Í minningu mikils manns

Sálmur 712

Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín, faðir, gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og þraut,
sér til þess, að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.

Hann, sem er mér allar stundir nærri,
á við hverjum vanda svar og ráð,
máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föðurnáð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg, að Drottinn segir mér:
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.

Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk, sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á,
svo að ég af hjartaþeli hreinu,
hvað sem mætir, geti átt með þér
daginn hvern, eitt andartak í einu,
uns til þín í ljóssins heim ég fer.

Sandell-Berg - Sigurbjörn Einarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

M, 28.8.2008 kl. 13:49

2 identicon

Sæl Ragga Mín!

Já, hann var vissulega mikill maður, gamli biskupinn okkar. Hann virkaði á mig sem bara sérlega góður maður. Góður Guð varðveiti sálu hans.

Þessi sálmur er eitt það yndislegasta sem ég hef séð, held mikið upp á hann. Við vorum búin að plana það að gifta okkur, við Pétur minn, sumarið 2005, en vegna erfðalaga urðum við að hætta við það. Ég var farin að spá í hvaða tónlist ég vildi hafa við athöfnina og var þessi sálmur séra Sigurbjörns eitt af því sem við vildum hafa. Ég hef reyndar tekið eftir því að hann er mikið notaður við jarðarfarir, en mér fannst texti hans eiga mjög vel við í brúðkaupi, eða bara í lífinu yfirleitt.

Hjartans kveðja til þín, kæra vinkona

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 14:05

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Fallegt.

Takk fyrir þetta.

Elísabet Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 15:22

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Æðislega fallegt.....eigðu góðan dag...kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:11

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegur sálmur.
Knús til þín ragga mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 17:37

6 identicon

Þetta er einn fallegasti sálmur sem ég hef heyrt.Minnir mig á Himman þinn.Hann er mikið sunginn í kirkjunni minni.Við ýmsar athafnir.Góður maður hann Sigurbjörn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:42

7 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 19:02

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Fallegur sálmur.

Sigrún Óskars, 28.8.2008 kl. 20:41

9 Smámynd: Tína

Yndislega fallegur sálmur. Takk fyrir þetta Ragnheiður mín.

Knús á þig yndislegust.

Tína, 28.8.2008 kl. 21:34

10 Smámynd: Brynja skordal

Minn uppáhalds sálmur og er þetta mikið spilað hér á mínu heimili yngsta dótla mín var farinn að raula þetta um leið og hún fór að tala ennn systur hennar hlógu mikið fyrst því það kom alltaf hjá henni Davíð senn krúttið en svo náði hún þessu

Brynja skordal, 29.8.2008 kl. 00:07

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fallegur sálmur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2008 kl. 00:40

12 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mjög fallegur sálmur

Kristín Gunnarsdóttir, 29.8.2008 kl. 07:31

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einn af fallegri sálmum sem ég hef heyrt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.8.2008 kl. 10:26

14 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þessi yndislega fallegi sálmur er einn af uppáhaldssálmum mínum og kirkjukórsins sem ég syng í , Kór Þorlákskirkju. Dr. Sigurbjörn Einarsson hefur samið fjölda sálmatexta, svo undurfallega og sanna. Þessi sálmur er einmitt einn af þeim sem er ekki hægt að syngja nema af fyllstu einlægni og lotningu. Knús á þig mín kæra.

Sigurlaug B. Gröndal, 29.8.2008 kl. 11:21

15 Smámynd: Linda litla

Blessuð sé minning hans.

Linda litla, 29.8.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband