29 ágúst 2008

og dagurinn lítur ekki vel út, veðurfarslega séð.

Ég hef verið að spá í fréttabloggara, ekki í neikvæðum hugleiðingum heldur finnst mér oft gaman að sjá hvað fólk er að spá í við hinar ýmsu fréttir.

Ég er dæmigerð vog og er hreint ekkert fljót að mynda mér skoðanir á málum. Það er galli og þess vegna get ég ekki fréttabloggað W00t Ég yrði búin að skipta um skoðun fljótlega og fara svo í nokkra hringi með dæmið. Það gengru ekki, ég fengi viðurnefnið Ragnheiður skoðanaskiptir.

En ég er núna búin að vera að spá í hitt og þetta. Aðallega samsæriskenningar sem vaða uppi. Fólk sem sér allt það versta í fari annarra. Nú er til dæmis mikið talað um veiðiferð og hvort menni hafi endurgreitt eða bara greitt sjálfir fyrir ferðina. Guðlaugur Þór vill ekki opna heimilisbókhaldið fyrir Vísi. Eðlilega, segi ég. Annaðhvort velur maður að trúa manninum eða ekki, afar einfalt og fylgir nokkuð áreiðanlega flokkslínum bara. Og þó hann kæmi með kvittun þá yrðu áreiðanlega einhverjir til þess að halda því fram að "vinur" hans hafi útbúið þessa kvittun bara til að hafa til sýnis en engin raunveruleg peningafærsla hefði átt sér stað.

Þingmenn og ráðherrar í dag eru undir mun meira aðhaldi en áður fyrr. Áður fannst mér fólk bera miklu meiri virðingu fyrir ráðherrum. Mér finnst reyndar almennt virðingarleysi tröllríða samfélaginu. Fólk ber ekki virðingu fyrir lögum og reglum NEMA þær gildi þá um einhverja aðra en það sjálft. Nú er ég ekki að leggja til einhvern sleikjuskap gagnvart yfirvöldum en flestum væri hollt að íhuga aðeins orsök og afleiðingu og reyna að sjá stóru myndina.

og svo ég fari aðeins í hina áttina : Virðing þeim sem virðing ber. Virðing er áunnið fyrirbæri en kurteisi er hinsvegar alltaf sjálfsögð.

Það má koma skoðunum sínum á framfæri án þess að vera ruddi. Það má skrifa pistla án þess að nota efsta stig lýsingarorða og heilan skammt af upphrópunarmerkjum.

Sumir skrifa beitta pistla, jafnvel gegn eigin sannfæringu til að vekja á sér athygli. Við sem höfum verið hér lengur erum oftast fljót að sjá í gegnum slíka aðila. Þeir missa samræmið og samhengið og verða hjárænulegir í dagsbirtunni.

En nóg um þetta...

Farið varlega í vonda veðrinu

Guðjón Friðriksson skammar Matthías í MBL í dag. Guðjón hefur skrifað þær bestu bækur sem ég man eftir, um miðbæinn. Mig minnir að mamma hafi átt þessar bækur.

En nú held ég að húsið sé að fjúka, svo ég verði ekki eins og hljómsveitin á Titanic sem spilaði með skipið sökk , þá er mér hollast að rannsaka hér málið !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur!

Góða helgi mín kæra.

alva (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Skoðanaskiptari...   ég kannast við það.

Hafðu það gott í rokinu

Elísabet Sigurðardóttir, 29.8.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: M

Ég er vog og þekki þetta Reykássyndrom vel

Eigðu góðan rigningardag undir teppi með góða bók. 

M, 29.8.2008 kl. 14:45

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alls ekki sammála þér með Guðlaug og heimilisbókhaldið.

Opinberar persónur verða að stíga mun gætilegar til jarðar en allir aðrir.  Þeir mega ekki gefa ástæðu til að fólk gruni þá um græsku.

Þess vegna má svona lagað ekki vera á gráu svæði.

Þetta er að mínu mati ekkert einkamál heilbrigðisráðherrans.

En farðu varlega í rokinu hvað sem því líður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2008 kl. 15:02

5 Smámynd: Bryndís

Ég nenni ekki að fréttablogga heldur.  Vona að húsið sé á sínum stað ennþá  

Góða helgi mín kæra, keppni og stress hjá okkur á sunnudaginn, stráksi að keppa 

Bryndís, 29.8.2008 kl. 17:41

6 Smámynd: Linda litla

Ég held að ég sé líka skoðanaskiptari (spes orð) held hreinlega að það fari eftir skapi hvernig ég hef skoðuná hlutunum.

Farðu varlega í rokinu og hafðu það gott.

Linda litla, 29.8.2008 kl. 19:05

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 20:12

8 Smámynd: Sigrún Óskars

það er flott að vera skoðanaskiptari

Sigrún Óskars, 29.8.2008 kl. 20:31

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er óheilbrigt að búa ekki yfir því að geta skipt um skoðun, við þessi heilbrigðu 'skoðanaskiptar' öfgumzt líka gjarnan í því líka að skipta um nærföt & sokka eftir ferzkta & hrezzandi sturtuna.

Steingrímur Helgason, 29.8.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband