Í kreppu er gott að hafa plan

við systur erum komnar með svoleiðis.

Ef allt fer til andskotans (meira en orðið er) þá ætlum við að flytja á vestfirði. Finna jörð þar sem enginn býr (er örugglega nóg af) og stunda sjálfsþurftarbúskap. Við ætlum að hringja í Gutta í Hænuvík ef við lendum í klandri, til dæmis ef rollurnar verða óvænt grænar eða eitthvað svoleiðis gerist.

Það er líklega best fyrir okkur að rækta upp rollustofn sem rúllar af fjalli á haustin í neytendapakkningum, ekki getum við staðið í því að stúta kvikindunum.

Ég er búin að velja mér belju, sá einu sinni svoleiðis með fjórum spenum. Í einum var rjómi, öðrum mjólk, í þeim þriðja undanrenna og svo var áreiðanlega jógurt í þeim síðasta.

Við ætlum að plægja akur og rækta Cheerios þar.  Við ætlum líka að setja niður bensíntré og tappa að því vikulega.

Helling eigum við eftir að skipuleggja og munum við þiggja öll góð ráð hérna á síðunni minni.

Kveðja

Systur í bullandi útrás


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er eitthvað í þezzu sem ég sem atvinnu alvöru sveidawargur get alveg upplýst þig um hér & nú, að á eftir að koma þér dáldið á óvart.

Hér með er þezzi ágætis hugmynd gengisfelld!

Steingrímur Helgason, 9.10.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Ragnheiður

Hvurslags neikvæðni er þetta Steini minn?

Ragnheiður , 9.10.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Pant hafa akurinn við hliðina á ykkar! Þar ætla ég sko að rækta coco puffs

Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2008 kl. 22:02

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 00:16

5 identicon

Frábær hugmynd

Helga Þ (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 07:07

6 identicon

Góð hugmynd, kannski ég ætti að gera þetta líka með stóra landið mitt. Hlýt að geta gert eitthvað á hektara. Kannski best að setja glerhýsi utan um landið áður og hita í landið. Þurfum bara að finna leið til að rækta kjötmetið helst í neytendapakkningum.

Gott að fá svona gott verkefni til að pæla í yfir helgina

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:02

7 identicon

Gleymdi einu. Er ekki allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Kidda (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:03

8 Smámynd: Einar Indriðason

Heyrðu, er pláss fyrir mig?

Einar Indriðason, 10.10.2008 kl. 20:33

9 Smámynd: Linda litla

Þetta er brjálæðislega góð hugmynd...... vantar þig ekki vinnukonu ?? Má hún ekki hafa með sér eitt barn ??

"ráðskona óskast í sveit, börn engin fyrirstaða".

Linda litla, 10.10.2008 kl. 20:44

10 Smámynd: Ragnheiður

Já já þið fáið pláss á kærleiksheimilinu elskurnar, Kormákur má koma með hehe

Ragnheiður , 10.10.2008 kl. 20:46

11 Smámynd: Sigrún Óskars

góð hugmynd hjá ykkur systrum. Þetta með beljuna - ef beljan borðar ekki sykur er þá jógúrtin ekki sykurlaus?

Sigrún Óskars, 10.10.2008 kl. 21:03

12 Smámynd: Ragnheiður

Jú Sigrún, það hlýtur að vera bara gras-jógúrt- holl og góð og græn

Ragnheiður , 10.10.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband