26 júlí 1915 + viðbót neðst

Hér kemur ein smá frétt síðan þá.

" Mannlaus bær eða þvi sem næst, var í Reykjavík í gær. Allir sem vetling gátu valdið þutu eitthvað út í buskann þegar um morguninn --og sáust ekki aftur fyrr en fyr en einhverntímann seint og síðarmeir í gærkveldi. Sumir komu als eigi aftur. Ætla þeir að njóta sveitarsælunnar þessa vikuna og hrista af sér höfuðstaðarrykið"

Þarna er um að ræða íslendinga í miðri heimsstyrjöld, þeir vita það ekki en á næstu grösum bíður Katla með gos og pestin mikla 1918.

Ég breytti ekki stafsetningunni, lét hana halda sér.

Sá auglýsingu í gær í svipuðu blaði og þar var auglýst eftir ; Húsvanri stúlku !

Kvenréttindakonur aldrei kallaðar annað en kvenvargar..og sérstök grein birtist um að nú hefðu þær loksins fengið hlutverk. Þær voru sendar á vígvellina með umbúðir og slíkt. Þeim var reyndar ekki fisjað saman, fréttir af þeim koma helst frá Englandi og þar víluðu þær ekki fyrir sér að berja á lögreglunni með stólfótum milli þess sem steinleið yfir þær í skrattans lífstykkjunum. Einhver hefði nú sagt eitthvað nútildags yfir aðförum kvenréttindakvennanna...

En mikið er gaman að lesa þetta..

Ég var akkurat búin að vista og leit í stjórnborðið mitt- þessi færsla blasti við mér og ég vil endilega linka á hana. Flest þekkjum við Tiger, af góðu einu enda er hann búinn til úr einskærum gæðum.

Hérna er hans jólahugsjón

Vonandi geta sem flestir tekið þátt í svona aðstoð fyrir jólin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman af þessum gömlu greinum. Ég gerði heilmikið af því að lesa gamla Mogga og önnur blöð og svo las ég dagbók ömmusystur minnar frá 1924. Það var góð og holl lesning.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.10.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleymdi að segja að ömmusustystirin var aðeins 20 ára þá og fékkst við ýmislegt sem ungt fólk nú á dögum myndi ekki fást við. En gleði og dugnaður skein í gegnum allt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.10.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kannast við ugluna kopptígruðu, & næ því að gefa út vottorð um að hann er ekki bara alveg eins & hann lætur i skína á blogginu í persónu, heldur jafnvel oft dáldið betri.

Einstakur moli af manni ..

Steingrímur Helgason, 31.10.2008 kl. 22:55

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hafði aldrei kíkt á Tiger     fyrr en nú ..........       Þú hugsar fallega um aðra og við eigum öll að reyna að hjálpa hvort öðru, tala nú ekki um þeir sem minna mega sín.......Bestu kv inn í helgina til þín

Erna Friðriksdóttir, 1.11.2008 kl. 13:10

5 identicon

Ég er með svipað kerfi í gangi og Tiger.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Sigrún Óskars

góða helgarrest  - Hann er flottur hann Tiger.

Sigrún Óskars, 1.11.2008 kl. 23:47

7 Smámynd: Mummi Guð

þetta er innlitskvittið mitt

Mummi Guð, 2.11.2008 kl. 11:23

8 Smámynd: Tína

Gaman að svona gömlum greinum. Hvar finnur þú þetta nú allt saman??

En Tiger er og hefur alltaf verið yndislegur og einn af gullmolunum sem er að finna á blogginu. Svona ekki ósvipað og þú sjálf.

Knús inn i helgina þína dúllan mín

Tína, 2.11.2008 kl. 12:03

9 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég hef aldrei áður kíkt inn á bloggið hjá Tiger en þetta er virkilega frábært famtak hjá honum og fleiri mættu taka hann sér til fyrirmyndar ;)

En stórt knús á þig inn í nýja viku

Anna Margrét Bragadóttir, 3.11.2008 kl. 00:23

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.11.2008 kl. 02:13

11 Smámynd: Hulla Dan

en frábært.

Hulla Dan, 3.11.2008 kl. 10:24

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.11.2008 kl. 14:26

13 Smámynd: Tiger

 Það var skemmtilegt að lesa þetta Ragnheiður mín, margar undarlegar og bara skondnar fréttir eða greinar sem maður les stundum sem eru frá fyrri tímum. Takk fyrir þetta - og þakka þér kærlega fyrir "viðbótina"...

Knús og kreist á þig ljúfust og hafðu það sem allra best...

Tiger, 3.11.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband