Fokin út í kant
23.10.2008 | 10:57
en er lögð af stað upp á veginn aftur..fór á fund í gærkvöldi og hresstist heilmikið við það. Sofnaði bara sæl og glöð og vaknaði hress í morgun.
Mér er samt fullljóst að ég er bara enn á vegöxlinni og þarf voða lítið til að fjúka útaf þessum mjóa vegi aftur.
Ég verð samt að reyna að hanga á hjörunum vegna hinna sem eru og tilheyra fjölskyldunni. Það er í raun ekki valkostur að leggjast í eymd og volæði og skríða bara upp í rúm og sofa til dómsdags. En mikið ofsalega er það freistandi.
Vetraráætlunin fór úr skorðum um daginn. Ég skrópaði tvisvar á fundunum. Reif mig upp í gær og mætti. Ég skrópaði líka síðast á kyrrðarstundinni sem ég sæki á fimmtudögum en ég ætla að fara núna.
Kærar þakkir þið
fyrir frábær innlegg, uppörfun og stuðning. Ég er oftar en ekki alveg hissa á hversu mikinn skilning ég fæ. Fangar eru nú kannski ekki það sem maður talar um opinberlega, eðlilega ekki. Fangar eru fólk sem brýtur af sér. Fangar eru af sumum taldir mistök foreldra sinna. Mistök eða ekki. Geri maður mistök þá reynir maður að bæta fyrir og laga og gera þau ekki aftur. Það er ekki til neins að skammast sin fyrir þau eða reyna að fela þau. Komi maður hreint fram þá hlýtur allt að verða betra.
Það er samt ekkert alltaf auðvelt að standa hér, fella grímuna og skrifa um það sem særir mest, kvelur mest.
Mér tekst ekki enn að lesa upphafsfærslurnar eftir að Himmi dó. Þær eru þarna í sérbloggi hér til hliðar við þessa síðu. Ég færði þær á sínum tíma til að týna þeim ekki í þessum ótrúlega orðaflaumi sem hér veltur yfir allt..
En núna ætla ég að fara að gera eitthvað...gera mig klára í að hitta kirkjufólkið mitt...reyni kannski að kíkja á og trufla einn ofurbloggara í leiðinni
Athugasemdir
Ég dáist af styrk þínum Ragga mín og þykir ótrúlega vænt um þig, þó ég hafi aldrei hitt þig
Sigrún Jónsdóttir, 23.10.2008 kl. 11:04
bið að heilsa henni
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 11:04
M, 23.10.2008 kl. 12:02
... þú ert flott!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2008 kl. 16:13
elsku kerlingin mín. Bölvuð óþekkt er þetta í drengnum þínum.
Jú, ég veit það af fenginni nærtækri reynslu að ''prakkaranir'' fá engan afslátt. Bara morðingjar og nauðgarar.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.10.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.