Kuldinn

sem truflar mig.

Ég fór upp í kirkjugarð í dag með engil til Hilmars, engil sem Alda kom með til hans um daginn. Við fórum með lítinn spaða til að gera smáholu svo engillinn væri ekki í sífelldu stroki. Annar engill var orðinn afvelta og hann fór í viðeigandi meðferð og stendur nú uppréttur.

Annars sló það mig illa eins og áður, kalda moldin hjá Himma. Mér finnst eins og mamman geti ekkert hlýjað stráknum sínum. Það marraði í moldinni þegar við stungum litla spaðanum í, mér fannst spaðinn ganga í hjartað á mér.

Mér varð kalt inn að beini.

Vesalings Himmi minn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Himmi þinn er ekki þarna. En ég sendi þér ástarkveðjur og ég veit að honum þykir vænt um hve vel þig hugsið um leiðið hans.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.10.2008 kl. 19:00

2 Smámynd: Ragnheiður

Oftast finnst mér hann ekki vera þarna en svo slær þetta mig niður öðruhvoru

Ragnheiður , 19.10.2008 kl. 19:03

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 19:34

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 19.10.2008 kl. 20:43

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:32

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Æ, ég skil hvað þú meinar, við hugsum þetta flest en fá okkar tala um það. Það er kalt að hugsa til grafarinnar, einkum þegar fer að vetra, það er staðreynd. Manni verkjar í hjartastað. Eina huggunin er þó sú að viðkomandi er sem betur fer ekki þarna heldur á mun hlýrri og bjartari stað sem við þekkjum ekki og fáum ekki að kynnast hérna megin alla vega.

Það er mikið betra að deila sínum hugsunum með öðrum heldur en að kúldrast með þær einn, jafnvel í myrkrinu. Etv. finnst einhverjum það erfitt að ræða þessi mál opinskátt en þegar upp er staðið, fylgir því mikill léttir.

Sendi þér hlýja strauma og kærar kveðjur, mín kæra.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:03

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.10.2008 kl. 22:20

9 Smámynd: Marta smarta

Skil þig Ragga mín.  Knús knús.

Marta smarta, 19.10.2008 kl. 23:16

10 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 19.10.2008 kl. 23:25

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég bara geri eins & hinar...

Steingrímur Helgason, 20.10.2008 kl. 00:02

12 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 20.10.2008 kl. 00:53

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2008 kl. 01:03

14 Smámynd: Tiger

 Ragga mín - veistu - núna er drengurinn umvafinn meiri ástúð og hlýju en við mannfólkið getum nokkurn tíman gefið frá okkur.

Að vísu er móðurástin sjóðandi heit og mun aldrei kulna - heitari en nokkur ást á jörðinni - en næst þegar sólin skín - þá er þér óhætt að margfalda þann hita sem þú finnur á andliti þínu til að átta þig á þeirri hlýju sem hann er nú umvafinn - og verður umvafinn - allt þar til þú munt sjálf aftur taka við þegar þinn tími kemur ...

Mundu bara að móðurástin sem þú sýnir ætíð og sendir honum svona sterkt með orðum og hugsunum - yljar honum miklu meira heldur en hægt er að ímynda sér! Trúðu því Ragnheiður - honum Hilmari er ekki kalt!

Tiger, 20.10.2008 kl. 04:15

15 Smámynd: Einar Indriðason

Fleirum er kalt.  Ég var í lopapeysu í gærkveldi... en  ég skal með glöðu geði senda þér pínu hita frá mér og lopapeysunni minni.

Og... þess utan... þá er þetta bara lítið jákvætt innlitskvitt.

Einar Indriðason, 20.10.2008 kl. 08:32

16 Smámynd: Tína

Ég ætlaði einmitt að segja það sama og hann Tiger, en hann kemst miklu betur að orði en ég. En það er rétt hjá honum að hlýjan sem frá þér stafar dugir honum Hemma þínum sem og öllum í kringum þig um ókomna tíð. Og engin kuldi er nógu mikill til að fá því breytt.

Skil samt vel hvað þú átt við.

Knús á þig hjartahlýja kona.

Tína, 20.10.2008 kl. 09:00

17 identicon

Æi já ég hugsa eins.Ég vildi um stund jarða minn strák í ullarsokkum því hann var svo kaldur.En hætti við því þá hefði hann ekki komist í nýju flottu skóna,skóna sem hann valdi stuttu áður en hann dó.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:42

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 20.10.2008 kl. 21:39

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi Ragga mín. Þrátt fyrir napurleg orð er eitthvað svo hugljúft við þessa færslu. Hún er falleg og segir svo margt. Snerti í mér hjartað.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.10.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband