Skrjóður

Ég er sífellt að lenda í undarlegri uppákomu með sjálfa mig. Núna er nýjasta dellan að skrifa kolvitlaus, allir réttu stafirnir í orðunum en í vitlausri röð! Það er eins og skilaboð heilans fari í vitlausa putta. Fer maður til læknis með vitlausa putta ?

Já ég nenni því amk ekki

Milli þess sem ég hef verið að hitta fólk í dag hef ég verið að hugleiða mín mál. Skoða brestina mína og reyna að setja þá niður á blað. Það bregst ekki að mesta hugljómunin verður þegar ég hef ekki nokkurt einasta tækifæri á að skrifa það hjá mér og heldur bregst það ekki að hugljómunin er fjöruð út þegar ég kemst í skriffæri. Þá verð ég pirruð á mér og mínu minnisleysi.

Í dag hefur það verið dómharkan sem ég hef verið að hugsa um. Ég er svo andstyggilega fljót að missa mig í hana. Sný upp á mig og fer sko alla hundrað metrana með þetta. Svo átta ég mig. Skammast mín og reyni að gera betur.

Ég hef líka verið að vinna svolítið í samskiptum við fólk. Ég veit alveg að ég er ekki hundleiðinleg kelling en mér hefur tekist að koma sjálfri mér rækilega í skilning um að ég passi ekki með öðru fólki og að enginn nenni að fá mig í heimsókn. Ég er semsagt kellan sem er kyrr heima hjá sér og fer ekkert þaðan nema þá til að vinna fyrir salti í grautinn.

Á miðvikudögum hitti ég oftast í kringum 200 manns, á góðum stað með góðu fólki. Á fimmtudögum hitti ég svona 20-30 manns í hádegismat. Það hefur verið fínt líka og ég held mig við þetta í vetur amk.

Í dag fór ég hinsvegar líka og truflaði einn toppbloggarann hér á moggabloggi. Þið getið skilið eftir skammir í kommentakerfinu ef þið hafið verið að bíða eftir færslu frá Jennýu með ofvæni og ekkert gerðist. Hún bloggaði nefnilega ekki staf á meðan ég var hjá henni og mér tókst að stoppa í ágætan tíma. Ég er áreiðanlega húsfluga í aðra ættina, mér gengur ekki vel að vera kyrr. Ég hitti þar í eigin persónu hið skemmtilega barnabarn sem af alkunnum rausnarskap bauð mér umsvifalaust í heimsókn strax á morgun.

Takk fyrir kaffið og spjallið Jenný mín.

Nú ætla ég að halda áfram að hugsa um hvernig ég kemst hjá því að vera dómhörð og snúin við fólk, blásaklaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.9.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert allavega að vega og meta sjálfa þig .... það er meira en margur getur sagt. Er viss um að það hefur verið kósí hjá ykkur Jennýju og mikið rætt.

Hugarfluga, 25.9.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: M

Örugglega góð byrjun að taka til hjá sjálfum sér.  Þá verður víst allt annað auðveldara og samskiptin betri

M, 25.9.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

já skamm skamm fyrir að stoppa svona lengi hjá Jenný...ég hef sko verið að bíða eftir færslu.....eða kannski er ég bara abbó að hafa ekki verið með ykkur hver veit kannski seinna...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.9.2008 kl. 18:10

5 identicon

Ekki ertu ein um að þurfa að líta á eigin bresti.Ég er til dæmis alltof meðvituð um mína.Og líkar ekki við þá.Gleymi mér of oft og svo frv.En er annars hið besta skinn svona inn við beinið

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 18:42

6 identicon

Ragga mín ekki gera manni þetta,þá loksins að maður heldur að núna þekki maður þig út og inn þá að fara breyta,nei takk,

Þú mans þennann sem þú varst að aka fyrir er við kynntumst,þú kannske manst að hann lagði mig í algert einelti þar til ég ættlaði að lúskra ærlega á honum þá sendi hann konu sína til mín að biðja um frið og lofaði að vera góður og hætta þessari vitleysu og stóð við það,en þá fyrst varð ég virkilega óöruggur um hann,því fram að því hafði ég getað gengið að því sem gefnu að hann væri asni og myndi haga sér svo,og vissi ég nákvæmlega hvar ég hefði hann.

Þú mátt alveg koma í heimsókn svona eins og þú ert,ég er með fullt af afsökunum tiltækum bæði fyrir þig og mig,hehehe helv,,,,,,góður

Kv Laugi 

Laugi (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:24

7 Smámynd: Ragnheiður

Laugi góður ! hehe já oft er betra að hafa fólið bara fól, maður veit þó að þannig er það bara !!

Ragnheiður , 25.9.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband