Smá skammir
19.6.2008 | 22:21
frá Hjalla mínum í kommentunum, ég á þessar aðfinnslur alveg inni. Hann átti oft til að hjálpa mér og hann hafði sérlega gaman af því að fylgjast með mér elda matinn. Það er reyndar enn þannig, þegar hann kemur að borða hérna þá er hann oftast með mér í eldhúsinu meðan ég laga matinn. Klús á þig Hjalli minn, langflottastur !
Ég er eiginlega komin alveg í hring, ég var að kvarta yfir fjármálaskelli sem ég fékk í gær. Það er ekkert stór upphæð en það er sama, þegar maður er óviðbúinn þá er maður óviðbúinn. En þetta reddast áreiðanlega, eins og venjulega. Ég skammast mín eiginlega fyrir að kvarta yfir þessu.....þetta er ekki raunverulegt vandamál, heldur svona hola á vegi. Ekkert til að kvarta yfir...
Annars hef ég verið smá ergileg í dag. Þið vitið að það er oft sagt að konur séu konum verstar, margir verða æfir þegar þetta er sagt en hvað getur maður sagt þegar maður les svona færslu ?
Þarna er bara um skítkast að ræða, annað væri ef konan væri að gagnrýna ákveðin störf viðkomandi ráðherra en því er ekki að heilsa. Bara ömurlegt. Og þá fór ég að hugsa, afhverju eltum við konur uppi allskonar tískustrauma og teljum okkur geta dæmt konur sem ekki hafa áhuga á okkar tískustraumi. Ég vek alltaf hálfgerða undrun, mála mig ekki og elti ekkert nema mitt eigið skott. Mér líður vel í eigin skinni og þarf ekki að elta annara skoðanir á því sem á að vera flott. Mér finnst persónulega nóg ef maður er hreinn og sæmilega til hafður. Margt af þeim fatnaði sem mest er í tísku myndi aldrei ganga upp utan á mér. Ég er lítil hnöttótt kelling.... Nú þekki ég það ekki alveg en mér hefur fundist oft að konur sem nota mikinn farða fái fyrr hrukkur, hárfínar línur í andlitið ? Ég er auðvitað með hrukku, eina, og ég sit á henni.
Mér finnst gaman að sitja einhversstaðar og pæla í fólki og þá sé ég oftast hvað ég sting í stúf hehehe...
Nú man ég ekki meira til að fjasa um...hef verið dálítið Himmalaus undanfarið, ég sakna hans suma daga svo mikið að það sker í hjartað. Strákgormurinn hennar mömmu sinnar, að gera þetta.
Athugasemdir
frábærar hugleiðingar um tísku, hef gaman af því sjálf...svona stundum að punta mig en neita að vera þræll þess, þoli ekki þegar sjálfsvirðing kvenna hangir saman á málningu og tískufötum einum saman, ég reyndar tek ofan fyrir þeim konum sem þora að vera þær sjálfar hvernig sem þær eru, sumar hafa engan áhuga á því að mála sig og þeim nægir að vera hlýtt og mér finnst það bara fínt, svo eru aðrar sem hafa áhuga á fallegri hönnun og svo enn aðrar sem elta í blindni allt það sem þær halda að sé "inn" þá stundina þá skiptir ekki máli hvort hluturinn fari viðkomandi heldur er það hjarðeðlið eða ósjálfstæðið sem ræður, fyrir mér skiptir höfuðmáli að vera fallegur hið innra og mikið svakalega sem mér finnst þú falleg....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.6.2008 kl. 22:45
Takk Krumma mín, nákvæmlega það sem ég var að meina...það er ekkert að því að hafa áhuga á fallegum fötum eða hönnun en ég set spurningarmerki við að verða þræll einhverra tískustrauma sem jafnvel henta alls ekki viðkomandi.
Það er fátt skelfilegra en rígfullorðnar konur í fatnaði sem framleiddur er fyrir tvítugar..sé það stundum hehe
Þú ert sjálf falleg Krumma mín, yndislegust
Ragnheiður , 19.6.2008 kl. 22:50
Vel mælt Hrafnhildur.
Ég hef áður séð komment frá þessari sömu konu (sem þú vísar í), þar sem aðalmál hennar var að tala um ljótt útlit og leti fólks sem hún vann með í gamla daga. Hvers vegna dettur mér í hug að hún sé sjálf ekkert of flott og reyni því að gera lítið úr öðrum ?
Síðasta setningin þín vinkona, kallar á faðm. Stórt faðm frá mér.
Anna Einarsdóttir, 19.6.2008 kl. 22:53
Ég er sek, hangi óstjórnlega mikið í að hugsa um föt og svoleiðis. En ég er eiginlega búin að sætta mig við það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 23:01
Enda minnir mig endilega að þú hafir skammað mig í gamla daga fyrir skort á útståelsi hehe....
Ég er nokkuð undarleg, ég geri mér grein fyrir því hehe
Ragnheiður , 19.6.2008 kl. 23:02
Þú ert yndisleg
Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:52
Þótt kona (ég) sé ánægð í eigin skinni koma stöku athugasemdir frá velmeinandi fólki um að meiri málning og meiri tískuföt séu tákn um að konan hugsi vel um sig ... og af því að kona (ég) fer aldrei út að djamma þá fær hún stundum athugasemdir um að hún loki hún sig hreinlega inni ... (jamm, það er orð yfir að vera heimakær) eins og konan er nú annars ánægð með sitt litla meik og enn minna djamm.
Sendi þér svo risastórt knús, elsku Ragga mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.6.2008 kl. 00:08
Ragga mín ég er líka lítil hnöttótt kerling og ég mála mig aldrei. Þessi færsla sem þú gefur upp hjá þér er alveg ótrúleg. Að fullorðin manneskja þurfi að setja út á útlit ráðherrrans. Ég fékk svipað komment frá einum spekingi í gær við mynd af börnunum mínum. Ég var alveg ótrúlega hissa á því að fullorðinn maður, kommenti um það að börnin mín séu feit En það er víst hans vandamál ekki mitt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.6.2008 kl. 01:16
Hulla Dan, 20.6.2008 kl. 06:15
Helga skjol, 20.6.2008 kl. 06:17
Ég er líka ein af þeim sem einfaldlega mála mig ekki mér finnst þetta vesen og svo er ég bara svona og vil ekki vera öðruvísi.
En þú segist vera hnöttótt ég er það líka og var mér þá hugsað æj ef við erum báðar hnöttóttar þá átti Himmi bara 2 stk af hnöttóttum mömmum.
Knús til þín inn í daginn og Himmi er með okkur öllum...stundum held ég að það sé mikið að gera hjá honum hann þarf að vera á svo mörgum stöðum meina hann átti svo stóra fjölskyldu þessi elska.
Farðu vel með þig mín kæra.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.6.2008 kl. 08:28
Vonandi er þessi dagur þér betri
Hrönn Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 10:37
Sigrún Jónsdóttir, 20.6.2008 kl. 10:58
Sko ég er líka hnöttótt lítil bubba, fer aldrei í kjól eða pils,
dags daglega er ég bara í leggings og hlýrabol, mér er alveg sama þó ég sé með öðruvísi handleggi, en ég mála mig og hef mig til á hverjum morgni hef gert það síðan ég var frekar ung og byrjaði að vinna hjá Loftleiðum, þar var maður að vera vel til hafður.
Annars skiptir mig það engu máli hvort fólk er málað eða í tískunni sem kallað er, ef mér líkar við fólk þá líkar mér við það hvernig sem það er.
Má til með að segja ykkur, svona yfirleitt þá sef ég í ullarsokkum
hlýt að vera rosa sexý.
Ragga þú stingur alveg örugglega ekki úr fjöldanum, ert bara flott.
Búin að lesa hjá henni Guðrúnu Magneu, ekki smekklegt, enda kommentaði ég á þetta hjá henni.
Svo mátti nú Hjalli alveg mynna þig ávið erum voða fljótar að gleyma.
Knús til þín Ragga mín
farðu vel með þig
þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2008 kl. 11:02
Ömurleg færslan sem þú bendir á.
Hólmdís Hjartardóttir, 20.6.2008 kl. 12:37
Úff ég held að sú staðreynd að dóttir mín sem er 6 ára eigi meira snyrtidót en ég sé nóg...ég bara fer í þau föt sem mér líkar við ...og það er sko alltaf "inn" hjá mér.......
Knús á þig í Himmaleysinu Ragga mín
Ásta Björk Hermannsdóttir, 20.6.2008 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.