Jæja
17.10.2008 | 22:48
takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar -bæði hér og á fésbók. Það er notalegt að fá kveðjur í tilefni afmælisins.
Við Steinar fórum að borða áðan og vonandi voru allir á Suðurlandi búnir að gera allt jarðskálftahelt. Við fórum á Fjöruborðið. Þar er snilldarmatur, svo góður að það er alveg ferlegt.
Það var samt smá erfitt. Ég sökka stundum alveg í landafræði og fattaði ekki fyrr en við vorum komin fyrir utan Litla Hraun. Maginn sökk alveg ...Steinar fór í kerfi..hann áttaði sig ekki á að ég hefði ekki fattað þetta. Allt í lagi, allt í lagi sagði ég, gefðu mér fimm mínútur ...það dugði og ég fór mun auðveldar framhjá í bakaleiðinni.
Þá er það frá
Ég er fegin
En takk fyrir allar kveðjurnar...ég er himinsæl.
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið.....þó ég viti ekki eitt eða neitt......var það í gær ? eða í dag ? eða hvað ?........afmælisknús
Svanhildur Karlsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:54
ég á enn afmæli- það er sko 17 október
Ragnheiður , 17.10.2008 kl. 23:03
Auðvitað ertu vog, hvað annað mín kæra
Skil vel að það hefur verið erfitt að keyra austur en samt svolítið táknrænt að svo það hafi ekki verið skipulagt fyrirfram. Þú ert ótrúlega sterk kona og tekst á við sorgina og sársaukan á undraverðan og einlægan hátt. Ég hef trú á því að þegar upp er staðið að þá hafi þessi staðsetning áFjöruborðinu verið hin eina rétta í tilefni afmælis þíns.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:05
Veistu Guðrún mín, ég held það bara. Þarna fór ég yfir stóra andlega hindrun. Næst er að fara að sjúkrahúsinu á Selfossi...
Kærar þakkir
Ragnheiður , 17.10.2008 kl. 23:14
Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag.
Hún á afmæli hún Ragga,
hún á afmæli í dag.
Hibb,hibb,húrra fyrir því kæra bloggvinkoma.
Magnús Paul Korntop, 17.10.2008 kl. 23:16
Gratjúa með háaldurinn & samúðazt í leiðinni...
Steingrímur Helgason, 17.10.2008 kl. 23:23
Elsku Ragga mín. Faðmlag frá mér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.10.2008 kl. 23:31
Best ég láti afmæliskveðjuna koma aftur, var of snemma með hana síðast.
Tilhamingju með daginn
og að komast yfir erfiðan hjalla í dag
Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:41
Til hamingju með ammælið
Mummi Guð, 18.10.2008 kl. 00:00
Til hamingju með afmælið.
Fjóla Æ., 18.10.2008 kl. 00:02
Gott að dagurinn fór mjúkum höndum um ykkur. Góða nótt kæru vinir.
Marta smarta, 18.10.2008 kl. 00:39
M, 18.10.2008 kl. 00:41
Til hamingju með afmælið...
.vá ég þekki svo marga yndislega sem eiga afmæli þennan dag og fyrr í október....gaman að þú skulir vera ein af þeim.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.10.2008 kl. 00:50
Til hamingju með afmælið
Góða helgi
Anna Margrét Bragadóttir, 18.10.2008 kl. 05:30
mmmmmm humar.........
Knús á þig yndislegust
Hrönn Sigurðardóttir, 18.10.2008 kl. 07:18
Fjöruborðið er sko BARA uppáhalds veitingastaðurinn minn. Ohhhhhh hvað ég væri sko til í að skella mér þangað bara núna. Annars yndislegt að þið hjónin hafið átt góða stund saman.
Hjartans kram á þig vinkona
Tína, 18.10.2008 kl. 09:09
Namminamm. Litlu sigrarnir koma hver á eftir öðrum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2008 kl. 09:15
Fékkstu annars tandurhreina húsið í afmælisgjöf eða þurftir þú að gefa þér það sjálf???
Ein hrikalega forvitin
Tína, 18.10.2008 kl. 10:11
Tína, ég er þolinmóð kona og ég ætla að bíða aðeins lengur....það kannski tekst í dag hehe
Ragnheiður , 18.10.2008 kl. 10:25
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 10:25
Innilega til hamingju með afmælið ljúfust.
Anna Einarsdóttir, 18.10.2008 kl. 16:23
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.