Brandaramús

er enn með undanbrögð, hún er lokuð inni í húsi hjá mér og kemst ekki út -greyið. Lætur ekki plata sig í gildru en ég á eftir að skipta um agn í gildrunni.

Lappa þótti skörin vera farin að færast heldur upp í bekkinn þegar mýsla gerði sig heimakomna í bælinu hans. Hann smalaði henni þaðan, eftir ganginum og undir eldhúsinnréttinguna, stórmóðgaður alveg . Mýslan skoppaði eftir gólfinu með skottið upp í loftið.

Ég hef eiginlega ekkert að segja.....

Helga átti afmæli í gær, til hamingju með daginn skvís...ætlaði að setja þetta inn í gær en var voðalega upptekin og komst ekki í tölvuna af neinu viti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætli mýslu litlu líði ekki bara svona vel hjá ykkur. ?  Eigðu ljúfan dag í sólinni. Ég nýt veðursins út um gluggann, en mér skilst að það sé fj. kalt.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Hugarfluga

Merkilegt hvað mýs geta gert mig karaeisí!! Ég myndi bara vera uppi á borði vitandi af mús heima hjá mér!  Vonandi næst kvikindið ... ég meina litla krúttið. 

Hugarfluga, 29.11.2008 kl. 17:14

3 identicon

Láttu bara vita og ég get komið með Ljónið í heimsókn Hann verður ekki lengi að ná henni það er að segja ef Lappi og Keli eru ekki heima. Hann er tiltölega nýbúinn að fatta að það eru ekki allir hundar vitnir katta.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 18:55

4 Smámynd: Ragnheiður

Lappi og Keli eru heilmiklir kattavinir og ráðast ekki á ketti- smá gaman að elta þá úti hehe

Ragnheiður , 29.11.2008 kl. 20:28

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:55

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á þrjár kisur, ein þeirra gefur mér sprellifandi bráð.  Ég hef fengið lifandi mús og fugl, frá henni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.11.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband