Í gamla daga
1.9.2008 | 20:47
var það versta sem fólk vissi að vera "aumingjagóður". Fólk skyldi sko bjarga sér hvað sem á gengi. Það hefði ekki átt upp á pallborðið að tala um alkóhólisma, þunglyndi eða aðrar raskanir. Þeir sem voru þjáðir af geðröskun voru vandlega faldir fyrir umheiminum.
Er þetta virkilega enn svona ?
Ég skora á ykkur, sem ekki gerðuð það áðan að horfa á Ísland í dag. Fársjúkur maður segir þar frá sínu lífi. Það var ekki hægt að horfa í bláu augun hans öðruvísi en að komast við.
Áðan fylltist ég þakklæti, þakklæti fyrir konur eins og Birnu Dís og Ásdísi sem láta sig varða um fólk, fólk sem hefur ekki haft fulla stjórn á sínu lífi.
-------------------------------------------------
Ég er annars að horfa á leik Blika og KR. Á þessu heimili er haldið með Blikum, bæði atkvæði heimilisins. Steinar hefur haldið með Blikum í 40 ár eða eitthvað. Og nú held ég með Blikum, styð minn mann sko
Athugasemdir
Ég sá þetta viðtal og fékk hreinlega verk fyrir hjartað. Skelfilegt að horfa upp á svona eymd
Huld S. Ringsted, 1.9.2008 kl. 20:50
Ég sá þetta á hlaupum...þetta er skelfilegt og að þetta skuli vera til í þessu svo kallaða velferðarlandi...*HNUFF* bara segi ég. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:04
Þetta er einn af "mínum"mönnum.Hann er yndislegur.Með sinn vonda,ljóta og grimma sjúkdóm.Eitt er að vera meðvirkur annað er að vera umburðalyndur og kærleiksríkur.Við á gerum okkar besta til að okkar fólki líði ofurlítið betur.Saddur,hreinn og þurr,og kannski hlýlegt orð og klapp á kinn eða faðmlag,gera kraftaverk.Við getum ekki læknað neinn.Bara hlúð að.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:13
Takk fyrir að benda á þetta viðtal. Ég tek ofan fyrir konum eins og Birnu Dís og Ásdísi. Þær bæta heiminn.
Anna Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 21:20
Hér er haldið með Blikum líka. Ég sá þáttinn og fékk sting í hjartað að horfa á blessaðan manninn, þetta viðtal á bara eftir að efla mig til dáða. Það var svo greinilegt að Jórunn sagði ósatt og var að fela hversu illa borgarbatterýið sinnir þessu fólki. Vona að Herinn fái styrk frá borginni, við verðum eiginlega að reyna að koma pressu á borgina. Hvað getum við helst gert?? knús frá mér og mínum
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 21:20
Sá ekki Ísland í dag.... er það endursýnt ??
Linda litla, 1.9.2008 kl. 21:40
Ferð á vísi og velur vef tv og þar geturðu séð það
Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 21:48
Takk, ætla að kíkja á það.
Linda litla, 1.9.2008 kl. 21:53
Sá ekki þáttinn og ætla að kíkja á vísir.is
Hér er haldið með KR !!!!! Áfram KR, áfram KR ......
M, 1.9.2008 kl. 22:21
Til skammar hvernig forkona velferðar í borginni reyndi að klóra yfir þetta.
Steingrímur Helgason, 1.9.2008 kl. 23:51
Ég sá þetta viðtal,það var alveg erfitt að horfa á þennan mann,ég fann svo til með honum.
Mér fannst þessi kona sem talað var við á eftir eiginlega vera hálf klaufaleg,hún gat alls ekki svarað einu eða neinu,reyndi bara klóraði yfir skítin.
Hér var haldið með Blikunum.
Knús
Anna Margrét Bragadóttir, 2.9.2008 kl. 00:02
Það var sárt að horfa á viðtalið við þennan ógæfumann og svo varð maður bara reiður yfir viðtalinu við Jórunni.
Blikarnir fengu góða hvatningu á vellinum, það heyrðum við í minni vinnu, þar sem við erum staðsett rétt hjá Laugardalsvellinum, en það dugði ekki til.
Sigrún Jónsdóttir, 2.9.2008 kl. 00:10
Ömuleg viðhorf formanns velferðarráðs var það sem hreyfði mest við mér.
Samúð mín liggur auðvitað hjá þessu fólki sem hvergi á heima, en getan til að laga ástandið liggur hjá kjörnum fulltrúum sem greinilega þekkja hvorki haus né sporð á lífinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 10:35
Sá þetta ekki en ætla að finna þetta á vísi. þær eru frábærar stöllur, Ásdís og Birna Dís og ættum við öll að taka þær til fyrirmyndar og leggja hönd á plóg
Erna, 2.9.2008 kl. 10:35
Ég sá vitalið og ég grét.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2008 kl. 10:57
Á eftir að sjá þáttinn en ég sjálfur Kópavogsbúinn held með Keflavík og hef gert frá því að ég var krakki í sveitinni.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.