Í dag fór ég

í jarðarför mæts manns, mikils vinar og félaga.

Við þessi óvæntu tímamót þá hvarflar hugurinn óneitanlega sterkt til hans Einars vinar míns. Hann tók pláss í tilverunni, hann var svo mikill gleðigjafi og prakkari. Engum sem töluðu við hann duldist einlæg ást hans á konu sinni og börnum.

Hann var óttalegur brallari, það var ekki hægt að vita hvað honum datt næst í hug. Hrekkjalómataktarnir hans björguðu nú geðheilsunni í mér eitt kvöldið.

Þeir sátu saman tveir inn í bílstjórasal, ég heyri mikil gól. Ég komst ekki alveg strax að athuga málið en leit svo fram. Þá voru þessir tveir búnir að brölta alveg upp í stóla, með lappirnar og allt.

,,Passaðu þig, það er rotta hérna inni!" segir Einar

Mér datt ekki í hug að trúa honum, glotti góðlátlega að þessum vini mínum og fór aftur inn á skiptiborðið.

Það leið smástund....

Þá sé ég rottuskömmina á planinu fyrir framan.

Ég hentist á fætur, hljóp inn og góla á Einar ; varstu ekki að skrökva að mér þarna ?

Henn leit skellihlæjandi á mig og sagði ; ,, neeei, afhverju heldurðu að við séum með lappirnar upp í stól ?"

Ég sat alla næturvaktina og fylgdist með ferðum rottunnar, þegar vaktinni var að ljúka þá sá ég hvað kvikindið skaust undir hús nærri og ég fór þangað og lét vita. Þau höfðu samband við meindýraeyði og dagar rottunnar voru taldir.

Ég var fegin að það var Einar sem sagði mér frá henni meðan kvikindið var enn inni í húsinu. Ég hefði bilast af hræðslu ef ég hefði í eitt augnablik tekið hann trúanlegan.

Einar varð ekki gamall, hann varð 57 ára í mars sl. Í dag í kirkjunni sárnaði mér mikið það óréttlæti að Maja hans, krakkarnir hans og barnabörnin fá ekki að njóta hans lengur. Hann var eðal, engum líkur.

Þakkir fyrir allt og allt elsku karlinn minn, þér gleymi ég aldrei.

Strætókórinn söng við útförina. Þeir enduðu á að syngja miskunnarbæn (held að ég fari rétt með nafnið) Það gerðu þeir með miklum sóma og það er hreint ekki fyrir alla að gera það svo vel sé.

Fantagóður kór

Í kirkjunni voru margir strætóbílstjórar en við vorum ekki nema 4 frá leigubílaárum hans Einars. Það fannst mér synd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 20.10.2008 kl. 16:34

2 identicon

Blessuð sé minning hans.

Hann hefur verið fæddur 1951, eins og maðurinn minn heitinn, maður á besta aldri. Ég bið góðan Guð að vaka yfir fjölskyldunni hans og gefa þeim styrk.

Kær kveðja á þig, Ragga mín

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:45

3 Smámynd: M

M, 20.10.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 20.10.2008 kl. 16:56

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ragga mín ég heyri að þér þótti vænt um þennan vinnufélaga. Ég sendi fólkinu hans samúðarkveðju og þér líka þar sem þú misstir góðan vinnufélaga. Fallegt var bloggið þitt um hann.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.10.2008 kl. 17:16

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 17:55

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband