Alltaf lærir maður eitthvað nýtt
18.7.2008 | 19:52
Ég er komin í sumarfrí og hóf daginn á merkilegri uppgötvun. Ég vaknaði með vont tak í bakinu og hef borðað verkjatöflur í dag, í svo miklu magni að ég þurfti engan kvöldmat. Um síðdegið rann upp fyrir mér ljós, aha ! hugsaði ég. Nú veit ég hvernig framsóknarmönnum líður !! Með heilu hnífasettin í bakinu.
Þá veit ég það
En hið undarlega var að Steinar var svipað skakkur. Ég hef grun um að hér fari fram, í skjóli myrkurs, skelfilegt heimilisofbeldi. Annað hvort okkar er að lumbra á hinu og þekkjandi mínar svefnvenjur þá verður að viðurkennast að ég er mun líklegri aðilinn í næturofbeldi en Steinar. Hann á að vísu til að klípa mig aðeins þegar hann sefur ...ég hef kannski brugðist aaaaðeins of hart við ?
Njótið dagsins
Athugasemdir
Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 20:33
Njóttu lífsins í fríinu Ragga mín. Vona að bakverkurinn hverfi og að rólegra verði á næturvístöðvunum
Erna, 18.7.2008 kl. 20:39
næturvígsstöðvunum, átti þetta að vera
Erna, 18.7.2008 kl. 20:43
Hvernig væri að láta hundinn sofa á milli ? Hmmmmmm.
Anna Einarsdóttir, 18.7.2008 kl. 20:58
Takk fyrir kastið sem ég fékk svona fyrir svefninn, sé ykkur í anda steinsofandi, klípandi og ýtandi í hvort annað engin furða að þið séuð aum.
Knús til ykkar beggja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 21:33
Hafiði skoðað bakið á hvort öðru ? - Og athugað í hnífaparaskúffuna ? Það er vonandi að þú náir þér fljótt svo að þú fáir að njóta þess að vera komin í sumarfrí
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 22:23
gott að vita að ég er ekki ein sem er líkleg til að fremja ofbeldi í skjóli svefnsins...
lukkulega þá hefur engin lennt í mér líkamlega, en móðir mín fékk ágætt sjokk þegar ég "breyttist" í úlf eina nóttina. Verst var þó þegar ég umbreytti svefnherberginu mínu í vettvang umferðaslyss...
vonandi losnar bakið við stungurnar sem fyrst :)
E.R Gunnlaugs, 18.7.2008 kl. 22:28
Líf og fjör í hjónasæng, ekki slæmt. Hugsa mikið til ykkar núna, ætla að kveikja ljós hjá stráknum þínum, það telur grimmt núna.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 22:31
er laumuframsóknarmaður í ykkur?Góðan bata
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 23:19
Vona að takið taki á það ráð að hverfa á brott hið snarasta...
Góða helgi
alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 23:35
Skemmtu þér vel í fríinu, ég er sjálf komin í sumarfrí. Ég var að koma heim af síðustu vaktinni minni fyrir frí. Alltaf fjör í ykkar hjónasæng, vonandi batnar bakverkurinn fljótt og vel.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:55
Hahhahaha, sé þetta fyrir mér. Kannski liggur þú aðeins of lengi í rúminu þar sem þú ert komin í frí? Ég sef oft lengur um helgar og uppsker þá stundum bakverki.
Batni ykkur skjótt, elskan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.