Hverja helgi er
26.8.2008 | 14:21
miðborgin ógeðsleg. Það eru matarleifar, flöskur, dósir og rusl um allt. Stundum rekst maður á árrisula túrista sem standa í draslinu, upp í ökkla og eru að taka myndir af þessu. Síðustu bytturnar bíða þreytulegar eftir leigubílum og starfsmenn hreinsunarfyrirtækjanna eru að vinna eins hratt og hægt er svo hinn almenni þægi borgari sjái ekki ófögnuðinn.
Þá koma sér vel flösku og dósasafnararnir. Það er merkilegt hvað þeim tekst að tína upp, fémætt, úr vibbanum. Ég persónulega hef það fyrir reglu að leggja dósir sem þvælast fyrir mér á grasið við stæðið okkar, ég er alltaf hrædd um að dósasafnarar skeri sig þegar þeir eru að tína upp úr ruslinu, blindandi.
Ég kasta aldrei rusli á götuna, ekki einu sinni sígarettustubbum.
Þið sem ekki hafið séð miðborgina eins og hún er verst, skellið ykkur í bíltúr um 5-6 leytið einhvern sunnudagsmorgun.
Uppgrip í dósasöfnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ógeðslegt er þetta. Ég er aldrei á ferðinni á þessum tíma svo ég sé það ekki. Ekki kasta ég heldur rusli .
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.8.2008 kl. 14:28
Ég hef séð miðborgina í ruslklæðum sínum,bara ógeðslegt.
Ég hendi ekki rusli nema í til þess fallnar fötur ;)
Ég hef líka stoppað bílin ef strákarnir mínir hafa hent rusli út um bílgluggan og látið þá sækja það,enda kasta þeir ekki rusli,allavega ekki þegar ég er nálæg ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 26.8.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.