýsla var nú ekki alveg á því að yfirgefa boxið...í þessum kulda.
Hún skeiðaði í áttina til mín og tók svo stóran hring og kúrði sig niður í holu eða smálaut. Keli ætlaði alveg að tapa sér og hræddi mýsluna af stað aftur. Þá sáum við undir iljarnar á henni inn í sjóvarnagarðinn.
Það þurfti Björn til að yfirbuga brandaramúsina sem hér hefur búið í mánuð.
Athugasemdir
Jahá, vissi það! þetta gerist auðvitað þegar verið er að brynna músum! ..
p.s. gott að hún slapp lifandi, mýs eru krútt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.12.2008 kl. 11:05
Varettaeggi rotta? GARG
Tékkaðu svo á kommentum við færsluna um bókina hennar Ragnhildar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 11:41
Ég er alltaf svo hrædd við mýs, þær hlaupa svo fjandi hratt. Gott að hún náðist.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 12:18
Mýs eru allt í lagi sko........
....ef þær eru úti!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 16:29
Greyið litla.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.12.2008 kl. 17:08
hehe þetta vara bara fyndið sé yndið spræna og hætta í miðjum klíðum því mús var að skoppast þarna eftir gólfinu...en var bara fegin að ég var ekki þarna því mér er allaf ylla við mýs og Rottur Gísli fékk alveg að vita það þegar við bjuggum í gamla húsinu..
Knús til ykkar á nesinu.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.12.2008 kl. 17:34
Þær eru svo mikil krútt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:46
Þær eru voðalega mikil krútt, úti í náttúrunni. Mun skárri og fallegri en rotturnar.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 18:25
Knúsknús á þig elsku hjartans Ragga mín:):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.12.2008 kl. 20:32
~there's a rat in the kitchen, what am I go'nna do ...~
Steingrímur Helgason, 11.12.2008 kl. 20:57
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:04
Mér finnast mýs alveg yndislegar. Verst að þetta geta verið algjör skaðræðisdýr og fjölga sér eins og engin væri morgundagurinn.
Gott þið náðuð henni
Tína, 11.12.2008 kl. 23:13
Mýs eru svo sætar, engin mús með viti laumar sér inn til mín. Einu sinni voru hérna á heimilinu 20 hvítar mýs. Þær eru svo mjúkar og sætar. En fjölga sér ofboðslega. Ég seldi 18 músarunga í gæludýrabúð og fékk fullt af kattar og hundamat og inneignarnótu líka.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.12.2008 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.