Dagurinn í dag

hefur farið í ekki neitt. Ég er í fríi og ætlaði auðvitað að gera helling. Já já ég sat með skelfingasvip yfir fréttamiðlunum, græddi hausverk og lagði mig. Og þar lá ég frameftir öllum degi, mér hefur enn ekki tekist að taka til meðan ég sef. Það er auðvitað galli.

Galli á gjöf Njarðar ? Ég bara þekki engan Njörð þannig að þetta hugtak á ekki við á síðu hins opinbera.

Kvöldmaturinn var étinn yfir meltingartruflandi fréttum af heimskreppu, Íslandskreppu og hlutabréfa falli. Svo er maður hissa á að maður nenni engu.

Þvoði af einni skáphurð og þurrkaði af bekkjunum jeyj.

Nú er næst á dagskrá að skríða upp í rúm með Guðríði (nei nei hún býr ekki á Skaganum) og sjá hvort hún sé að komast heim aftur sú gamla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sumir dagar eru einfaldlega svona, ekkert við því að gera. Einmitt skynsamlegt að leggja sig um stund, draslið fer ekki langt

Á morgun kemur nýr dagur, aldrei að vita hvað hann ber í skauti sér.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 23:11

2 identicon

Já sumir dagar eru bara svona og aðrir dagar eru miklu skemmtilegri.  Ég lagði mig líka í dag og leið svo rosalega vel á eftir. 

Knús á þig

Maddý (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Einar Indriðason

Veistu... stundum kemur bara overdose af fréttum.  Þá hellast þær yfir mann eins og stór flóðalda á grýttri ströndu.  Ég mæli með því að slökkva á útvarpinu og sjónvarpinu, og í staðinn fyrir að lesa mbl.is, visir.is og bloggið... þá farirðu í það að prjóna eða skrifa þína eigin skáldsögu eða fara að safna saman flöskum eða farir út að ganga eða klifra upp á fjöll ....

Allt nema fá meira af svipuðum fréttur, æ ofan í æ.... Svo þegar þú kemur heim eftir svona göngutúr... þá er dæmið búið að róast aðeins, og það má láta duga að lesa helstu fyrirsagnir.

Hmm... þetta var víst heldur of langur listi af því sem hægt væri að gera í staðinn fyrir að fylgjast með fréttum... það verður víst að hafa það, og taka viljann fyrir verkið :-)

Einar Indriðason, 29.9.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Marta smarta

Bóndinn þusaði einhver ósköp yfir fréttunum, ég ákvað að heyra þær ekki.  Mér fannst alveg nóg að það er enn einu sinni kominn 29. dagur mánaðar.

Góða nótt vinkona og höldum bara okkar striki. 

Marta smarta, 30.9.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fékk líka svona fréttaofneyslu í dag, og lognaðist út af í sófanum seinni partinn og var næstum búin að sofa yfir mig á kvöldvaktinni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.9.2008 kl. 00:54

6 Smámynd: Tína

Ég ákvað bara að dáðst af haustlitunum í gær. Hlustaði með öðru eyranu á fréttirnar en lét þar við sitja.

Knús á þig Ragga mín og það er sko ekkert að því taka það rólega get ég sagt þér.

Tína, 30.9.2008 kl. 07:15

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, eins og ég hef sagt, mér líst ekki á blikuna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.9.2008 kl. 10:31

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ekki hægt að neita því að fréttir síðasta sólahrings hafa gert mann eitthvað þreyttan.

Anna Margrét Bragadóttir, 30.9.2008 kl. 10:48

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:35

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 11:38

11 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Knús til ykkar

Ásta Björk Hermannsdóttir, 30.9.2008 kl. 12:02

12 Smámynd: M

Vonandi svafstu vel og átt betri dag í dag.  Held það væri gott að slökkva á fréttunum í einn til tvo daga og gá hvort við lifum það ekki af   Djö... neikvæðni og argaþras.

M, 30.9.2008 kl. 12:45

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er eins og heyrnarlausi froskurinn!! Hoppa bara sæl og glöð í mínum haustlitum og læt sem umheimurinn komi mér ekki við

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 13:36

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég náði því að sneiða hjá öllum húsverkum með því að heimsækja bara pabba og systir mína. Yndislegt. Fékk heimsins bestu kjötsúpu hjá stóru systir, hún var næstum betri en mömmu súpa :):)  hafðu það gott elskan, dugnaðurinn kemur alltaf aftur hvort sem maður þekkir Njörð eða ekki

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:32

15 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Æ það kemur alltaf annarslagið svona slen í mann en lagast alltaf aftur.

Hafðu það gott

Eyrún Gísladóttir, 30.9.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband