Eldsvoði í eldhúsinu
26.6.2008 | 23:24
og við Steinar erum greinilega með stáltaugar. Við vorum að hjálpast við að elda í kvöld og ákváðum svo að taka til pappíra sem lágu í eldhúsinu. Sortéra ruslpóstinn frá reikningum sem eiga rétt á sér. Ég tíni saman nokkra ruslpósta og hendi þeim á helluborðið. Eftir augnablik horfi ég hissa og STEINÞEGJANDI á loga blossa upp á gasvélinni. Hm, segir Steinar, tekur logandi blöðin hinn rólegasti og fleygir þeim í vaskinn og skrúfar fyrir gasið. Ég geng, í sömu rólegheitunum, að vaskinum og skrúfa frá vatninu. Eldurinn dauður og við horfum á hvort annað og flissuðum bara. Hvorugu okkar brá nokkuð, það var eins og við værum alvön að reyna að brenna ofan af okkur kofann.
Við erum náttlega flottust.
Annars er allt í góðu bara, ég er bara í vinnunni og hef það fínt bara.
Athugasemdir
Um að gera að taka lífinu og eldsvoðum með stóískri ró.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 23:27
Þetta heitir sko að ELDA.
Anna Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 23:28
Þetta kallast víst að panikera ekki.
Magnús Paul Korntop, 26.6.2008 kl. 23:31
Ég hefði reynt að brenna reikningana frekar!
Mummi Guð, 26.6.2008 kl. 23:41
Það er æðruleysið á bænum....gott að fór ekki illa samt...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.6.2008 kl. 23:57
Já við vorum sko álíka sein núna hehe. Meiri sauðirnir sem við erum. En þetta fór allt vel sem betur fer.
Ég verð að koma og skoða þennan öfugugga.
Ragnheiður , 27.6.2008 kl. 00:06
Þetta heitir sko að vera kúl! Flott hjá ykkur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.6.2008 kl. 00:12
Sko, þið eruð lifandi sönnun þess að betra er að vera vel tryggður og hafa vaðið fyrir neðan sig.
Ragnheiður mín - svona smá íkveikjusyndrúm líkt og þið eruð haldin - er gert til að kenna manni, maður verður að læra á þessu ..
Nú veit ég að það þarf að vera kveikt á eldavélinni - næst þegar ég hendi reikningum þangað. Hef oft reynt að kveikja í ruslinu, en nú veit ég hvers vegna það tókst ekki ...
Knús á þig mín kæra og eigðu ljúfa nótt ..
Tiger, 27.6.2008 kl. 01:14
Gott að ekki fór illa.
Knús á þig.
Hulla Dan, 27.6.2008 kl. 07:34
Þið eruð bara cool og þið fáið cool kveðjur frá mér.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2008 kl. 07:53
Ekki gera þetta að vana, samt.
Einar Indriðason, 27.6.2008 kl. 09:10
Ætli þið hefðuð orðið stressaðri ef þetta hefði verið eitthvað annað en reikningar sem var að brenna?? hmmm
Dísa Dóra, 27.6.2008 kl. 10:58
Það er ekki verið að æsa sig yfir smámunum . Knús og kveðjur úr bakhúsi.
Sigrún Óskars, 27.6.2008 kl. 11:14
Já þið eruð sko flottust
Knús á þig elskan
Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 12:39
Það var gaseldavél á Tenerife það sem við vorum. Mér fannst það nú ekki þægilegt afþví ég er ekki v0n þeim. Við vorum bara með ómögulegan kveikjara og Pálmi heleypti mér ekki að til að nota hann. Hann hafði svo miklar áhyggjur af mér. Þið eruð flottust.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.6.2008 kl. 13:39
hehehehehe flottir "brennuvargar" sá einhverntíman álíka meðferð á gluggapósti hjá ekki ómerkari persónu en Andrési Önd hehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.6.2008 kl. 14:37
Það hefðu nú ekki allir verið svona rólegir, þar á meðal ég
Huld S. Ringsted, 27.6.2008 kl. 21:49
Viðbrögðin ykkar myndu flokkast undir ,,stóatíska ró". Þið eruð auðvitað langflottust
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.6.2008 kl. 22:55
Hvor búnkinn brann, sá óréttari ?
Steingrímur Helgason, 28.6.2008 kl. 00:26
Þið eruð snillingar
Bergdís Rósantsdóttir, 28.6.2008 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.