Ég labbaði í bæinn (nei nei djók)
1.12.2008 | 20:19
Ég labbaði bara hérna Jörfaveginn, skömmustuleg, með voffana mína.
Ég hef komist að því að háræðakerfið í rassinum á mér er ekki upp á hálfan fisk. Það vantaði bara að rassinn dytti af. Ég persónulega hefði fagnað því en ég veit ekkert hvað nágrannarnir hefðu haldið, finnandi rass á víðavangi.
Keli dró mig ...hann missir sig alltaf í gleðinni þegar ég labba með hann. Ég tilkynnti honum formlega á heimleiðinni að ef hann hefði verið hestur þá væri hann orðinn að buffi með sósu. Þetta er auðvitað frekar asnalegt eigandavandamál að eiga fullorðinn hund sem ekki er taumbetri en þetta.
Ég leit út eins og Michelin kallinn þarna á labbinu. Mér fannst ég heyra heilmikið vindgnauð áður en ég tölti af stað. Úti var blankalogn og ég hugsaði nágrannanum með sögina þegjandi þörfina, í smástund. Þá áttaði ég mig á að þetta er mun betri fitubrennsla.
Ég vind bara spikið úr fötunum þegar ég kem heim.
Athugasemdir
hehehe þú ert frábær! Líka svona skömmustuleg
Ég fór í norparanum mínum út! Hélt að puttarnir dyttu af mér......... hvílíkur fimbulkuldi!! Er ekki frá því að þeir séu enn frekar kaldir!
Hrönn Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 20:29
Dásamleg lesning, ég hló hressilega. Ekkert að detta af mér enda bara inni í hitanum.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 20:43
Skemmtilegt... en hvernig var Keli í framan þegar þú sagðir þetta við hann... vildi ég hefði sé svipinn á honum...
Brattur, 1.12.2008 kl. 21:09
Er Keli ekki feginn að vera ekki hross?
Helga Magnúsdóttir, 1.12.2008 kl. 21:19
Hrönn: nákvæmlega, það sem maður taldi fast verður laust í þessum kulda.
Ásdís ; þar áttu líka bara að vera dúllan mín
Brattur ; hann horfði á mig eins og ég væri asninn
Helga: Ja , ég er fegin að hann er ekki hross. Hann er í rúminu mínu !
Ragnheiður , 1.12.2008 kl. 22:26
hahahaha þú kannt svo sannarlega að segja skemmtilega frá
Dísa Dóra, 1.12.2008 kl. 22:51
Skemmtilegt blogg hjá þér... hehehe....
Já það er skítkalt...ég þoli illa svona kulda. brrr.....
hafðu það gott.
kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.12.2008 kl. 22:52
Ég vandi minn hund af því að draga okkur fjölskylduna með hengingaról, eftir að hann var búinn að fella örverpið nokkrum sinnum. Núna tekur hann aldrei í ólina
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2008 kl. 01:45
Hahaha ... þú ert óborganleg sko! Veit svo sem ekki alveg hvað ég myndi gera ef ég myndi finna rass sí svona á götunni - líklega myndi prufa að sparka í ann ... neinei ussuss - svona á mahrr ekki að gera sko !! haha!
Ég skellti bara uppúr þegar ég las þessa færslu hjá þér Ragnheiður mín - takk fyrir þetta!
Knús og kreist inn í nýja viku ljúfust...
Tiger, 2.12.2008 kl. 02:23
hahaha nú hló ég upphátt..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 2.12.2008 kl. 19:12
Góð
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:50
þú kannt að koma fyrir þig orði - hrikalega ertu fyndin. Ef ég sé rass í hverfinu, þá veit ég hvar hann á heima . knús yfir
Sigrún Óskars, 2.12.2008 kl. 21:45
frábær færsla ég vind bara spikið úr fötunum þegar ég kem heim þú ert yndi kona knús inn í daginn þinn Elskule
Brynja skordal, 3.12.2008 kl. 13:18
Ég skellihló
Kristín Katla Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 15:48
Þú hefur frábæra kímingáfu. Flott færsla.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.12.2008 kl. 23:30
Hmmmm ... ekki ennþá búin að finna rassinn? Týndist ann ekki annars?
Tiger, 4.12.2008 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.