Hér enn

og fátt í fréttum, hef þó fengið "leið" til að reyna að bjarga Patta. Það er allt í vinnslu og kemur í ljós síðar.

Fáir hafa agiterað meira fyrir því en ég að fólk eigi að taka afleiðingum gerða sinna. Vond hegðun hefur slæmar afleiðingar og nú kinkar Himmi kolli í himnaríki. Ég vil trúa að þar sé hann þó að opinber viðurkenning á trú sé ekki "inn" í þjóðfélagi áður markaðshyggju.

Ég fer vikulega og stundum oftar í kirkjuna...það gerir mér persónulega gott og þá er tilganginum náð. Annað þarf ég ekki...einn dag í einu trítla ég þennan undarlega æfiveg sem hófst á heljarþröm. Fædd svo smá að mér var ekki hugað líf. Mamma sagði að þeir hefðu komið með eitthvað sem líktist ruslafötu en enga vöggu, enda vandséð hvar hefði átt að troða henni - ég er fædd á kamrinum á Landspítalanum. Ekki byrjaði ég lífið glæsilega en ég er þó amk ákveðin í að drepast ekki á kamri, allir aðrir valkostir eru þó opnir .

Ég hef ekkert minnst á það en ég er enn í "viðgerðinni" og það tekur tíma. Ég vildi bara minnast á þetta svo það sæist að ég er eitthvað að gera fyrir mig sjálfa. Eitthvað sem ég tel að hjálpi mér að takast á við lífið, einn dag í einu og stundum klukkustund í senn þegar verst er.

Ég hef verið að lesa moggann síðan í fyrri heimsstyrjöld. Þá komst ekkert til landsins nema með skipum sem voru oft lengi á leiðinni. Enginn barlómur er þó uppi í Morgunblaðinu en talað var um í fréttum í kvöld að landsframleiðslan þá hefði dregist saman um tæp 18 prósent. Núna er spáin að landsframleiðslan dragist saman um 10 prósent. Fólk hitaði upp híbýli sín með kolum, kolaverð rauk upp í stríðinu. Við höfum hitaveitu beint inn í húsin okkar.

Mogginn núna 2008 er ein véfrétt frá upphafi til enda. Ég mæli hinsvegar með þeim "gamla". Hann er miklu meira upplífgandi.

Það á allur fjandinn eftir að fara á hausinn í vetur. Best væri að það gerðist bara sem fyrst svo það væri hægt að hefja uppbygginguna úr rústunum. Ég vona að vinnan mín verði trygg amk önnur hvor þeirra en ég veit að innan okkar raða verður eflaust erfitt sumsstaðar. Menn með myntkörfulán á bílunum og verulegur samdráttur í vinnunni.

Ég hef hinsvegar ákveðið að hafa ekki áhyggjur af þessu..en einu hef ég frestað að sinni. Í fyrra voru fyrstu jólin hér í þessu húsi og ég á ekki jólaseríu utan á kantinn. Ég ætlaði að kaupa mér svoleiðis fyrir þessi jól en ég hef ákveðið að fresta því. Ég á mörg önnur jólaljós og mig hlakkar til þegar ég get sett þau upp. Það er bara rétt rúmur mánuður í það

Sú var tíðin að ég hlakkaði alls ekki til jólanna. Jólin voru bara sár áminning um það hversu mikill skortur var á heimilinu og fátt hægt að gera til að gleðja sig við. Ég kveið jólunum af heilum hug. Svo rugluðum við Steinar saman reitum okkar, efnin afar lítil til að byrja með en með hugvitssemi bjuggum við til okkar jólaanda. Hann tók upp á að bjóða mér í bíltúra á kvöldin til að sýna mér hús sem komin voru í fallegan jólabúning. Það nægði. Enn í dag, öllum þessum árum seinna, hlakkar mig til jólabíltúranna með Steinari. Og það er eins þetta árið. Ég held að við höfum sleppt árinu í fyrra en það vil ég ekki gera nú.

Jæja úr þessu varð jólapistill í október.

Hjödda mín á afmæli á morgun, fyrir fram til hamingju sætasta skvísan á austurlandi. Mamma elskar þig til tunglsins og til baka.....nokkrum sinnum

Góða nótt

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða nótt, Ragga mín og Guð geymi þig og þína

Hjartans kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:55

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín! Ég er glöð að þú fæddist og mér er alveg sama hvar það gerðist

Hrönn Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta fannst mér fallegur piztill Ragga mín.

Mikið hefur það glatt mig að hafa fengist að kynnast þér smá á blogginu.

Steingrímur Helgason, 30.10.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ert svo frábær og einlæg, það er alltaf gaman að lesa pistlana þína og uppbyggjandi líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.10.2008 kl. 00:49

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með Hjödduna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2008 kl. 01:51

7 Smámynd: Marta smarta

Alltaf gott að heyra frá þér.  Jólin eru víst að nálgast og það má alveg byrja að skrifa og hugsa um þau strax, það má líka alveg setja upp ljós fyrr en í desember, setjum bara upp öll þau ljós sem við eigum að það sem fyrst, ekki veitir okkur af.  Knús, knús og mikið er ég líka fegin að þú fæddist.

Hamingjuóskir með Hjödduna ykkar.

Marta smarta, 30.10.2008 kl. 09:03

8 identicon

Til hamingju með Hjödduna þína og góðan dag.Mér varð hugsað til þín og Himmans þín í gær.Ég var á leiðinni á fund borgarstjóra,útvarpið var á.Lindin hljómaði og sálmurinn hans Himma.Hvert örstutt spor (eftir biskupinn okkar).Tárin láku og ég rétt komst í stæði við ráðhúsið áður en ég blindaðist af tárum..Það var útgrátin kona sem strunsaði á fund borgarstjóra.Strákarnir okkar eru svo sannarlega á himnum.Hvernig ætti annað að vera.Strákar með svona fallegt hjartalag eru auðvitað heima hjá Guði.Glaðir og ánægðir.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:20

9 Smámynd: Hulla Dan

Fallegt eins og allt annað sem kemur frá þér.

Til hamingju með stelpuna þína.

Hulla Dan, 30.10.2008 kl. 09:40

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn báðar tvær

Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2008 kl. 10:05

11 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Til hamingju með dótturina....knús

Svanhildur Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 10:18

12 Smámynd: Einar Indriðason

Þessi pistill náði mér.  Og til að borga fyrir mig, þá ætla ég að klæða mig í lopapeysuna mína, fá hita í mig, og svo ... *HITAKNÚSA* þig með jákvæðum hugsunum!

Einar Indriðason, 30.10.2008 kl. 10:46

13 identicon

Til hamingju báðar tvær með daginn í dag

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 11:33

14 Smámynd: Brynja skordal

Innilegar hamingju óskir með Dóttir þína og hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 30.10.2008 kl. 13:13

15 Smámynd: Sigrún Óskars

til hamingju með Hjördísi þína  

Flottur jólapistill í október. Svona bíltúrar eru skemmtilegir, ég fer alltaf að skoða sömu húsin.

Gangi þér vel í "viðgerðinni" - dugleg ertu

Sigrún Óskars, 30.10.2008 kl. 13:37

16 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:49

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.10.2008 kl. 15:50

18 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ég er svo viss um að Himmi þinn kinkar kolli í Himnaríki.......  já jólin, jólin , þau eru mér enn svo erfið, ég ætti að skammast mín, á mjög góða fjölskyldu en að ég skuli en tengja þau svona sársauka sem ég ekki ræð við og þykir svo leitt að ég er að skemma svo fyrir öðrum í fjölskyldunni.   :(

Til hamiongju samt sem áður með daginn......... knús á þig  þú ert ótrúleg manneskja .....--------------------vona að allt gangi vel með pjakkinn :)

Erna Friðriksdóttir, 30.10.2008 kl. 16:50

19 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Til hamingju með dóttur þína

Megi dagurinn vera ykkur ánægjulegur

Anna Margrét Bragadóttir, 30.10.2008 kl. 17:12

20 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með dóttir þína elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2008 kl. 17:30

21 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með Hjördísi og skilaðu kveðju frá mér

Þú ert flott

Sigrún Jónsdóttir, 30.10.2008 kl. 18:17

22 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Rosalega er ég fegin að þú skulir vera að fá leið til að hjálpa Patt. Svo er líka gott að hafa eitthvað að hlakka til.

Helga Magnúsdóttir, 30.10.2008 kl. 18:24

23 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Elsku Ragga mín ég óska þér innilega til hamingju með dóttluna þína    Góð færsla hjá þér og þú og Steinar þinn haldið uppteknum hætti og skoðið húsin klædd í jólafötin og  það fer að styttast í það

Katrín Ósk Adamsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:27

24 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með Hjöddu og jú við skulum gleðjast yfir litlu hlutunum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.10.2008 kl. 19:37

25 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Ég minnist líka jólaljósarúnta, pabbi vissi (og veit) alltaf um langflottustu húsin ;)

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 30.10.2008 kl. 23:19

26 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Til hamingju með dóttluna þína Ragga mín.

Skemmtilegur pistill hjá þér. Nú sé ég jólaljós og birtu í huganum. Vona að þín eigin skrif hafi gert það sama fyrir þig.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.10.2008 kl. 23:29

27 identicon

Sálmurinn heitir annað,var að hugsa um sporin í sandinum þegar ég skrifaði kommenntið.Knús og klem á þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:03

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með dótturina.  Áfram Ísland!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.10.2008 kl. 10:09

29 identicon

Takk fyrir kveðjurnar :)

Hjördís Edda (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband