dagurinn í dag

hefur verið alger letidrusludagur, ég hef meira og minna sofið einhversstaðar.

En ég gleymdi að segja ykkur í gær. Hundar eru spes dýr. Lappi er alls ekki hrifinn af krökkum en á því er ein undantekning. Það er einn strákur sem kemur sem Lappa finnst algerlega æðislegur. Það er sonur hans Halla P fyrrum mágs míns, Númi Steinn. Hann kom hér með pabba sínum í fyrra eftir að Himmi dó og ég tók strax eftir að Lappi sótti mikið í að tala við hann. Það er afar óvenjulegt. Í gær kom hann aftur með pabba sínum. Lappi tók upp á að gelta á hann, strák stóð ekki alveg á sama en ég horfði hissa á Lappa. Það var svo mikill gleðihljómur í geltinu. Hann var svo glaður að hitta þennan vin sinn.

Svo léku þeir saman og Lappi vék ekki frá Núma Steini meðan hann stóð hér við.

Hundar eru merkilegir -þeir finna innræti manns á augnabliki og mikið held ég að Númi Steinn sé falleg sál.

Nú ætla ég að halda áfram að horfa á hann Palla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hundar eru svo skemmtilegir,eða fletir alla veganna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já þeir finna ýmislegt sem við mannfólkið skynjum ekki..... og þó.....?

Palli er frábær!! Það er bara eitt orð yfir hann

Hrönn Sigurðardóttir, 18.10.2008 kl. 21:10

3 Smámynd: Hugarfluga

Æ, Ragga ..... til hamingju með afmælið ... ég er soddan skrudda. Alltaf of sein með allt.  Knús og kossar. 

Hugarfluga, 18.10.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Hundar skynja ýmislegt og eru góðir mannþekkjarar

'I gær þegar guttinn var veikur þá hoppaði hundur Kárans upp í rúm og lagði trýnið í hálsakotið á honum,hann veit að hann má ekki fara upp í rúm og gerir aldrei,en ég gat ekki með neinu móti komið dýrinu niður úr rúminu þeir eru góðir vinir og er ég viss um að Skuggi var að passa vin sinn

Góða helgi

Anna Margrét Bragadóttir, 18.10.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 kjút .... Palli líka.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.10.2008 kl. 23:07

6 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

já mikið rétt Ragga, ég var svo á fullu hérna í gær að ég komst ekki einu sinni í tölvuna til að blogga hamingjuóskir til Sólveigar hvað þá til þín :-)  takk fyrir kveðjuna og innilega til hamingju með afmælið... 

Afsakið hvað ég er lítið búin að kvitta en ég hef bara verið lítið að bloggrúntast undanfarið, verð vonandi duglegri fljótlega

knús og kram

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 19.10.2008 kl. 00:22

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Úlfabarnið mitt, elskar börn.  Hann er svo þolinmóður og góður við barnabörnin mín.  Enda ólst hann upp með yngsta barnabarninu mínu fyrsta árið sitt, og fyrsta ár yngsta barnabarnsins   Og það var bara í fyrra, þar sem Úlfur er bara 18 mánaða í dag.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.10.2008 kl. 01:37

8 identicon

Til hamingju með daginn þinn, hrossið mitt góða, ég er að komast í tölvu fyrst núna eftir að ég kom hingað í "grasið".   Sendi þér línu fljótlega ....... og knús inn í daginn.

Halla J. (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 08:48

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er alveg sannfærð að hundar skynja meira en við gerum, æðisleg dýr

Huld S. Ringsted, 19.10.2008 kl. 10:17

10 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Okkar hundur elskar öll börn, honum finnst svo gaman að leika við þau.....en hef tekið eftir að hann gerir mannamun á fullorðnu fólki, flaðrar upp um suma, en forðast aðra

Til hamingju með afmælið

Svanhildur Karlsdóttir, 19.10.2008 kl. 10:51

11 identicon

Það er alveg á tæru að hundarnir skynja mun meira en við. Það fer ekkert á milli mála með hana Tínu mína að hún skynjar margfalt meira en ég, enda hefur hún margoft sannað það og ég treysti henni 100% í sambandi við einn heimilismeðlim hérna.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 11:41

12 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, Númi Steinn er örugglega sérstakur. Það finnur Lappi.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.10.2008 kl. 13:03

13 Smámynd: InsideOut

Ég rakst á bloggið þitt á vafri í kvöld....fannst það skrýtin tilviljun þegar ég las svo þessa færslu, þar sem ég þekki Núma Stein og Halla Pé. 

Þú hefur nefnilega hárrétt fyrir þér. Hundar eru miklir mannþekkjarar og Númi Steinn er frábær strákur.

Tíkin mín sýnir nákvæmlega sömu viðbrögð þegar Númi Steinn kemur með pabba sínum til mín og hún gerir mikinn mun á fólki. 

InsideOut, 21.10.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband