Ja hérna
23.10.2008 | 15:29
Tilfinningin um að maður tilheyri hóp, maður skipti einhverju máli er merkileg. Í þessu basli núna hef ég fengið góðar kveðjur inn á bloggið. Meira að segja þeir sem eru á þeirri skoðun að hengja eigi alla glæpamenn í hæsta tré hafa kurteislega þagað þó þá hafi vísast klæjað í puttana yfir að hella úr skálum visku sinnar yfir mig hér, að fólk eigi að taka afleiðingum gjörða sinna og þann pakka allan.
Ég vil nú ekki greina frá neinum smáatriðum, óvíst að málsaðilar vilji það. En bæði í gær og í dag hefur fólk boðist til að reyna að leggja mér lið.
Í tilviki dagsins þurfti Patti að hringja sjálfur í viðkomandi svo hægt væri að skoða málið og leita leiða til lausnar.
Mörgum vinum mínum finnst skelfileg tilhugsun að ég þurfi að horfa á eftir öðrum syni í afplánun. Trúið mér, það finnst mér svo sannarlega líka. Þeir sem vilja skoða bakgrunninn geta sett nafnið hans í leitarglugga á síðunni www.domstolar.is og séð fyrir hvað er verið að dæma.
Þessi færsla er eiginlega öll orðin eitthvað dularfull. En jæja..
Fór í kirkjuna og fór svo að sníkja kaffi og selskap hjá Jennýu, átti að skila kveðju til hennar frá Hrönn en mundi það auðvitað ekkert ehemm...Jenný, Hrönn biður að heilsa.
Það snjóaði eins og það væri enginn morgundagur þegar ég var á leið heim en núna er ekkert að snjóa.
Athugasemdir
Gott að hann er búinn að hringja! Alltaf erfitt að manna sig upp í erfið símtöl.
Þú átt duglegan strák þarna
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 15:32
Já og Jenný! Ég bað að heilsa......
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 15:33
Djöfull eruð þið bilaðar. Er Hrönn að biðja að heilsa mér í gegnum Álftanesið.
Jesús, ætli ég fái kveðju næst frá Dúu í gegnum Obama.
Hrönnsla komdu í kaffi með Röggu næst.
Þú ættir að vita hvað við erum skemmtó.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 15:40
Og strákurinn rúlar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 15:40
En sagðirðu þá ekki Jenný að Clinton hefði beðið að heilsa henni gegnum mig og síðan átti hún að skila kveðju á Ólaf Ragnar í gegnum þig til hans, gegnum mig........... æ sorrý. Gott að heyra að það er verið að skoða málið, vona það besta fyrir ykkar hönd. Knús til þín elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 15:45
Það er gott að heyra að eitthvað sé verið að skoða hans mál. Það er nöturlegt til þess að hugsa að hann eigi að hefja afplánun, bara tíu mínútum fyrir jól. Manni finnst eiginlega, að ef hann er búinn að vera að standa sig ágætlega í einhvern tíma, að geta þá kannski sloppið við að sitja inni, vera bara á skilorði?!
Stórt knús á þig Ragga mín, kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:11
Fyrsta skrefið búið, trúi ekki öðru en að þetta fari vel.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:25
Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:58
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.10.2008 kl. 18:04
Þeir sem tala svona ættu að skammast sín. Þetta sýnir aðeins hve þröngsýnir og óreyndir í lífinu þeir eru þó svo að þeir séu kannski ornir áttræðir.
((((((((((((((((((((((((faðmlag)))))))))))))))))))))))))))))))))
Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.10.2008 kl. 18:33
Elsku Ragga mín. Ég hef ekkert verið á blogginu í rúma viku svo ég er að frétta þetta bara núna. Mikið hef ég mikla samúð með þér og þínum. Ef Fangelsisstofnun væri aðeins mannleg myndi hún sleppa honum og fjölskyldunni við afplánun í ljósi fyrri atburða. Það er ekki endalaust hægt að leggja byrðar á sömu mömmuna.
Helga Magnúsdóttir, 23.10.2008 kl. 20:57
Ragga er sterk, mikiið sterk ..
Steingrímur Helgason, 23.10.2008 kl. 22:34
You´ve got mail.
Marta smarta, 23.10.2008 kl. 22:43
Knús á ykkur Ragga mín og ég vona að eitthvað gott komi út úr viðræðum við rétt fólk
Sigrún Jónsdóttir, 23.10.2008 kl. 23:52
Kveðja til þín og fjölskyldunnar á þessum erfiðu stundum elsku Ragga mín. Ég vil líka senda elsku stráknum þínum baráttukveðjur. Guð geymi ykkur og gefi ykkur öllum styrk og bjarta framtíð.
Erna, 24.10.2008 kl. 00:49
Gangi ykkur vel í baráttunni
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.10.2008 kl. 00:54
.Þið eruð flottar.Strákurinn flottur.Það eru eldri og reyndari mann sem reyna að koma sér undan reyndari símtölum.Ég var einmitt að hugsa til þín þegar ég fékk góðar fréttir af "mínum"fanga sem er að rúlla upp lífinu.Knús á ykkur mæðgin
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:56
Gangi ykkur vel og stórt knús
Kristín Katla Árnadóttir, 24.10.2008 kl. 17:13
Veit ekki alveg hvað maður getur sagt....get á engan hátt ýmyndað mér hvernig þér líður!!! Vona af öllu hjarta að þetta bjargist því enginn á skilið að fara inn rétt fyrir jól. Veit ekkert um fangelsi á Íslandi nema ég hef nokkrum sinnum farið sem kennari/námsráðgjafi á Kvíabryggju þannig að ekki get ég hjálpað nema með fallegum og björtum hugsunum.
Ekki fresta jólunum samt - flýttu þeim!! og haltu þau svo aftur þegar hann kemur heim
Hlý kveðja frá köldu og snjóugu norðurlandi
Valgerður Ósk
Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 17:30
Sendi þér mikið af knúsi og hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 25.10.2008 kl. 10:00
Ja hérna er pláss fyrir Hjalta þinn en hvað með alla hina sem eru Glæpamenn
mega þeir ganga lausir og hvað og hvað. Þetta er ekki réttlátt.
Fyrirgefðu Ragga ég er nú búin að fylgjast með þér og þínum í rúmt ár og þú veist allan minn hug í garð mála og þín. Hef nú sjálf ekki haft tíma til að sinna bloggvinum undanfarið, en vonandi rætist úr því eftir helgi og vona ég svo sannarlega að það rætist úr Hjalta málum.
Eitt, það geta allir sem hafa upplifað sorg, skilið hvernig Röggu og hennar fólki líður því öll sorg er eins hjá öllum sem upplifa hana af hverjum toga sem hún er.
Kærleik til þín og þinna.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.10.2008 kl. 11:08
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2008 kl. 13:40
Huld S. Ringsted, 26.10.2008 kl. 20:33
Sendi þér knús og hugsa til þín. Hef ekki verið lengi á blogginu og las færslurnar þínar - gangi ykkur vel elsku Ragga mín.
Sigrún Óskars, 26.10.2008 kl. 22:49
Mikið hrottalega, ofboðslega og hrikalega er nú gott að heyra að eitthvað séu málin að glæðast. Þess óska ég inn að hjartarótum ykkur til handa að þetta mál allt saman endi farsællega.
Kærleiksknús á þig og þína ljúfust
Tína, 27.10.2008 kl. 07:45
Elsku stelpan - mér finnst oft ótrúlega ósanngjarnt þegar fólk er loks að reyna að standa sig þá þarf það að taka út gamlar syndir - svo sleppa stórglæpamennirnir alltaf - því þeir eiga vini í kerfinu - þetta er með ólíkindum!!! Enginn sér ástæðu til að stinga inn forstöðumanni FMR (sjá næstsíðasta bloggið mitt) þó svo það sé lögbrot að hann sé í því starfi sem hann er - enda pólitískt ráðinn!
Svo þykjast allir vera að gæta laga og réttar yfir fólki sem kannski stelur súkkulaðistykki í Bónus í neyslu - af því þó það sé orðið edrú verði samt að fara eftir lagarammanum.......garrrggg...lagarammi hvað...lítið ykkur nær!
Ása (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:05
Elsku Ragga mín, ég hugsa til ykkar, farðu vel með þig
Linda litla, 27.10.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.