Slys geta hent hvern sem er
25.8.2008 | 13:14
Loksins tókst mér að komast framhjá myndbandinu til að skrifa....
Oft virðast ungmenni halda að slys séu eitthvað sem kemur fyrir einhvern annan en slys geta hent hvern sem er. Þessi hegðun þarna við skólann er óásættanleg.
Ég segi það enn og aftur, samfélagsþjónusta á Grensásdeild myndi mögulega opna augu þessara ungmenna fyrir grárri alvöru slysanna.
Ég vona að þeir leggi þessa hegðun af og eigi langt og gott líf framundan með þeim sem elska þá mest í heimi.
Athugasemdir
Sammála þér með Grensásdeildar samfélagsþjónustu, þessum drengjum til handa. Ég var einmitt að kommenta um það á síðunni hennar Ásdísar Sig.
Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 13:38
Verst að myndbandið sést ekki, ég hef ekki fyrir vana að tengja í fréttir en hefði kannski þurft þess nú.
Held nú að flestir skilji að ég er að fjalla um þennan háskaakstur á skólalóð Austurbæjarskóla sem mbl.sjónvarp náði myndum af.
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 13:45
Samfélagsþjónusta þar í stað sektar myndi hafa miklu betri áhrif en að borga einhverja summu til ríkisins.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:12
Svo held ég að upptaka á bílum gæti líka svínvirkað
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 15:14
já það er nú það, mínum syni var einmitt hent á bak við lás og slá og hann kom út 6 vikum seinna í líkpoka, frá Litla Hrauni.
Held að það virki ekki endilega á þá alla.
Takk fyrir innlegg, þið öll
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 15:40
Ekkert mál Auður mín, auðvitað er það fyrsta sem manni dettur í hug enda hefur enginn leyfi til að aka svona og leggja meðborgara sína í hættu.
En ég vil bara koma því áleiðis að kannski virka líka aðrar aðferðir.
Mundu að hnippa í mig þegar líður af fjölgun hjá þér
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 15:54
Æj já hehe skil þau sko vel. Hundum tekst að eignast í manni hvert bein ...
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 16:06
Sammála þessu með samfélagsvinnu á Grensás. Þða gæti fengið einhverja til að hugsa.
Marta smarta, 25.8.2008 kl. 16:14
Það er einhvern veginn þannig með þennan aldur að þeim finnst að þau séu "ódrepandi" Því miður er það ekki svo!
Samfélagsþjónusta á Grensás er góð hugmynd!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.