30 ágúst 2008
30.8.2008 | 22:05
Ég þjáist að klumsu.
Ég er hinsvegar að horfa á bráðmerkilegan þátt (history channel) um Bermuda þríhyrninginn, þarna sem skip og flugvélar hverfa.
Borðaði einn eldri borgara áðan, eða sko ég hætti við eftir nokkra bita. Tókst að kaupa vondan kjúlla sem hefur ruglast í ríminu einhversstaðar á leiðinni í frystinn eftir að hausinn var fokinn af. Ég meina það, maður ruglast nú af minna tilefni en að vera skyndilega orðinn hauslaus.
Hann um það, flaug í tunnuna bara.
Athugasemdir
Þú ert alveg kostuleg
Erna, 30.8.2008 kl. 22:11
Þú ert engri lík Ragnheiður - að þjást af klumsu. Þú hefur svo skemmtilegan orðaforða.
Sendi knús yfir til þín
Sigrún Óskars, 30.8.2008 kl. 22:30
Einn ágætur landi okkar hvarf í Bermúda fyrir nokkrum mánuðum síðan, á skútu einnar nánazar af landa okkar, sem ég hef ekki fyrir að nefna.
Skíthopparar mega zlæmir vera, ef þeir fljúga hauzlauzir í tunnuna.
Steingrímur Helgason, 30.8.2008 kl. 23:00
Þjáistu af klumsu?? Hvernig lýsir það sér?
Hugarfluga, 30.8.2008 kl. 23:27
Oj, var hann skemmdur?
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 23:27
Kjúllinn var ónýtur
Klumsa lýsir sér í þögn, sem sagt er klumsa. Veit ekki alveg afhverju en hugmyndaleysið er algert.
Ragnheiður , 30.8.2008 kl. 23:34
Deili þessu með þér Ragnheiður, vissi bara ekki að ég væri klumsa!
Takk fyrir það,
kær kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 01:51
Ég er nú alveg klumsa yfir þessu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.8.2008 kl. 02:44
Já, best að láta svona kjúlla fljúga...... í tunnuna. Leiðinlegt með kjúllann.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.8.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.