meiri gleðifærsla- BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ !!

Ég gerðist almennileg mamma áðan og sótti Björn.

B: Mamma hvar geymirðu sígaretturnar þínar ?

M: í vasanum eins og alltaf

Björn leitaði í öllun vösum..........á sjálfum sér.

en annars er ég góð, mun betri en þegar ég skrifaði síðasta blogg.

Ég er á báðum áttum með al-anon systemið sem ég hef verið í...mér finnst þetta ekki aaaalveg vera að virka fyrir mig. Ég ætlaði að prufa að skipta um stað en þá er það hægara sagt en gert. Ég ætla allaveganna að hugsa þetta aðeins betur.

Hinsvegar er ég alls ekki á báðum áttum með kirkjuna mína og starfið þar. Þar finnst mér gott að vera.

Kannski meira seinna.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta smarta

Sæl ljúfan

Það er þetta með vasana.  Þinn vasi er minn og minn er líka minn mamman mín og "I love you".   Við föllum alltaf fyrir þessu.   Skil þetta með Al-anon-ið, ekki fyrir alla.    Knús + knús og gott að þú finnur þig í kirkju"dæminu".

Marta smarta, 6.11.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hei, við erum öll einstök og finnum okkur þar sem við finnum okkur

Gangi þér vel Ragga mín

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hltu áfram í kirkjunni þinni. Já, ég er viss um að Al- anon henntar ekki öllum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.11.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Daggardropinn

Daggardropinn, 6.11.2008 kl. 23:42

5 identicon

´góð saman þið mæðgin.Sumir alanon fundir passa fyrir mann en aðrir ekki.Líttu bara vel í kringum þig.Ég steig mín fyrstu spor í þessu erfiða sorgarferli í kirkjunni minni.Besti staðurinn fyrir mig til að reyna að ná einhveri sátt við þennan mikla missi.Næ því seint en það hefur samt skánað.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hefur þú prófað að fara í kyrrðarstund í kirkjunni, þar eru fáir og þar er hægt að legga fram bænarefni.  Ég var að vinna í Seltjarnarneskirkju í 7 ár, mér fundust kyrrðarstundirnar bestar, ég held að svoleiðis finnist ennþá í kirkjunum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2008 kl. 01:06

7 Smámynd: Ragnheiður

Jóna , ég fer alla fimmtudaga á kyrrðarstund í kirkjunni. Mér finnst það frábært.

Ragnheiður , 7.11.2008 kl. 01:09

8 Smámynd: Erna

Erna, 7.11.2008 kl. 01:24

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Butterfly Glitter Graphic - 6Knúsknús og ljúfar kveðjur inn í ljúfa helgina.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.11.2008 kl. 10:45

10 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 7.11.2008 kl. 11:52

11 Smámynd: M

Góða helgi

M, 7.11.2008 kl. 12:17

12 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Al-Anonfundir geta verið mismunandi þó að fræðin segi annað. Maður þarf bara að finna sinn stað, held ég. Á hinn bóginn hef ég aldrei þrifist í kirkjustarfi, mér finnst alltaf eins og það sé verið að stjórna mér og þá verð ég alveg eins og snúið roð í hundi. Svona er þetta, bara frábært að allir geta fundið sinn stað.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 7.11.2008 kl. 15:29

13 Smámynd: Tína

 Góður hann Björn

En þó þú finnir þig ekki alveg á þessum fundum þá er það bara allt í lagi elskan og ekkert óeðlilegt. Vertu bara slök þó svo að þú finnir ekki þinn stað strax.................. það kemur. Og ekki mæli ég með því að þú pínir þig gegn innri vitund.

Knús inn í helgina þína krútta og njóttu hennar.

Tína, 7.11.2008 kl. 17:05

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fann mig heldur aldrei á Al Anon-fundum í denn, veit þó að margir hafa verið ánægðir þar. Haltu þig við það sem þér finnst best, elskan mín. Sendi góðar kveðjur til þín og þinna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.11.2008 kl. 21:10

15 Smámynd: Sigrún Óskars

gott að þú finnir þig í kirkjunni. Knús og kveðjur til þin inní helgina

Sigrún Óskars, 7.11.2008 kl. 22:34

16 identicon

Hahaha Björn Gísli meistari, bið að heilsa tvífættu og fjórfættu frændfólki mínu hehe.

Haukur Atli Hallgrímsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:01

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef prófað bæð al anon og kirkjuna. Ljúfast leið mér í kvennakirkjunni, talað mitt tungumál. Kyrrðin talar líka mitt tungumál annars. En það er bara ég. Notaleg samvera er gulls ígildi, hvar sem hana er að finna.

 ... annars sendi ég þér hér töfrakall!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.11.2008 kl. 07:24

18 identicon

Sendi þér kærleik og góða strauma! Hallaðu þér að því sem þér líður best með, sama hvað það heitir. Taktu þér svo bara þinn tíma :)

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband