Hvert ætti maður að snúa sér

ef mann langar að læra að hreyfa sig rétt. Fær maður spólur einhversstaðar eða á maður bara að sprikla eitthvað á eigin spýtur ?

Einhverntímann vildi ég draga gamla minn með í ræktina en hann harðneitaði að fara. Hann hefur ástæðu fyrir því.

Málið er að okkur vantar meiri orku og hana fær maður með meiri hreyfingu. Bæði þurfum við að losna við fjandimörg aukakíló en þó hann sé hlutfallslega með fleiri þá eru mín meira truflandi....ég ber þau ekki nógu vel.

Bara hugs dagsins í boði SS

Allar góðar hugmyndir má setja í bréfalúgu bloggsins (athugasemdakerfið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Mig lanar að benda þér á nokkur sem hefur hjálpað mér við að breita líka hugarfarinu... það er Líkami fyrir lífið fyrir konur... hún hefur hjálpað mér helling... bæði andlega, matarlega og hreifingarlega... tékkaðu á því...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 29.8.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sleppa öllu sem að merkt er SS er byrjun, enda er það styttíng á 'Steindi Sláturhúzstjóri' sem að er náttúrlega fidubolla.

Ég á við sama vanda að stríða enda er líkamræktarstöð í stofunni á milli 06.08 til 07.21 á hamzdrahlaupahjólinu & er aukreitis með trimmform í svefnherberginu.

(já, swizznezkt, fyrir utan hinn rammízlenzka!)

Steingrímur Helgason, 29.8.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Ragnheiður

Já takk fyrir, fín ráð hjá ykkur.

Sjáum hvort við fáum fleiri ráð hérna inn

Ragnheiður , 29.8.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú þarft auðvitað að hafa svolítið gaman af hreyfingunni sem þú velur þér.  Annars endist þú ekki í henni.  Mér finnst persónulega fjölbreytt leikfimi/jóga/teygjur henta mér best en það er ekki hlaupið að því að finna þannig prógram í sveitinni.  Hér er áhugaverður linkur www.kraftganga.is ef þú hefur í huga að ganga.  Badminton finnst mér mjög skemmtilegt en það þarf að vera innanhúss á veturna... eða hvað ?  Það er auðvitað þrusulíkamsrækt að hlaupa alltaf á eftir flugunni í roki.   

Anna Einarsdóttir, 29.8.2008 kl. 21:49

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég þarf helst að vera innanhúss, gigtin þolir ekki utanhúss nema stranglega bara að sumrinu til.

Ragnheiður , 29.8.2008 kl. 21:57

6 identicon

Rope joga á að vera gott, þar fylgir diskur með. Talið sérlega gott fyrir folk sem er með bakverki og td fyrir MS sjúklinga. þetta er til hérna heima, strákurinn á það og ég er búin að vera á leiðinni að prófa það síðan hann fékk það.

Kidda (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:15

7 Smámynd: Ragnheiður

Þá er bara næst að komast að því hvar maður fær slíka hluti og diska

Ragnheiður , 29.8.2008 kl. 22:34

8 Smámynd: Fjóla Æ.

Samkvæmt slúðursíðunum þá virðist fjarþjálfun hjá Gillsnegger vera málið því það kostar miklu minna en einkaþjálfi (minnir að það muni einhverjum 50 þúsund kalli eða svo) og venjulega þá þarf maður að hafa gott aðhald til þess að byrja með. Það er nefnilega svo auðvelt að hætta að það er ekki fyndið einu sinni.

Gangi þér vel og ég vona innilega að þú finnir eitthvað við þitt hæfi.

Fjóla Æ., 29.8.2008 kl. 22:43

9 Smámynd: Mummi Guð

Hér kemur mitt óreglulega innlitskvitt.

Mummi Guð, 29.8.2008 kl. 22:57

10 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

ef ykkur vantar bókmenntir um megrun, sálarbleh eða hvað sem ætti að heita sjálfshjálparbækur þá er til nóg af því hér hjá mér :) Ykkur er velkomið að koma og ræna þessu :)

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 29.8.2008 kl. 23:09

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég fer nú bara út að labba - er samt algjör kuldaskræfa og fæ bara "í axlirnar" ef mér verður kalt. Enda er ég stundum eins og bangsi - ég er svo vel klædd.

Rope yoga er víst mjög gott, hef ekki prófað sjálf en veit um marga sem eru mjög ánægðir.

Megrun = borða minna  (er ég púkó?) Hætta að borða þegar maður er saddur, þó eitthvað sé eftir á diskinum. Þannig grenntist ég um helling fyrir nokkrum árum.

Sigrún Óskars, 29.8.2008 kl. 23:12

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Mundi allt í einu - það er staður í Kópavogi sem er líkamsrækt bara fyrir konur á öllum aldri og í öllum stærðum, ekki bara 50 kg og undir í tískufötum, prógramið tekur bara 30 mínútur - ég man bara ekki hvað það heitir. Þetta eru mjög gagnlegar upplýsingar í boði minnislaus.is - læt þig vita þegar og ef ég man nafnið.

Ragnheiður, ég er viss um að þú finnir eitthvað við þitt hæfi.

Sigrún Óskars, 29.8.2008 kl. 23:33

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst skemmtilegast að ganga með hundinn minn,  fara í sund og hjóla.  En ég er allt of löt, ég nenni ekki að hafa mig af stað.  Þessvegna er ég allt of feit   Svo elska ég mat, mikið af mat, góðan mat

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.8.2008 kl. 02:05

14 Smámynd: Tína

Persónulega mæli ég með einkaþjálfun. Það skiptir svo ofsalega miklu máli að fá rétta leiðsögn þegar farið er af stað. Annars er svo mikil hætta á því að maður gefist upp og hætti hreinlega. Ég mæli með Önnu Bellu. Ekki bara vegna þess að hún er systir mín heldur vegna þess að ég VEIT fyrir víst hversu góð hún er og svo vinnur hún náið með sjúkraþjálfara sem hún þekkir vel. Einnig tekur hún hjón saman. Prufaðu að heyra í henni og þú getur síðan metið sjálf hvernig þér líst á. Síminn hjá henni er 842-5869. Hún starfar í World Class.

Knús á þig yndislegust

Tína, 30.8.2008 kl. 08:29

15 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir þessi góðu ráð, þau verða geymd vel eftir sem lengra líður fram á veturinn.

Ragnheiður , 30.8.2008 kl. 12:02

16 identicon

Hún Gillian MacCain held ég að hún heiti,næringarsnillingurinn góði.Hún var með þætti á srtöð 2.Annars er það lífrænt,grænt,oft í litlum skömtum sem virkaði best á mig.Er á leið í hollustuna aftur eftir eitt ár í "borða allt sem að kjafti kemur",og er reyklaus.Allt er gott í hófi,er mér sagt.En er alveg fyrirmunað að fara eftir því sjálf.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 12:30

17 identicon

Mæli eindregið með rope yoga og þá hjá Elínu í Bæjarhrauni í Hf  ( elin.is )  Rope yoga geta allir stundað og sérlega gott fyrir gigtarsjúklinga.

Hef persónulega reynslu og það gerði kraftaverk fyrir mig bæði andlega og líkamlega.    Algjör snilld og Elín sjálf svo yndisleg ...

Jóna ... ókunnug (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 14:49

18 Smámynd: Erna

Ég mundi ráðleggja þér að tala við sjúkraþjálfara áður en þú byrjar. Þar sem þú ert með gigt getur borgað sig að fara varlega til að byrja með, og finna hvað hentar þér best. Gangi þér vel Ragga mín.

Erna, 30.8.2008 kl. 21:33

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég hef nú prófað alveg örugglega alla pakka. Spinning, einkaþjálfun, Pilates, Yoga, átak í Hress, hjá Báru, World Class og ég veit ekki hvað. Pilates þótti mér nú svona þægilegast, auðvitað er gott að fá einkaþjálfun líka.

Það eina sem ég veit er að ég þarf svipu til að berja mig áfram, þá er ég ekki að tala um einhvern masókisma, heldur bara þarf að hafa fasta tíma og láta merkja við mig til að ég mæti!!.. Er að hugsa um að byrja á nýju námskeiði í Hreyfingu núna, .. ef þeir vilja taka við mér aftur. Þetta kostar náttúrulega allt heilan helling líka, það er verst.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.8.2008 kl. 21:49

20 identicon

Öll hreyfing er góð fyrir okkur, út að ganga og halda dagbók yfir það hefur verið gott fyrir mig.  Byrja bara smátt, 10 mínútur frá húsinu og snúa þá við og þegar heim er komið þá verða þetta 20 mínútur.  Svo skrifa ég allt niður í hreyfingarbókina.  Þegar maður fer að finna mun þá er svo gaman að skoða hvað maður var nú lélegur þarna í byrjun, það espar mann upp að gera betur. Ganga er ódýrt sport en maður þarf að klæða sig eftir veðri.  Suma daga fær maður frí vegna veðurs en það er ekki oft.    Það sem er algjört möst er að vera með góða músík í eyrunum og teygja svo vel á eftir. 

Maddý (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:59

21 identicon

Björk (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband