Happy camper

Ég kom heim áðan, af kvöldvakt ....hvuttar voru farnir inn að sofa með "pabba". Ég stóðst ekki mátið að opna til að fá þau hugheilustu knús sem um getur.

Hann Keli minn verður alltaf svo hjartanlega glaður þegar ég kem heim. Hann endasendist horna á milli í húsinu, í taumlausri gleði. Klessir á allt sem fyrir verður og ber skottinu í restina.

Ég hef verið að taka hann í gegn með að flaðra og nú reynir þetta grey af öllum mætti að setjast bráðlega á rassinn, á tjúllaða rófu sem dinglast svo mikið til að lífsins ómögulegt er að sitja á henni.

Hann situr og ég beygi mig niður til hans, eldsnöggt sleikir hann mig í framan og æðir svo af stað í meiri víðavangsgleðihlaup.

Þið getið hæglega séð hann fyrir ykkur. Lokið augunum og hugsið um...........................Plútó !

Þeir eru ansi líkir.

(ég er annars enn að hlæja að Bjarna Harðar framsóknarmanni. Þessi Framsóknarflokkur þarf enga óvini, hann á þá sjálfur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Oh, hvað mig langar í voffa!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Minn hvutti er kurteis með eindæmum situr og bíður eftir klappi á kollinn svo eltir hann mann á röndum og vill fá meira klapp og smá samræður líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er fátt sem toppar hundana okkar, það er á hreinu.  Þeir bregðast sjaldan og ást þeirra skilyrðislaus.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.11.2008 kl. 02:25

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já ég þekki svona fögn!! Þau eru eitt það bezta.

Hrönn Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Sigrún Óskars

já það er gaman þegar það er tekið svona á móti manni. Hundurinn sem við áttum fyrir mörgum árum hét Plútó og fagnaði okkur af lífi og sál - svo ég kannast við þessa tilfinningu.

knús yfir til þín  

Sigrún Óskars, 11.11.2008 kl. 10:32

6 identicon

800 grömminn lætur svona líka nema henni tekst ekki að skemma neitt með skottinu.Já hver þarf óvini með svona meðlimi hehehehehe.Ég elska hunda

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 10:42

7 Smámynd: Inga María

Minn ektakarl flaðrar svona upp um mig...enda með ofnæmi fyrir hundum og drulluhrædd við þá!

Inga María, 11.11.2008 kl. 16:08

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kisa mín kemur stundum til mín og leyfir mér náðarsamlegast að klappa sér. Fyllist stolti í hvert skipti því eins og þú veist eiga hundar húsbændur en kettir hafa þjóna.

Helga Magnúsdóttir, 11.11.2008 kl. 19:04

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er nú fráært að fá svona móttökur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.11.2008 kl. 20:12

10 Smámynd: Tína

Getur verið að hundurinn þinn sé bróðir tíkinnar minnar????? Hún er nákvæmlega eins. Þetta er bara ekki alveg jafn sniðugt þegar gesti ber að garði

Tína, 11.11.2008 kl. 21:50

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Svona er blessaðir hundarnir góðir.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 10:47

12 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Það er aldrei leiðinlegt að koma heim þegar maður fær svona mótökur ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 12.11.2008 kl. 21:12

13 identicon

Mesta furða að skottin skuli ekki brotna í þessum hamgang við að bjóða okkur velkomin heim.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:59

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jesús hvað ég þekki þessa ofvirkni vel hahaha. einmitt þetta þegar þeir reyna af veikum mætti að hafa hemil á sér... baaara krúttlegt

Jóna Á. Gísladóttir, 12.11.2008 kl. 23:07

15 identicon

Vá! Fundust hundavinir á blogginu!

Þið eruð öll frábær. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:23

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hahaha ég sé Kela (Plútó) alveg fyrir mér þegar mín 3 stykki fagna mér við heimkomu þá þarf ég stundum á öllum mínum styrk að halda svo að ég endi ekki kylliflöt á gólfinu en mikið ofsalega er nú gaman að láta taka svona á móti sér

Huld S. Ringsted, 13.11.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband