Sunnudagsmessa

með undarlegum skugga kringumstæðnanna í þjóðfélaginu. Við fórum í morgun í messu, tilefnið var skírn bróðurdóttur Steinars sem fæddist mitt í hringiðu bankahrunsins. Telpan hin ljúfasta og svaf af sér allar fyrirbænir og ræðuhöld. Foreldrar hennar halda henni veislu á eftir.

Prédikun dagsins var um "það sem þér gjörið mínum minnstu bræðrum......" Ávallt þörf áminning og góð. En hinn anginn sló mig hinsvegar fast í höfuðið. "Það sem þér gjörið EKKI mínum minnstu bræðrum..." Það veit sá sem allt veit að þar er ég brotleg. Ég hef oftar en ekki EKKI gert neitt þegar ég hef átt þess kost, ég hef kosið að líta í aðra átt. Þetta gerum við mörg. En ég hef talið mig "syndlausan" einstakling. Nú veit ég betur.

Prédikunin var nokkuð pólítísk, vakti upp margar hugsanir og spurningar. Hann talaði um að nú hrykki þjóðfélagsvélin í gang við innspýtingu IMF. En hvert ætti að halda ? Hvert ætti að sigla ?

Ekki veit ég það

Nú fara bráðum að skýrast línur, meðal hópa sem andsnúnir eru stjórnvöldum, aðgerðum og aðgerðaleysi. Þá kemur betur í ljós hverju maður getur fylgt að málum.

Ég sakna aðgerða, aðgerða sem miða að því að laga stöðu heimilanna ÁÐUR en í óefni er komið. Allar aðgerðir sem kynntar hafa verið eru eiginlega of lítið og of seint. Ég lifi frá einum mánaðamótum til þeirra næstu, ég veit ekkert hvort ég á fyrir reikningunum næstu mánaðamótin. Það er seinni tíma vandamál. Missi ég húsið þá er það bara þannig. Það er samt ekki neitt óyfirstíganlegt vandamál.

Ég vil samt að eitthvað sé gert til að koma í veg fyrir að greiðslubyrðin aukist á lánunum mínum. Nú þegar hefur vinnan dregist saman um 25% og Steinar er búinn að missa hina vinnuna og þarf núna að vera bara í "einni" vinnu. Við höfum samt bæði vinnu, það er meira en aðrir hafa.

Ég hef ekki áhuga á að velta mér uppúr þessu. Ég hef hinsvegar átt nokkuð bágt með að fóta mig á andlega sviðinu. Sorgin vill enn læðast aftan að mér og slær mig þá oft illa. Oftast er ég óviðbúin. Ég sé ekki hættumerkin enda eru þau lúmsk. Strákur á ferð sem minnir á Himma. Það er nóg. Um daginn var Steinar að horfa á sjónvarp og þar sást ungur maður fyrirfara sér. Ég hvæsti á hann að skipta strax um stöð. Sumt bara einfaldlega þoli ég ekki- ekki á nokkurn hátt.

Ég ætla að fara að gera mig klára í að gleðjast með foreldrum ungrar telpu sem á framtíðina fyrir sér.

Hérna kemur svo til skrauts ein mynd úr afmælinu í gær. Skemmtileg mynd sem líkist því helst að systir ætli að kyrkja mig á staðnum hehe

systiraðkyrkjamig

Og þið takið eftir að hvorki pabbi né Steinar gera hið minnsta til að bjarga mér. Fórnarlamb.is haha 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elskan mín. Varð bara að senda þér lífsmark frá mér. Dreymdi Himmann þinn í nótt, hann var í því hlutverki að róa niður ungt fólk í uppreisn, veit ekki hvað draumurinn merkir.  Kærleikur til þín elskan.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég mótmæli í nafni almennings.

Farðu vel með þig.

Magnús Paul Korntop, 23.11.2008 kl. 14:27

3 Smámynd: Dísa Dóra

knús til þín.  Eigðu góðan dag við veisluhöld og fleira

Dísa Dóra, 23.11.2008 kl. 14:37

4 Smámynd: Hugarfluga

Ohhh þessar endalausu hugsanir og pælingar geta alveg farið með mann. Þrái stundum, þó ekki væri nema klukkustund, án nokkurra hugsana ... bara algleymi og friður. Meira að segja í draumi herja hugsanir á mig. Söknuður herjar á mig líka. Sakna mömmu minnar. Þetta er þannig tími framundan ... fjölskyldutími. Mamma var jólabarn og gat alltaf fundið gleðina í jólunum þó oft bankaði svartnættið harkalega á sálargluggann hennar blessaðrar.  Ég skal biðja mömmu að hafa auga með Himma. Ef einhver skildi angist hugans var það hún.  Lovjú.

Hugarfluga, 23.11.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, við erum öll sek og höfum öll litið einhvern tíman í hina áttina.

Sorgin,ég vildi að ég gæti sagt eitthvað elsku Ragga mín en ég veit að hún kemur svona að manni, oft óvart.  ((((((((((((((faðmlag )))))))))))) 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.11.2008 kl. 16:46

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Rétt, maður hefur stundum ekki gert ekki neitt

En hvað var barnið skírt?

Sigrún Óskars, 23.11.2008 kl. 17:58

7 Smámynd: Ragnheiður

Litla telpan heitir Guðrún Emilía, í höfuðið á ömmum sínum. Móðir Steinars heitir Emilía.

Ragnheiður , 23.11.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hafðu það sem best og farðu vel með þig.

Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:43

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:23

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þeim er greinilega alveg sama um þig.........

Það er mér hinsvegar ekki - passaðu uppá þig skottið mitt 

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 22:26

11 Smámynd: Ragnheiður

Hehe ég varð að skoða færsluna til að ná samhenginu, það tókst og nú tek ég þig með mér framvegis í veislur. Það er inn að vera með lífvörð hehehe

Ragnheiður , 23.11.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband